Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 7
Hvað gerir íslenska (Djóðin? Þessi spurning hefir oft komið fram í huga mínum, við hin tíðu skipatöp, sem orðið hafa hjá okkur Islendingum frá því að stríðið skall á. Ýmist af hernaðarástæðum eða ókunnum orsök- um, sem í mörgum tilfellum, eða jafnvel flest- um, hefir mátt leiða líkur að því, að vítisvélar hernaðarþjóðanna hafi einnig verið að verki, þó enginn væri til frásagnar um það. Það mun vera í lögum hjá hernaðarþjóðun- um, að aðstandendum þeirra, sem falla á víg- völlunum, sé séð fyrir lífeyri, þannig að lífsaf- komumöguleikar þeirra efnalega séu sem næst því sem var áður en fyrirvinna þeirra féll frá, og má segja að þetta sé mjög mannlegt og sjálf- sagt. báru til hans, enda kom það í ljós seinna, að fjölhæfni og atorka ásamt einlægri samvizku- semi lyfti honum til ábyrgðarmeiri starfa. Haustið 1938 byrjaði hann að sigla hjá h.f. Alliance og sigldi á ýmsum skipum þess félags, en vorið 1941 varð hann yfirvélstjóri á b.v. Kára þar til um haustið, að hann tók við yfir- vélstjórastarfi á b.v. Jóni Ólafssyni. Mér er óhætt að fullyrða það, að þeir, sem sigldu með Ásgeiri, fundu sig örugga hvað vél og vélaútbúnað viðvék, enda þekktust ekki tafir í neinni mynd, hvorki á fiskveiðum né siglingu, og kappkostaði hann ætíð að láta ekki neitt standa upp á sig. Ásgeir heitinn var giftur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, mestu myndarkonu, og át.tu þau tvö börn, 3 og 1 árs, og kjördóttur 7 ára, og tekst konan nú þann vanda á hendur, að sjá ein börnum sínum farborða gegnum erfiðleika uppvaxtaráranna. Ásgeir var heimiliselskur og unni mjög börn- um sínum, og aldrei sá ég hann ánægðari heldur en þegar hann sat með börnin sín í fanginu, þá hann kom heim úr lokinni ferð. Ásgeir heitinn var dagfarsgóður og hvers manns hugljúfi, enda sakna vinir hans vinar í stað, er hann er horfinn úr hópi okkar, í fullu fjöri, yfir hafið mikla, þangað sem ég trúi að hittumst við aftur glaðir og ánægðir, eins og við vorum svo oft í þessu lífi, ár þau, sem við unnum saman. Vertu sæll, vinur; minning þín lifir. 0. G. Oddsson. í sambandi við þetta dettur mér í hug fyrir- sögn þessara fáu lína: Hvað gerir íslenzka þjóðin fyrir eftirlifandi ættingja þeirra sem fallið hafa fyrir stríðsvélum hernaðarþjóðanna, íslenzku sjómannskonuna og börnin, sem misst hafa aleigu sína á svo sviplegan hátt? Fer hún að eins og að framan greinir, sér hún ekkjunni með barnahópinn og íarlama foreidrum peirra sem íarist haía fyrir fjárhagsiegri afkomu, sem næst því sem þau höföu áður en slysið vndi til? Eg held að mér sé óhætt að íuiiyrða, aó' svo sé ekki og vil ég þvi gera pað hér aö umtalseíni. Eg hefi alltaf veriö aö vonast eftir aö heyra frá emhver.ium af fulltrúum þjóðarinnar orð í þá átt, að utbua þyríti iöggjöf, sem sérstaklega tæki yfir það sem getiö er hér að framan, að sjá þeim, sem misst nafa fyrirvinnu sína, fyrir lifsafkomu, svo ekki þyrftu þeir, að nokkrum tíma liönum, að leita til opmbers framfæris. Þjóóinni ber skylda til þess að sjá um að þeim, sem misst hafa íyrirvmnu sína af hernaðar- völdum, og sem kunna að eiga eftir að missa hana, áður en styrjöldinni lýkur, verði tryggð laun svo sem tiðkast hjá hernaðarþjóðunum um aðstandendur þeirra er falla á vígvelli. Þeir, sem vinna að því að afla tekna í þjóð- arbúið, með því að sigla til útlanda með afurðir okkar og til þess að sækja björg handa þeim sem í landi bua, eiga heimtingu á því að hver og einn rétti fram hjálparhönd til þess að miss- irinn verði sem sársaukaminnstur þeim sem fyrir honum verða. Það er ekki hægt að bæta missirinn til fulls, en það er hægt að létta raun- ir þeirra sem sorgirnar bera á margan hátt. Það, sem fyrst ber að gera, er aö stofna líf- eyrissjóð fyrir alla þá sem að framan getur, og hefi ég hugsað að hann yrði stofnaóur sem hér segir: Ríkissjóður legði fram stofnféð, sem væri veruleg upphæð og greiddi þar að auki árlega ákveðna fjárupphæð til sjóðsins. Aðrar tekjur sjóðsins væru fengnar með nefskatti, sem lagður yrði jafnt á konur sem karla og yrði miðaður við þarfir sjóðsins á hverjum tíma, þannig að allir, sem kröfu ættu til sjóðs- ins, fengju sem næst því sem fyrirvinna heim- ilisins var áður en slysið vildi til, að minnsta kosti þar til börn væru komin af ómaga aldri. Ég held að á þennan hátt veittist mjög auðvelt að sjá fyrir þeim, sem kunna að verða einstæð- ingar af styrjaldar ástæðum að stríðinu loknu. Ég vænti þess að einhverjir af þeim fulltrúum þjóðarinnar, sem nú sitja Alþingi, reynist þeir drengir að koma þessari hugmynd, sem hér er sett fram, inn á Alþingi í frumvarpsformi. Og að óreyndu treysti ég því, að það fengi þær undirtektir meðal þingmanna að það næði sam- þykki. Guðbjartur Ólafsson. VIKTNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.