Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 23
J. G. Dyer stýrimaður:
Ef.tirfdT.andi grein er telcin úr hinu
þekkta, ameríska tímariti Golliers. Lýsir
hún mæta vel hættum þeim, sem eru á
vegi skipalestanna, sem til Rússlands
fara.
Með skipalest til Rússlands
Við létum úr höfn með innsiglaðar fyrirskip-
anir um ákvörðunarstað, en farmurinn var
greinilega merktur, þannig að hver sem var
gat séð, að hann átti að fara til Rússlands;
bæði hafnarverkamennirnir og vörubílstjórarn-
ir, sem fluttu hann niður að höfninni, vissu
hvert vörurnar áttu að fara, áður en við feng-
um nasasjón af því. En okkur var nú nokkuð
sama. Við vorum nýkomnir úr ferð um Cariba-
hafið, og þar var skipið okkar skotið í kaf með
tundurskeyti kafbáts, og þrátt fyrir það, þó
okkur tælíist að sökkva kafbátnum áður en við
þurftum að yfirgefa skipið, vorum við enn fjúk-
andi reiðir. Enginn af skipshöfninni hafði áð-
ur siglt í skipalest. Við höfðurn ekki hugmynd
um hvað slíkt var.
Við sameinuðumst. stórri skipalest í höfn á
austurströndinni, og fórum næsta dag til ann-
arar hafnar, en þar lágum við í hálfan mánuð
fyrir akkerum og biðum eftir fyrirskipunum.
Loksins komu þær, og.við stefndum í norður.
I tvo daga samfleytt var svarta þoka, svo að
ekki sást út úr augunum. Maður gat tekið í
mann, sem stóð við hlið manns á þilfari, án
þess að geta séð framan í hann. Eina leiðin
til þess að halda stöðu sinni í skipalestinni, var
að gefa hinum skipunum merki með gufuflaut-
unum.
Sunnudagur rann upp heiðskír og með slétt-
um sjó. Stríðið virtist víðs fjarri. Það reyndist
h'ka svo þann dag og nóttina eftir, en á mánu-
dagsmorgun sáum við að þýzkur Dornierflug-
bátur fylgdi okkur eftir. Þessi flugbátur, eða
aðrir slíkir, héldu áfram að njósna um okkur,
þangað til við sáum strendur Rússlands, og
hélt sig alltaf svo langt undan, að byssur okkar
drógu ekki. Okkur líkaði satt að segja ekki að
hafa þenna risafugl stöðugt á eftir okkur.
Þegar skyggni er illt, fara ekki sprengjuflug-
vélarnar til árása, því þá eru þær of nærri byss-
um okkar, þegar þær koma niður úr skýja-
þykkninu. Og þar sem nokkuð var skýjað þenna
dag, komu sprengjuflugvélarnar ekki. Við vor-
um samt reiðubúnir við byssurnar. Og þær
komu, þegar skýjunum létti.
Loftvarnaskipið í miðri lestinni hafði dregið
svartan fána að hún, það þýddi, að við gætum
átt von á árásum, og við stóðum við byssurnar
og gláptum upp í loftið.
Allt í einu sáum við átta stórar Focke-Wulf
flugvjelar, sem komu fljúgandi lágt yfir sjón-
um. Þegar þær voru komnar nálægt skipalest-
inni, dreifðu þær sér í tvo flokka og svifu yfir
okkur, stöðugt hærra og hærra. Okkur fannst
flughæfni þeirra næstum ósvífin. Allt, sem við
gátum gert, var að bíða pg horfa á þessa bölv-
aða hræfugla. Við ímynduðum okkur, að naz-
istarnir héngju neðan í flugvélunum og veifuðp
sprengjum eins og kylfum.
Allt í einu gerðu flugvélarnar árás úr 10.000
feta hæð. Þær réðust fyrst á herskipin, sem
vernduðu okkur.
Fjórar sprengjur féllu nálægt skipinu okkar.
Öl! skipin í einu hittu eina flugvélina með loft-
varnaskeytum sínum, og hún hrapaði logandi í
sjóinn. Hinar héldu áfram árásinni í heila
klukkustund. Þær vörpuðu fremur litlum
sprengjum, og þótt ekkert skipið yrði fyrir
slíkri, þá skemmdust sum vegna þrýstingsins,
er sprengjur sprungu skammt frá þeim. Fimm
af þessum átta flugvélum skutum við niður.
Nóttina eftir var þykkt í lofti og snjókoma.
Við vorum enn við byssurnar og heyrðum að
verndarskipin vörpuðu djúpsprengjum, og viss-
um af því, að kafbátar voru nálægt. Seinna
fengum við að vita, að einn slíkur hefði að lík-
indum verið laskaður.
Allt í einu sáum við hvíta rák fyrir aftan
skipið. Tundurskeyti! En það fór fram hjá ckk-
ur, og líka fram hjá næsta skipi, þaut eitthvað
út í buskann. Tíu mínútum seinna varð ógur-
leg sprenging, þegar tundurskeyti hitti skip í
þriðju skiparöðinni, fyrir aftan okkur. Annað
tundurskeyti kom þegar á eftir hinu fyrsta, óg-
V I K I N G U R
23