Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 15
Júlíus Júlínusson segir Irá:
Júlíus Júlínusson gcrðist fyrstur ullru íslentlingn ship-
stjóri ú póst- og furþegushipi. Hunn hefir frú tnörgu uð
segju frú liðnum tímu og fer frúsugu huns hér ú eftir.
Ég kynntist sjónum fyrst þegar ég var inn-
an við fermingu á Akureyri. Þrettán ára gam-
all var ég á nótabátum, 5—6 smálesta, sem
voru í förum um Eyjafjörð, alla leið út að
Látrum á Látraströnd og víðar um fjörðinn.
Árið 1896 komst ég fyrst á þilskip. Það voru
enskir kútterar, sem ég var á og var ég þar
kokkur og háseti. Það voru 34 manns um borð,
svo ekki var mannskapurinn fámennur. Vertíð-
in hófst á ísafirði og var svo fiskað úti fyrir
Norðurlandi, eins og bezt gafst.
Eftir tveggja ára veru á fiskiskipum varð
ég árið 1898 háseti á skipinu Skálholt, sem var
strandferðaskip hér við land í eigu Sameinaða.
Skálholt var lítið skip, um 600 smál., og var
byggt í Noregi fyrir strandferðir þar og hét
upprunalega Vardö. Skipstjóri var Aasberg,
sem var lengi í siglingum.
Það atvikaðist einkennilega að ég komst á
Skálholt. Skipið var nýlega komið hingað til
lands og var einn hásetanna sænskur maður.
1 höfn lenti hann á „fylliríi“ og varð svo hams-
laus að hann gekk um með öxi og ætlaði að
drepa alla, sem á vegi hans urðu. Svíinn var
svo sendur heim til sín með næsta skipi, en
Laxdal kaupmaður á Akureyri, sem var af-
greiðslumaður Sameinaða, útvegaði mér pláss
Svíans.
Strandferðaskip Sameinaða á þessum tíma
hér við land voru tvö, Skálholt, sem annaðist
ferðir frá Reykjavík vestur um land til Akur-
eyrar, og Hólar, sem fór austur um land og
norður til Akureyrair. Þessi skip sigldu þó
ekki á tímabilinu nóvember til febrúar og var
því strandferðalaust á því tímabili, nema hvað
Thor E. Tulinius hafði tvö skip í förum, sem
sigldu fyrir Austurlandi til Akureyrar og sömu-
V í KIN G U R
Júlíus skipstjóri.
leiðis hafði Otto Wathne á Seyðisfirði einnig
tvö skip.
Stærri skipin, sem voru í íslandsferðum,
komu upp í febrúar til Reykjavíkur og fóru
stundum norður um til Akureyrar. Laura var
um aldamótin aðalskipið og var það eign Sam-
einaða.
Skálholt fór á fjölda hafna á leiðinni frá
Reykjavík til Akureyrar. Ferðin á milli tók
venjulega 2—3 vikur, aðra leiðina. Það var
ekki alltaf mikið, sem var sett á land í hverri
höfn, en kaupmennirnir fengu vöruslatta, sem
skila þurfti. Það var mjög erfitt víðasthvar að
koma vörum að og frá skipinu, því á allri
leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar var að-
eins ein bryggja, sem gagn var að. Var hún á
Bíldudal og hafði Th. Thorsteinsson kaupmað-
15