Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1956, Qupperneq 39

Skinfaxi - 01.07.1956, Qupperneq 39
SKINFAXI 87 ’aðu, ef þess gerist þörf. Af blaðsalati, grænkáli, spinati og steinselju má taka blöð, án þess að slíta upp plöntuna, þcss vegna þarf ekki að sá eins miklu af þessum tegundum, því að þær geta vaxið áfram, þótt tekið sé af þeim til matar. Notaðu garðlandið vel. Ef þú hefur lítið garðland, þá er um að gera að vanda vel til ræktunarinnar. Fljótvöxnum tegundum má sá tvisvar í sama blett. Einnig má sá fljótvöxnum tcgundum inn á milli raða seinþroska plantna, sem þurfa mikið vaxtarrými. Taka þarf svo þessar fljótvöxnu tegundir burtu áður en rætur binna plantnanna eru orðnar mjög stórar. Ræktaðu hollt grænmeti. Ræktaðu grænmeti, sem þér og fjölskyldu þinni finnst gott, inniheldur mikið af næringarefnum og á vel við ræktunar- skilyrði þín. Veldu afbrigði, sem bezt henta þeim árstima, sem ræktunin fer fram á og ekki eru næm fyrir jurtasjúkdómum. Athugaðu jarðveginn. Veldu garðstæði þar sem mold er góð, þó má nota sand- cða mýrajarðveg, ef annars er ekki kostur. Berðu nægan og réttan áburð i garðinn, helzt bæði búfjáráburð og tilbúinn áburð. Áburðarmagn. Ivröfur tegundanna eru breytilegar. Káljurtir eru t. d. mjög frekar á áburð; kartöflur, salat og lireðkur eru nægjusamari, og þurfa því minni áburðarskammt. Hentugt er að nota bú- fjár- og tilbúinn áburð. Hæfilegt magn fyrir káljurtir, gulræt- ur og rófur er 5—10 kg búfjáráburður (mykja) + 15—20 g tilbúinn garðáburður á flatareiningu (m2). Fyrir salat, hreðkur og spinat 3—4 kg búfjáráburður + 10 —15 g garðáburður á flatareiningu. Gott er að gefa seinþroska jurtum 1—3 aukaskaminta af tilbúnum garðáburði eða kalk- saltpétri yfir vaxtartímann, 10—20 g á hvern lengdarmetra (1 hnefa) að liverju sinni. Gættu þess, að ekkert fari á blöðin. Notaðu aldrei alveg nýjan búfjáráburð. Dreifing áburðar. Berðu búfjáráburðinn i garðinn svo að segja um leið og

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.