Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 29
UM LAXINN Á sumrin og fram eftir haustinu leitar laxinn úr sjónum og leggur leið sína upp eftir ánum, þar til hann finnur nægilega lygnt vatn til að hrygna í. Þar gerir kvenfiskurinn (hrygnan) holu í árbotninn og hrygnir þar þúsundum hrogna með miklum erfiðismunum. Karlfiskur- inn (hængurinn) syndir svo yfir hrognin og frjóvgar þau. Næsta verk kvenfisksins er það, að hann ýtir sandi eða möl gætilega yfir hrognin. Yfir veturinn liggja hrognin á árbotninum, og með vorinu myndast líf í þeim. Meðfylgjandi myndir, sem teknar eru í klak- stöð í Nova Scotia, sýna þróun þá sem nú á sér stað í trillionum laxahrogna, er liggja í þús- undum vatnspolla nær og fjær. Nálega % hrognanna klekjast út, en stór liluti seiðanna, sem úr þeim koma, ná ekki þroska- aldri, en týna lífinu á ýmsan hátt. í eitt eða tvö ár halda laxaseiðin sig í ánum, en leggja síðan leið sína, einkum á vorin, til sjávar. * Eftir 4—7 ár í sjónum leitar laxinn, sem nú er orðinn fullvaxinn, upp í árnar aftur til þess að hrygna. Talið er að Kyrrahafs-laxinn deyi að hrygn- ingunni lokinni. Hinsvegar nær Atlantshafslax- inn því að hrygna 2—4 sinnum á ævinni. (Eftir ,,Life“). SKÝRINGAR Á MYNDUNUM: 1. Laxahrogn, stækkuð 4 sinnum. þau ljósleitu eru að deyja. 2. Ljósi þráðurinn í lirogninu cr myndun hins liöf- uðstóra seiðis. 3. I-Iöfuð og augu verða sýnileg. 4. Seiðið sprengir að lokum hrognið mcð hrcyfing- um sínum. 5. Seiðið kemur út úr hrogninu aftur á bak og hangir kviðpokinn við það.' G. Seiðið lítur hið sprengda hrogn i síðasta sinn. 7. Vikum saman liggur seiðið ú liliðinni og nærist ú kviðpokanum. 8. Kviðpokinn er nú nálega tæmdur og seiðið fcr að taka næringu um munninn. !). Seiðið er húið að fá fulla lögun og verður uð hjargast á eigin spýtur. pegar það er tveggja mánaða fer lireistrið að myndast. V I K I N G U E 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.