Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Side 35
FRÁ KEFLAVfK Vertíðin í Keflavík hefst um nýár og upp úr áramótum. Þaðan róa frá 20—30 bátar frá 16 —40 smálestir, mikill meirihluti er þó frá 20 Hluti af flotanum í höfn í Keflavík. —30 smál. Á hverri nóttu þegar gefur leggur flotinn af stað. Veðráttan er mjög misjöfn. Þó lagt sé af stað í góðu veðri er stundum komið aftakaveður þegar á að fara að draga, og svo líka hitt, að ekki er látið hamla þó aldan blási og oft hráslagalegt að leggja af stað, en svo Á leið út á fiskimiðin. má illu venjast að gott þyki. En mörgum þeim, er ekki þekkja til, myndi hrísa hugur við að leggja upp í slíkar ferðir undir hinum strang- ari tilfellum. Þegar róið er, leggja menn kapp á að vera tilbúnir fyrir róðratíma og raða sér þá út á línuna, sem kallað, er og bíða eftir „blússinu“, sem gefið er með götuljósum bæj- arins. Um leið og það er geíið leggur allur flot- inn af stað með fullri ferð. Er oft þröng mikil út með Skaganum. Ér næsta skrautleg sjón að sjá allan flotann ljósum skrýddan. Það væri helzt hægt að láta sér detta í hug skínandi borg, eða eitthvað annað sem líkara er ævintýri en veruleika. Línan dregin inn. Þegar kemur út fyrir Skaga dreifa bátarnir sér á miðin, eftir því sem hverjum þykir fiski- legast. Þeir, sem eru á gangtregari bátunum, verða þó stundum að bíta í það súra epli, að fara þangað sem kringumstæðurnar neyða þá til, því allt er betra en lóðarþvargið. Þegar á miðin er komið byrjar lagningin. Línan er venjulega 24 balar fyrst á vertíðinni, en svo er smábætt við, eftir því sem daginn lengir og allt upp í 36. Að lagningu vinnur oftastnær öll skipshöfnin, sem venjulega er fimm menn. Skip- stjóri stýrir, en hinir vinna á dekki, einn kast- ar færunum, tveir eru við rennuna og fjórði V 1 K I N G U II

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.