Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 17
af stað. Kvöldið áður gaf skipstjórinn okkur
aura til að fara á „Karneval“ og gerði það til
að hafa okkur góða. Við vorum óánægðir yfir
að fara og hefðum betur ráðið, eins og síðar
kom í ljós. Ég minnist þess að skammt frá okk-
ur lá rússnesk skonnorta, sem líka var lek og
neituðu skipsmenn að halda á haf út og sneru
við rétt fyrir utan höfnina. En við héldum á-
fram og hrepptum ofviðri í Biskayaflóa. Var
veðrið með þeim ósköpum að við bundum stýr-
ið fast í 14 sólarhringa og lágum til drifs. Það
má nærri geta að við urðum að taka til við
dælurnar. Skammt frá okkur sáum við allstórt
gufuskip farast, en við gátum ekkert gert til
bjargar. Loks komumst við til Plymouth í Eng-
landi og þar var skipið „fóðrað“, sem kallað var.
Var það gert með þeim hætti að brytjaður
hálmur var látinn í poka en gjörð í pokaopið,
sem hélt því opnu. Pokinn var síðan dreginn
undir skipið og saugst hálmurinn þá upp í rif-
urnar á byrðingnum. Auðvitað var þessi „fóðr-
un“ engin viðgerð, enda var skipið strax orðið
hriplekt, er við komum úr höfn. Er út í Norður-
sjóinn kom á leið til Kalmar lentum við í vest-
angarði og stórhríð og var ekki viðlit að við
gætum komizt fyrir Skaga. Skipstjórinn var
mikið drukkinn að vanda og Þjóðverjarnir urðu
veikir og fóru í koju. Var svo haldið skipsráð
og stakk ég upp á því að snúa aftur við til
Englands og var horfið að því ráði. Lensuðum
við alla leið til Grimsby og var farmurinn þar
losaður allur úr skipinu en það sett í dokk. —
Koparhúð var utan á byrðingnum og var hún
rifin af og borgaðist með því viðgerðin. Um
miðjan maí lögðum við aftur af stað til Kalm-
ar og komumst þangað klaklaust. Ég borgaði
skipstjóranum, þegar þangað kom, 70 kr. til að
losna af skipinu. Afdrif Elise Hoy urðu þau,
að skipið var dæmt- ósjófært og komst aldrei
úr Kalmar-höfn.
Ég var allshugar feginn að losna af þessari
gömlu manndrápsfleytu og fór til Danmerkur
aftur eftir 13 mánaða útivist. Þar fékk ég skip-
rúm sem 3. stýrimaður á skipinu Patria, sem
Köbenhavnerselskabet átti.
Um sumarið 1904 og fram á vor 1905 sigld-
um við frá Lulá í Svíþjóð til Rotterdam í Hol-
landi og Emden í Þýzkalandi með járngrýti.
Eftir 3ja mánaða veru á Patria fór ég yfir á
skipið Gallia, sem Köbenhavnerselskabet át.ti
einnig og var það skip þá statt í Amsterdam.
Fórum við þaðan til Hamborgar og tókum farm
en sigldum síðan til Wilmington á austurströnd
Ameríku og þaðan til Port Limmon, en sigld-
um svo allan veturinn milli New York og Cuba
með sykur. Um sumarið hurfum við heim og
vorum í siglingum á Eystrasalti.
Um veturinn 1905 kom einkennilegt atvik
fyrir okkur. Við áttum þá tvenn jól, en það
vildi svo til að við fórum frá Kaupmannahöfn
rétt eftir jólin áleiðis til Libau í Eystrasalts-
löndunum, en þar voru jólin haldin á rússneska
vísu 13 dögum seinna en í Danmörku eða í janú-
ar 1906. Meðan við vorum í höfn fórum við til
að hlusta á guðsþjónustu í skandinavisku kirkj-
unni í Libau, en þegar messan stóð sem hæzt
heyrðum við skot og ólæti. Óeirðir höfðu þá
brotist út í borginni og voru þær all-magnaðar.
Ekki máttum við fara út úr kirkjunni fyrr en
daginn eftir og urðum að dúsa þar alla nóttina.
Þegar við komum niður að skipmu um morgun-
inn lágu tvö lik á bryggjunni og þegar vio héld-
um úr höfn dundi skothríð á skipmu og munu
byltingamennirnir ekki hafa viljað að skip með
matvæii innanborðs færi úr höfn. Miðuðu þeir
á brúna og hafa auðsjáanlega ætlað að skjóta
skipstjóra og hafnsögumann.
Siöan fórum við enn á ný til Ameríku og
sigldum milli Mexiko og New Orieans. Flutt-
um við manillagras frá lviexiko tii New Orleans,
en fluttum til baka kýr, svín og hænsni og alls-
konar annað dót. Sá var galli á þessum ferðum,
að í Mexiko var moskito-fluga, sem ber með
sér gulu-veiki, og urðum við að vera í sóttkví
24 klst. áður en við fórum frá Mexiko og síðan
aftur í 38 stundir í mynni Missisippi áður en
við gátum komizt í höfn í New Orleans. Ann-
ars hefi ég aldrei lifað skemmtilegri siglingu
en þessa.
Missisippi er, eins og kunnugt er, eitt mesta
stórfljót heimsins. Það er kolmórautt og ískalt,
líkt og Jökulsá á Fjöllum, enda kemur fljótið
undan háum snæviþöktum fjöllum. Meðfram
ánni var á þessum tíma hálfgerður frumskóg-
ur víðasthvar og mátti sjá þar stórar hjarðir
villisvína, sem leituðu til fljótsins til að fá sér
að drekka. Svo voru með nokkru millibili þorp
og stórir búgarðar.
Ekki er hægt að hrósa skipsmönnum á Gallia
í þessari ferð. Yfirleitt var ekki hægt að fá
nema úrkastsmenn til að fara í svo langar
ferðir, enda var mannvalið slæmt. f Mexiko
fengu skipsmenn vont vín til drykkjar og misstu
stundum vitið í ölæði, og varð sérstaklega eitt
sinn út af því hættulegur árekstur.
Sumarið 1906 vorum við svo enn í ferðum
á Eystrasalti. Við fluttum frá Riga til Hollands
25 álna löng tré, sem notuð voru í húsagrunna
í Hollandi, en þar er jörð víða svo gljúp, að
reka verður slík tré niður áður en nógu trygg
undirstaða fæst til húsagerðar. Um haustið tók-
um við kol og fluttum þau til Livorno, en þaðan
fórum við með skipið tómt inn í Svartahaf allt
til Novorossisk. Alla leiðina gegnum Miðjarð-
VIKINGUR
17