Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1956, Qupperneq 38

Skinfaxi - 01.07.1956, Qupperneq 38
86 SKINFAXI /-------:------------------------------------ STARFSÍÞRÓTTIR ♦ ♦ ♦ v.___________________________________________s GARÐURIIMIM MIIMIM STEFÁIM ÓLAFUR JÓIMSSOIM, kennari, tók saman Garðstæðið valið. Garðurinn þinn ætti að vera nærri heimili þínu, þó þarf stundum að hafa stærri garða nokkuð langt frá. Bezt er þá að hafa þar grænmeti, sem ekki er notað nýtt upp úr garðin- um til heimilisins, en hafa þá lítinn garð heima, þar sem liægt er að hafa grænmeti við hendina allt sumarið. Garðstæðið á að vera slétt og þurrt. Bezt er að á því sé votnshalli, svo að ekki standi uppi vatn í garðinum eftir regn. Velja ætti garðstæðið í skjóli, ef mögulegt er, en gæta þess þó alltaf að það sé á sólríkum stað. Gerðu teikningu af garðinum. Til þess að nota garðrýmið sem bezt, er sjálfsagt að gera teikningu af garðinum. Bezt er þá að teikna inn á kortið liverja röð nákvæmlega og sýna hvað á að vera þar og hve langt á að vera á milli raða. Skrifaðu svo sáningartíma hverr- ar tegundar og hve langt á að vera á milli plantnanna í röð- inni. Allar raðir eiga að vera beinar og samhliða. Ef dráttar- vél er notuð, er bezt að raðirnar séu langar, en sé handplægt er betra að raðirnar séu stuttar. Gættu þess að setja ckki smærri plönturnar í skugga hinna stærri. Ábendingar. Settu fjölærar jurtir svo sem rabarbara, rifsber o. fl. öðr- um megin í garðinn, svo að l«ð sé ekki fyrir þegar plægt er, og fljótvaxnar tegundir saman hlið við hlið, svo að þú get- ir tvísáð í þann liluta garðsins. Gættu þess, að nógu langt sé milli plantnanna, svo að þær hafi nægilegt vaxtarrými. Grisj-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.