Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 27
A HÆTTUSVÆÐMU Við lögðum af stað frá Reykjavík að kvöldi þess 11. marz. Veður var leiðinlegt NA 8—9 stiga vindur. Eins og vanalega var stjórnborðs- bátur látinn hanga í bátauglunum, en bakborðs- Bakborðsbátuiinn liggur inni á bátadekki stjórnborðs- megin; veðrið orðið gott. bátur var látinn sitja í stólunum, en uglurnar settar út til þess að báturinn flyti frekar upp, en ekki var báturinn leystur. Einnig höfðum við á fordekkinu björgunarfleka, sem var mjög vel útbúinn. Flekinn stóð á fremsta lestaropinu fyr- ir aftan mastur, og voru fiskiplankar undir honum til hliðar. við lestaropið. Togvírarnir voru hafðir utan um flekann til þess að halda honum föstum. Hinn 12. marz um kl. 4*4 f. h. vorum við hjá Reykjanesi, og var stefna sett þaðan fyrir utan Geirfuglasker. — Ruddaveður var, NA 8 stiga vindur, en um hádegi var vindurinn genginn í SA með 9—10 stiga magni, og ó- þverra sjólagi, en ferðinni var haldið áfram með % ferð. Kl. 8 e. h. kom ólag á stýrishúsið og braut einn glugga, en af því stýrishúsið er brynvarið þá brotnuðu ekki fleiri. Eftir þetta var haldið upp í vind og sjó með hægri ferð. Kl. um 11 e. h. losnaði björgunarflekinn úr vír- unum og hvolfdist yfir á stb.síðu, þar lenti hann á fiskikassapolla, skekkti pollann í dekk- inu, og dinglaði svo til og frá eftir því sem skip- VÍKINGUR ið valt og sjór kom á hann. Ekki var nokkurt viðlit að gera tilraun til þess að binda flekann, því fordekkið var alltaf borðstokkafullt af sjó. í þessu umróti brotnaði dekkið undir pollanum, og kom smávegis leki í afturlestina. Hinn 13. marz var allan daginn haldið upp í vind og sjó með hægri ferð, vindstaða var SA og A með 10—11 stiga vindi og 12 stiga sjólagi. Kl. 10 f. h. reið sjór yfir skipið, sem sleit bb. bátinn lausan, báturinn hentist þvert, yfir báta- dekkið og hafnaði á hvolfi innan til við stb.- bátauglurnar, en brotnaði mjög lítið. Einnig fylltist stb.-báturinn af sjó og bognuðu báðar uglurnar, sérstaklega sú fremri. Flekinn fór veg allrar veraldar, en verst þótti okkur að ná ekki loftskeytastöðinni úr honum. Einhver stakk upp á því, að ekkert hefði verið á móti því að hafa hræðslupeninga-þingmanninn um borð, til þess að setja á flekann um leið og hann fór. Hinn 14. marz rann upp með sömu ólátunum. I nótt misstum við vegmælislínuna, en svo ó- heppilega vildi til, að varalínurnar höfðu verið Nærmynd af bátnum á hvolfi. teknar í land í misgripum. Við stungum saman 2 kastlínur, sem voru til samans 32 faðmar, og notuðum þær alla leið, og sýndi vegmælirinn alveg rétt. Kl. 4 f. h. var gerð tilraun til þess að halda SSA með 14 ferð, en við gáfumst fljótt 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.