Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Síða 11
um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi, í Fisk-
veiðasjóð. Þær tekjur sjóðsins hafa verið mjög
litlar hingað til, aðeins 1.3 þús. kr.
Fiskveiðasjóðsgjald. Á árunum 1907 til 1919
gengu 10% af útflutningsgjaldi af síld, sem
nam kr. 0.50 af hverri síldartunnu, til Fisk-
veiðasjóðs. Skyldi því fé varið til eflingar sild-
arútvegi innlendra manna. Tekjur sjóðsins af
þessu útflutningsgjaldi námu 116.5 þús. jvr. á
tímabilinu, en á sama tíma var varið 90.5 þús.
kr. úr sjóðnum til eflingar síldveiðunum.
1 lögum Fiskveiðasjóðs frá 1930 var ætlast
til að visst hundraðsgjald af útfluttum sjávar-
afurðum rynni til sjóðsins. Þetta gjald var á-
kveðið með sérstökum lögum á sama ári %%
af andvirði hverskonar fiskafurða, sem út eru
fluttar, og skal innheimt þar til höfuðstóll sjóðs-
ins nemur 8 milj. kr. — Loks var ákveðið í
lögum Fiskveiðasjóðs frá 1941, að 14 hluti þess
útflutningsgjalds, sem ríkissjóður tekur árlega
af sjávarafurðum, skuli ganga til Fiskveiða-
sjóðs. Sjóðurinn verður fyrst aðnjótandi þeirra
tekna nú í ár. Útflutningsgjaldið samkv. lögun-
um frá 1930 nam samt. 605.6 þús. kr. til árs-
loka 1941.
Skuldaskilasjóður. Árið 1935 var Skuldaskila-
sjóður vélbátaeigenda stofnaður í sambandi við
Fiskveiðasjóð. Skyldi Fiskveiðasjóður annast
skrifstofuhald fyrir Skuldaskilasjóð, en eignir
hans að renna í Fiskveiðasjóð, jafnóðum og út-
lánin afborguðust. Til ársloka 1941 námu
greiðslur Skuldaskilasjóðs til Fiskveiðasjóðs
850.4 þús. kr., en útgjöld hans vegna Skulda-
skilasjóðs 51.4 þús. kr. Hreinar tekjur Fisk-
veiðasjóðs af þessum liðum hafa því numið tæp-
um 800 þús. kr.
Ýmsar tekjur. Tekjur þær, sem þar eru
færðar, eru sem hér segir: 1920 hagnaður af
kaupum ríkisskuldabréfa 3.2 þús. kr. 1926 á-
góði af skuldabréfum Reykjavíkurhafnar 8.1
þús. kr. 1931—’38 tillög til varasjóðs og veð-
tryggingasjóðs 68.5 þús. kr. — og 1941 gengis-
hagnaður á danska láninu 97.9 þús. kr. — Sam-
kvæmt lögum Fiskveiðasjóðs frá 1930 skyldi
hver lántakandi sjóðsins greiða 1% af lánsupp-
hæðinni í varasjóð, um leið og hann tæki lánið.
Stjórn sjóðsins var auk þess heimilt, að leggja
árlegt aukagjald á lán með veði í skipum, sem
næmi 14%. — Þessi aukagjöld, sem þýddu raun-
verulega ekkert annað fyrir lántakendur en
hækkaða vexti, voru felld niður með lögum Fisk-
veiðasjóðs frá 1938.
tijöldin.
Gjöldin þurfa lítilla skýringa við, umfram
þær athugasemdir, sem gerðar hafa verið við
þau í sambandi við tekjurnar. Þó er rétt að
gera nokkra grein fyrir fyrsta gjaldaliðnum,
styrkjunum.
í lögum Fiskveiðasjóðs frá 1905 og reglu-
gerð hans og skipulagsskrá frá 1906 er gert
ráð fyrir styrk- og verðlaunaveitingum úr sjóðn-
um. Samkv. skipulagsskrá mátti árlega verja
allt að 3000 kr. af tekjum sjóðsins til styrk-
veitinga og 500 kr. til verðlauna.
Styrk mátti veita ungum mönnum til að
kynna sér nýjungar í sjávarútvegi erlendis og
til útgáfu tímarits um sjávarútvegsmál. Verð-
laun mátti veita fyrir framúrskarandi atorku
og eftirbreytnisverðar nýjungar í útgerð. Utan-
fararstyrk skyldi ekki veita hærri en 600 kr.
og ekki lægri en 100 kr. Lægri verðlaun en 50
kr. skyldu ekki veitt, en hámark þeirra var
ekki ákveðið. — Þessum ákvæðum laganna um
hámark styrkveitinga hefir ekki verið fylgt.
Hins vegar hafa aldrei verið veittar hærri upp-
hæðir úr sjóðnum í þessu skyni á ári, en mælt
er fyrir í lögunum, þ. e. 3 þús. kr.
Verðlaun hafa aldrei verið veitt úr sjóðnum,
en styrkir af einhverju tagi öll árin, nema 1910,
1911 og 1916. Árið 1916 má þó telja að sams-
konar styrkur hafi verið veittur og árin á und-
an og eftir. Á þessum árum var aðeins veittur
styrkur til tímaritsins „Ægir“, kr. 200.00 á ári,
en 1917 var styrkurinn kr. 400.00.
Alls hafa verið veittar 36.5 þús. kr. í styrki
úr sjóðnum. Styrkveitingarnar hafa aðallega
verið þrennskonar: 1. Styrkur til útgáfu tíma-
rits, 2. ferðastyrkir og 3. námsstyrkir.
IJtgáfustyrkur. Tímaritið Ægir hefir notið
styrks úr Fiskveiðasjóði öll árin, nema 1910 og
1911. Á árunum 1913—’21, 1915 og 1934—'41
voru engir aðrir styrkir veittir úr sjóðnum. Alls
hefir tímaritið fengið 15.6 þús. kr. styrk úr
sjóðnum, og hefir hann numið eftirfarandi upp-
hæðum á ári:
1907—’09
1912—’21
1922—’24
1925—’'30
1931—’41
kr. 200.00
— 200.00
— 500.00
— 1000.00
— 500.00
Ferða- og námsstyrkir hafa verið, sem hér
segir:
Styrkir veittir mönnum til:
Að sækja mótorsýningu í Bergen
1907 ........................ kr. 1100.00
Að kynnast snurrivoðarveiðum
1907 ......................... — 200.00
Að sækja fiskveiðasýningu í
Þrándheimi 1908 ............... — 2000.00
V1 KIN G U R
11