Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Síða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Síða 38
fram. Ög allan þenna tíma sigldi togarinn Jón Ólafsson á hættusvæðinu samhliða öðrum ís- lenzkum skipum smáum og stórum og fór því fleiri ferðir sem hann var hraðskreiðari, þurfti minni viðgerða við og var skjótari að fá aflann. En þar kom, að ekki mátti sköpum renna. Jón Ólafsson var eign H.f. Alliance, sem er eitt af aðal-atvinnufyrirtækjum landsins. Fyr- irtæki, er alltaf hefir goldið öllum sitt í blíðu og stríðu, og ávallt hefir verið trútt þeirri hugsjón, sem var bundin við það í upphafi, að efla og auka fiskveiðar landsmanna. Þó hefir þetta félag orðið fyrir meira og átakanlegra skipatjóni en nokkurt annað félag íslenzkt. Gamla Skúla fógeta missti það á tundurdufli í fyrri heimsstyrjöld. Jón forseti og Skúli fógeti annar brotnuðu báðir sinn hvorum megin við Reykjanes við átakanlegt manntjón. Togarinn Ólafur fórst með allri áhöfn í ofviðri á Halan- um. Hannes ráðherra strandaði, en menn björg- uðust, og nú hefir Jón Ólafsson týnzt með 13 manna áhöfn, af hernaðarvöldum. Þannig hefir félagið orðið að horfa á eftir sex beztu skipum sínum á tiltölulega fáum árum, og miklum hópi sinna vöskustu manna. Þegar vér vörpum skini endurminningarinn- arinnar yfir hinar fríðu fylkingar manna, sem eru horfnir, sjáum vér í hópnum marga sem vér þekktum svo vel; menn, sem vér höfðum lært að meta og þykja vænt um. Meðal skipanna könnumst vér við mörg er hafa fært þjóðinni brautargengi, og sem afkoma svo margra var bundin við. Slík töp sem þessi eru meiri en orð fá túlkað, og væri betur ef vér gætum eitthvað af þeim lært. þannig að upp af þeim sprytti eitthvað, er gerði þjóðina samstilltari og færari að mæta framtíðinni. Þegar maður íhugar þessar miklu fórnii- hljótum vér að finna sárt til þess, hve lítið vér höfum látið koma á móti. Með dýrtíðinni í land- inu bregðum vér jafnvel fótum fyrir ekkjurnar og munaðarleysingjana. Líftrygging sjómann- anna, sem í byrjun ófriðarins nægði til að fram- fleyta meðalstórri fjölskyldu í fimm ár, dugar nú tæpast tvö’ár þótt hún hafi verið tvöfölduð að upphæð frá því sem var í upphafi. Þótt vér getum lítil áhrif haft á endalok þess- arar hræðilegu styrjaldar, langar oss þó að sjá skíma fyrir þeirri dagrenning, sem allir óska heitt að komi eftir blóðbaðið. Og það er verst, að enn sér engan vott þess að mennirnir ætli að sjá að sér, að þeir séu ákveðnir að styðja og umbera hvern annan. En það yrði hræðilegt, ef allar þessar fórnir hefðu verið færðar í algjöru tilgangsleysi. Henry Hálfdansson. Guöm. H. Odclsson: Öldurót Öldurnar eru nú aðeins farnar að lægja eftir kosningahríðina, það er farið að skíma fyrir dægurmálunum og menn eru farnir að gefa því gaum að mörg þjóðþrifamáln hafa gengið undir í storminum, en hefir þó skotið upp aftur. Það er í sjálfu sér mjög sjerkennilegt og ein- kennandi fyrir skapferli og hugsun okkar Is- lendinga nú á þessum þrengingar og örlagatím- um, er heimurinn logar í heift og hatri, að við skulum ekki hafa komist hjá því að heyja inn- anlandsstyrjöld, þó óumf lýj anlegar ástæður liggi til þess að við höfum ekki getað umflúið að verða þátttakendur í styrjöldinni út á við. Menn hafa ekki haft manndóm til þess að taka málin réttum tökum til heilla fyrir al- þjóð, vegna hi'æðslunnar við kjósendafylgið. — Meinsemdin getur eflaust að sumu leyti fundist í orðum ýmsra manna er ábyrgðarstöð- um gegna innan þjóðfélagsins. Þeir segja bein- línis að hið virðulega Alþingi Islendinga sé ekki til annars en að ganga frá málunum, annars sé afstaða til allra þjóðmála, er einhverju skifta, tekin á flokksfundum. Það þýðir það að atkvæðisréttur þingmanns- ins á þingi er bundinn því atkvæði, sem ofan á verður við atkvæðagreiðsluna á flokksfundum, samanber Sigurð Kristjánsson þegar hann greiddi atkvæði eftir sannfæringu sinni móti gerðardóminum. Seinna kom það fram að þessi fífldirfska Sigurðar átti að kosta hann þing- mennsku! Einstakir þingmenn hafa tekið sér það fyrir að ala á úlfúð milli sjávar og sveita og skapað þannig misklíð, sem alls ekki á að vera til. Það má víða taka plástrana af kaununum, en til þess er ekki rúm hér að sinní. En skipstjórnarmenn, eins og málum er komið í okkar þjóðfélagi, er fyllsta ástæða til að við opnum dagdókina og athugum hvert stefnir. Við vitum að á vissum tímum er ekki erfitt að leggja fram loforð um eitt og annað, sem til farnaðar er okkar hugðarmálum, en því miður eru efndirnar ekki eftir því. — Sjó- maðurinn er í eðli sínu raunveruleikans maður, hann mótast af raunhæfni í baráttu sinni við ægir, því þar þýðir ekkert að ætla sér að fara í feluleik við staðreyndir og reynslu þá, er hann hefir skapað sér í lífsbaráttunni. Sjómenn eru yfirleitt ópólitískir menn, enda V 1 K T N G II1!

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.