Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 44
Ugleíka þeirra manna, er ráðnir höfðu verið
til að stjórna.
Þá kom nú blessuð síldarverksmiðjustjórnin
í almætti sínu fram á sjónarsviðið, hún hent-
ist í bílum um landið og í flugvél yfir það,
reiknaði og mældi, samdi og sagði, hér skal 10
þúsund mála verksmiðja, hér 15, hér 5 o. s. frv.
Svo skrifar sá, sem fljótastur var, í blöðin og
segir: Það þarf að byggja 15 þúsund mála
síldarverksmiðju, en það var nú ekki lengi
verið að „klukka“ hann úr leik. Það kom ann-
ar, sem ætlaði að gera betur fyrir okkur sjó-
mennina. Hann sagði: Það þarf ekki að byggj a
5 þúsund mála verksmiðju, ekki 10, ekki fimm-
tán eins og sá óvísi sagði, heldur hundrað þús-
und mála verksmiðju, og hann „klukkaði“ eng-
inn úr leik.
Já, mikið er allt á mér, sagði stelpan.
Við sjómenn viljum hvorki 5, 10, 15 né 100
þúsund mála verksmiðju með því stjórnleysi
og steinaldarfyrirkomulagi sem einkennt hefir
Síldarverksmiðjur ríkisins síðustu árin. Af svo-
leiðis höfum við fengið nóg.
Við viljum heldur ekki síldarverksmiðjur,
sem verða til aðeins á pappírnum, þegar mestu
reiðileysisöldurnar skella yfir, og gerðar eru að-
eins til að dreifa hugum okkar frá raunveruleik-
anum.
En við viljum annað.
Við erum reiðubúnir að styðja þann og þá
menn, með ráð og dáð, sem beita sér fyrir bygg-
ingu nýtízku verksmiðja, sem stjórnað er af
skilningi á aðstæðum okkar og samvinnu og
velvild til okkar og annara manna, sem hags-
muna hafa þar að gæta.
Ég verð að segja það sem mína skoðun, að
á íslandi verða aldrei byggðar það margar
verksmiðjur, að þær fullnægi íslenzka skipaflot-
anum í stærstu veiðihrotunum, enda væri slíkt
vitleysa, þar sem um jafn stopulan veiðiskap er
að ræða og síldveiðar.
Enda þótt stór bót sé að fjölgun nýtízku verk-
smiðja þá verður þó að vera takmark fyrir,
hversu halda skal langt í þvi efni!
Ég skil ekki, að nokkurntíma fáist úr þess-
um vanda ráðið, ef ekki finnast einhver ráð
til að geyma síldina óskemmda í stórum stíl
um lengri tíma, svo þær verksmiðjur, sem starf-
andi eru, gætu haft nóg að gera meiri hluta
ársins, að afloknum stórum síldarsumrum.
Þegar ég hefi heyrt menn segja: Nú verður
ekki löndunarstopp í sumar, nú eru svo fá skip,
þá hefir mér dottið í hug, hvort þessir menn
hafi gert sér grein fyrir því, að aðeins þrjú
skip, sem bera frá 12 hundruð til 2000 mál
hvert, geta auðveldlega fullnægt 5000 mála verk-
smiðju og það um lengri tíma, ef svo ber undir.
44
Raufarhafnar-
verksmiðjan nýja
Hr. Henry Hálfdánarson, lofskeytamaður á
e.s. Súðinni, skrifar grein í Sjómannablaðið
Víking 7.—8. tbl. 1942, þar sem hann telur
upp margt af því slúðri, sem gengið hefir um
Raufarhafnarverksmiðjuna frá því hún var
byggð.
Loftskeytamaðurinn telur, að sagað hafi ver-
ið ofan af pressunum, og að gleymzt hafi að
ætla pláss í verksmiðjunni fyrir þurrkarana
sem eru stærstu vélarnar í verksmiðjunni.
Það er álíka mikið vit í þessu, eins og ef
Nýja síldarverksmiðjan á Raufarhöfn.
Frá vinstri: Yzt sést löndunarkraninn, þá mjöl-
geymsluhúsið og hliðin á 32.000 mál síldarþró.
ég segði, að sagað hefði verið ofan af loft-
skeytatækinu í Súðinni, til þess að hægt væri
að koma því þar fyrir. Loftskeytatæki Henrys
Hálfdánarsonar mundi, eftir að búið væri að
saga ofan af því, vera til álíka mikils gagns
og pressurnar á Raufarhöfn, eftir að búið væri
að saga ofan af þeim.
Sagan um, að gleymzt hafi að ætla þurrk-
urum rúm, mun stafa af því, að byggð var
skúrbygging við verksmiðjuhúsið endilangt fyr-
ir annan þurrkarann, til þess að verksmiðju-
Auðvitað ekki með því að tína síldina upp í
hjólbörum og keyra hana fleiri kílómetra, held-
ur með löndun í einum einföldum krana; stjórn-
að af eimím manni.
Akranesi, 10. október.
V í K I N G U R