Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 34
að snúast með feykigný og gusuðu vatninu upp í loft og yfir skipið, en það tók á rás upp eftir fljótinu, kváðu við fagnaðaróp frá mann- fjöldanum. En farmennirnir á fljótabátunum, sem mættu þessu ferlíki og sáu það brjóta lög náttúrunnar, fórnuðu höndum til himins og hugðu hér um vélabrögð hins vonda að ræða. En ferð þessi varð upphaf reglulegra gufu- skipaferða. 5 árum síðar voru 50 gufuskip í förum í Ameríku. Gufuskipaferðir hófust nú og í öðrum lönd- um, en fólk var þó heldur tregt til þess að ferð- ast með þessum farartækjum. Það treysti þeim ekki, og stundum kom það fyrir, að gufukatl- arnir sprungu, og jók það mjög á ótta manna. Þá var fundið upp á því, að farþegarnir væru í sérstökum bátum, sem gufuskipið drægi, og voru þeir þá öruggir fyrir sprengingum og lausir við hristinginn og hávaðann á skipinu sjálfu. Og lengi vel fóru gufuskipin einungis um ár og vötn, en hættu sér ekki á haf út. Svo var það 1816, að fyrsta gufuskipið sigldi frá Englandi til Frakklands, og vakti það ó- hemju athygli. Það var níu daga á leiðinni frá London til le Havre og lenti í miklum ævin- týrum. 1819 fór svo fyrsta gufuskipið yfir Atlans- haf. Það var skipið „Savannah", sem hafði gufuvél og hliðarhjól, en einnig segl. Og það urðu seglin, sem björguðu skipinu, þegar til kastanna kom. Ferðin frá New York til Liver- pool tók 25 daga, en gufuvélin hafði ekki verið notuð nema í 80 klukkustundir. Þá var kola- forðinn þrotinn, og þá var ekki um annað að gera en að grípa til seglanna. Ýmsir álitu þetta sönnun þess, sem þá var almennt talið, að gufu- skipin gætu ekki annazt langferðir, þótt þau gætu verið góð til styttri ferða. Seglskipin hlytu áfram að annast siglingar á hinum löngu leiðum. Nú liðu nokkur ár, og ekkert markvert bar til tíðinda í þessum efnum. En 1838 fóru hvorki meira né minna en 4 gufuskip yfir Atlanshaf. Hið þekktasta þeirra, „Great Western", fór vestur' um haf frá Englandi á 15 dögum og heim á 16 dögum, og var þetta skip síðan reglu- lega í förum milli heimsálfanna. Fram til þessa tíma voru öll gufuskipin hjóla- skip. En þá fyrst varð samkeppni gufuskip- anna seglskipunum verulega hættuleg, er farið var að knýja þau áfram með skrúfu í stað hjóla, en fyrsta nothæfa skrúfuskipið, Archi- medes, var byggt í Englandi 1838. Til 1840 voru næstum öll hafskip smíðuð úr tré. 1817 hafði fyrsta járnskipið, Vulkan, verið smíðað, en það var ekki gufuskip. Fyrsta stóra gufuskipinu úr járni, „Great Britain“, var hleypt af stokkunum 1843. En ýmsir litu það hornauga að smíða skip úr járni, og allt til 1860 bannaði enska stjórnin póstflutninga með járnskipum, og það var þá fyrst eða 1860, að Cunard-félagið tók að smíða járnskip. Eftir 1875 var stál fyrst og fremst notað til skipa- smíða. Árið 1884 var þýðingarmikið fyrir sögu sigl- inganna, því að þá var fyrsta nothæfa gufu- túrbínan smíðuð. Það leið þó nokkur tími þangað til hún hlyti viðurkenningu, og í raun- inni varð það ekki fyrr en um aldamótin. En það olli jafnan nokkrum vandræðum, hversu kolafrek gufuskipin eru. Kolin eru rúm- frek og það tók langan tíma að birgja skipið. Þá var einnig tekið að knýja skip með olíu, hún er ekki nándar nærri eins rúmfrek og það tekur miklu minni tíma að birgja skipið. Þótt gufuskipið hefði sigrað seglskipið, kom nú til sögunnar ný skipstegund, sem tók að keppa við gufuskipið. í febrúar 1912 sigldi skrítið skip upp eftir Thames til London. Það var hvorki seglskip né gufuskip, — hafði hvorki segl né reykháf. Það var „Selandia", eitt fyrsta stóra vélskipið, byggt af Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn, og vakti það geysimikla at- hygli. Meðal enskra valdamanna, sem komu til þess að skoða skipið, var Winston Churchill, sem þá var flotamálaráðherra, og sagði hann m. a.: „Við höfum lengi getað lært mikið af landbúnaði Dana, en mér er það óneitanlega nokkurt undrunarefni, að við skulum nú líka eiga að fara að læra af Dönum á sviði siglinga- mála“. „Selandia“ var að vísu ekki fyrsta vélskipið. Áður höfðu verið byggðir vélbátar og lítil vél- skip. En 1911 var byrjað á smíði margra vél- skipa viðsvegar um heim, meðal annars hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn, og varð skipi þeirra, „Selandia“, lokið fyrst. Gamla sprengivélin var ekki hsef eða hentug til þess að knýja skip. En svo gerði þýzki upp- finningamaðurinn Rudolf Diesel á henni end- urbót sína og fann upp vélina, sem við hann er kennd, Diesel-vélina, og það var þessi uppfinn- ing hans, sem mestu olli um það, að hinn nýi keppinautur gufuskipsins kom til sögunnar. Um bað verður engu spáð, hvernig þeirri keppni kann að lykta. 34 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.