Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 24
urlegur blossi gaus upp og skipið hvarf á auga-"* Árásirnar héldu áfram þar til klukkan hálf bragði. Það hvarf á broti úr mínútu. | ellefu um kvöldið, og komu stöðugt með klukku- Svo vorum við látnir í friði, þangað til upp stundar millibili, og voru svo stundvísar, að úr hádegi næsta dag. Þá réðust steypiflugvél-1;1 við gátum alveg sagt okkur sjálfir, að nú kæmi ar á okkur. En sprengjur þeirra fóru í sjóinn. Um kvöldið réðust nokkrar Focke-Wulf flug- vélar á skipalestina, en voru hraktar á flótta. Ágætis árásarveðnr. Klukkan hálf tíu næsta morgun réðust fimm tundurskeytaflugvélar á skipalestina, ásamt átta sprengjuflugvélum. Stóð sú viðureign um 20 mínútur og uppfi'á því linnti árásunum ekki. Loftvarnaskothríðin var hörð, og hélt flugvél- unum í hæfilegri fjarlægð. En nú var bjart all- an sólarhringinn, við vorum komnir í ríki mið- nætursólarinnar, og hægt var að halda uppi á- rásum allan sólarhringinn. Þetta var líka ágæt- is árásarveður, kalt og bjart. Nokkrar sprengjur hittu tvö skip með ógur- legum gný. Skipshafnirnar komust í bátana, en sumir urðu að synda í ísköldum sjónum. Eftir að hafa brunnið um stund, sprakk annað skip- ið í loft upp, og við sprenginguna kastaðist skip- ið í loft upp í tveim hlutum. Fjórar sprengjur komu í sjóinn skammt frá skipi okkar, á stjórnborða, og stórir vatns- strókar gusu upp. Skipið lék á þræði. Við fór- um strax að setja dælurnar af stað, til þess að ganga úr skugga um, hvort leki hefði komið að skipinu, en svo var ekki. Nálægt okkur hitti sprengja skip, og reykj- armökkurinn bar við himinn. Skipsh.fnin flýtti sér að yfirgefa skipið, en þá hitti önnur sprengja það, og það sökk þegar í stað. Brak úr því þeyttist hátt í loft upp. Sprengjur hittu líka annað skip, sem kvikn- aði í, varð stjórnlaust og drógst aftur úr lest- inni. Því næst komu sprengjur niður á fram- þilfar eins af rússnesku skipunum í 'Jestinni. Skytturnar, sem þar voru, féllu og byssurnar eyðilögðust. Einnig kviknaði í olugeymi á fram- þilfarinu. Skipshöfn þessa skips setti met í hugrekki og dug. Hún barðist við eldinn við erfiðustu aðstæður í því nær tvo daga, hélt stöðu sinni í skipalestinni, og lánaðist að lokum að slökkva eldinn. Allir þeir af skipshöfninni, sem eftir lifðu, fengu Leninorðuna, þegar þeir komu til Murmansk. Ég sá þrjár þýzkar flugvélar hrapa logandi í sjóinn. Þær voru of lágt til þess að flugmönn- unum tækist að varpa sér úr þeim. Stöðugt réðust sprengjuflugvélarnar á okkur, þær not- uðu líka vélbyssur sínar í árásunum. Þegar við komum til Murmansk, fundum við mörg göt eftir vélbyssukúlur í þilfarinu. 24 næsti hópur, þegar fór að líða að því að klukku- stund væri liðin, frá því að hinn hætti árásinni. Þegar þær höfðu varpað sprengjunum, sneru þær heimleiðis, til flugvalla sinna í Noregi. Ekki batnaði eftir því sem leið á ferðina. Herskipin, sem með okkur voru, það er að segja beitiskipin, þurftu um hríð að sinna öðrum störfum, en að gæta okkar fyrir flugvélunum. Við vorum eins og í sjálfu víti. Allt í kringum okkur voru sökkvandi skip, og skip í björtu báli. Skip sprungu í tætlur, þegar kviknaði í skotfærum, sem þau höfðu meðferðis, og dynk- irnir voru hræðilegir. Á margra mílna svæði umhverfis, var sjórinn þakinn af skipbrots- mönnum, sem voru að basla á bátum og flek- um, eða þá á sundi í olíumenguðum, ísköldum sjónum. Ég gleymi aldrei þeirri sýn. Fylgdar- skipin brunuðu til og frá, til þess að bjarga þeim sem hægt var. Við höfðum verið við byssurnar í 18 klukku- stundir án hvíldar,og þá um kvöldið vorum við uppiskroppa með skotfæri. Flest hinna flutn- ingaskipanna höfðu líka eytt sínu síðasta skot- hylki, og áhafnirnar voru dauðuppgefnar. Við vorum farnir að verða æði vonlitlir, þegar skip- stjórinn á skipinu fyrir aftan okkur bauðst til að taka skotfæri handa okkur úr farmi skipsins. Hersnekkja kom með þessi skotfæri til okkar um miðnætti. Um svipað leyti hættu árásirnar í það sinn, og við fórum að búa okkur til að hvílast. Við sváfum alltaf alklæddir. Ég settist að borði, en það er í fyrsta skipti á æfinni, sem ég hefi ekki getað smakkað matarbita. Hugsun- in um næstu árás og um það, hvaða skipi yrði sökkt næst, hafði ekki farið vel með taugarnar, en nóttin leið, án þess að fleira bæri til tíðinda. ^íöitngar úrásir. Morguninn eftir gerði hópur sprengj uflug- véla árás, en var hrakinn á burtu með skothríð úr hverri einustu byssu á allri skipalestinni. Um kvöldið kom ein flugvél og varpaði sprengju, sem kom í sjóinn rétt hjá skipinu okkar. Við það kom mikill leki að því. Næstu þrjá daga voru gerðar árásir á okkur í hvert skipti sem veður var sæmilega bjart. í hvert sinn er sólin brauzt gegnum skýin, komu þýzkar flugvélar. En til allrar hamingju misst- um við ekki nema þrjú skip, það sem eftir var leiðarinnar. Þegar við fórum að nálgast höfn, höfðum við verið svo lengi við byssurnar, án þess að nærast á öðru en kaffi og vindlingum, að VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.