Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 14
Guðmundur Þórðarson frá Jónsseli: 1 ÞORPIMU Við gluggann sat og horfði út á hafið, húsfreyjan í litla timburbænum, nú var það allt gliti og geislum vafið, gjálfraði alda í hægum vestanblænum. Og bóndinn reri á beztu fiskislóðir. Bráðum mundi hann aftur koma að landi. Og hásetarnir hressilegir, rjóðir, hampa sínu gulli, þorski á bandi. Og börnin voru öll að fara á fætur. Fengu svo að hlaupa o’ná planið. Þau eldri höfðu á þeim yngri gætur, ckki var nú lítið á þeim spanið. Og báturinn við bryggjuna var festur, börnin fengu að kom’a og skoða fiskinn. Og þar var líka einn og annar gestur, allir þurftu að fá sér þorsk á diskinn. Þótt lítið þyngdust sjómannanna sjóðir, særinn beið með nýjan fisk í munninn, og þorpsins bátum röskt um Ránarslóðir róið fyrr en næst var dagur runninn. Guðmundur Þórðarsson frá Jónsseli. U VI K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.