Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Síða 29

Skinfaxi - 01.07.1956, Síða 29
SKINFAXI 77 xel sýonóion: íþróttir á landsmóti UMFÍ á Akureyri Landsmót U.M.F.Í á Akureyri í fyrravor var í alla staði mjög glæsilegt. Þar fylgdust að góðar aðstæður, nákvæmur undir- búningur, röggsemi i framkvæmdustjórn, gott veður og glæsi- leg íþróttaæska. Allt þetta gerði mótið eftirminnilegt öllum, sem þar voru. Landsmótin hafa verið lyftistöng iþróttum og öðru félags- lífi meðal ungmennafélaganna. Þetta er og einn höfuð tilgang- ur landsmótanna. Segja má, að landsmótin hafi í alla staði verið einliverjar glæsilegustu og skemmtilegustu samkomur, sem haldnar hafa verið á undanförnum árum. Á Akureyri voru aðstæður allar mjög góðar, vel var búið að iþróttafólk- inu, það dvaldi í heimavist Menntaskólans, sem er i mikilli og veglegri byggingu. Hefur aldrei fyrr verið svo góð aðstaða til að hýsa liinn stóra hóp keppenda, er fer ávallt vaxandi. Mótsdagana voru keppendur i fæði í Hótel Varðborg. Það fer að verða þörf á að endurskoða það ákvæði, að mótið láti keppendum í té 2 máltiðir mótsdagana. Þetta er orðinn það mikill kostnaður, þar sem keppendur eru orðnir svona marg- ir, að ofraun er einum aðila. Ég held, að fyrr eða siðar verði að hverfa frá þessu, cn láta hvert héraðssamband sjá um sig. Aðstaða til keppni á Akureyri er mjög góð, þar er einn bezti íþróttavöllur á landinu. Grasbrekka liggur að vellinum öðruin megin, og er það hið beztá áhorfendasvæði. Völlurinn er mjög góður grasvöllur innan 400 m vel byggðra hlaupa- brauta, sem að vísu virðast við fyrstu sýn nokkuð harðar, sér- staklega fyrir þá, scm æfa og keppa að staðaldri á grasi. Árangurinn i hlaupunum gefur til kynna, að hlaupurunum hef- ur fallið við brautirnar. Á vellinum gat farið fram samtímis hlaup, stökk og liand- knattleikur, og ekki veitti af að nota timann. Á vellinum var keppt í 18 iþróttagreinum, auk þess fóru þar fram (5 leikir i handknattleik. ÖIlu þessu var ætl-að 9 klukkustundir á tima- seðli mótsins. Maður efaðist um, að hægt væri að framfylgja því, en það tókst með prýði, og er það út af fyrir sig afrck. Þar reyndi á stjórnsemi íþróttafulltrúa, Þorsteins Einarsson- ar, sem stjórnaði frjálsíþróttakeppninni, en hann hafði á að skipa traustu starfsliði við hverja íþróttagrein. Sömuleiðis

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.