Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Qupperneq 46
Raufarhafnarverksmiðjan Ritstjóri „Víkings“ hefir góðfúslega sýnt mér grein hr. Jóns Gunnarssonar, sem birtist hér á undan. Það hlýtur alltaf að verða vel þegið, að framkvæmdarstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, reyni að gera sem bezta grein fyrir öllu varðandi Síldarverksmiðjur ríkisins, þar sem það virðist mega rekja óánægjuna útaf síldarverksmiðjunum til oflítillrar samvinnu við sjómenn og útgerðarmenn, sem eru aðalvið- skiftavinir verksmiðjanna. Hinsvegar á ég bágt með að skilja að hártogun hr. Jóns Gunnars- sonar útaf pressunum „ sem sagað var ofan af“, verði til að sannfæra menn um að aðfinnsl- urnar séu á engum rökum byggðar. Enginn veit betur en framkvæmdastjóri sjálf- ur, að það varð að lækka „slammsíu-trektina“ til hún kæmist fyrir undir hinu alltof lága þaki. Það breytir því minnstu, hvort sagt sé að sagað hafi verið ofan af pressunum, eða ein- hverjum trektum, sem eru áfastar við þær. Það, að í sumar varð að hækka aðra hliðina á verksmiðjuhúsinu og reisa kvist eftir því endilöngu, sýnir betur en nokkuð annað, hvað lítil fyrirsjón hefir ve;rið með byggingu hússins. Ekki hefir svipur þess hýrnað við þessar breyt- ingar. Því þarf þessa skúra og kvista? Hvað er unnið við að dreifa vélum útum sama gólf, sem fara betur hvor yfir annari? Því þurfti að hafa þetta „sóðasund" milli vélahússins og síldarþróarinnar. Hvernig getur það verið bezta síldarþró landsins, sem er galopin og gleypir við hverri úrkomu, sem úr loftinu kemur, þeg- ar til eru aðrar þrær undir þaki og jafnvel með útbúnaði til að kæla síldina og geyma hana óskemmda. Á mörgu virðist mega sjá að hr. Jón Gunn- arsson hafi viljað og ætlað að spara, en fram- kvæmdir tekist þannig að meira hafi verið hugsað um aurana en krónurnar. Stufhúsið í Raufarhafnarverksmiðjunni er byggt úr járni, og má nú heita ónýtt eftir þrjú sumur. Á þess- um stað er hitinn svo mikill og þar framleið- ast svo miklar sýrur að allt járn hlýtur að tærast upp á skömmum tíma. 1 verksmiðj- um einstaklinganna hafa stufhúsin því verið steypt og duga í hið óendanlega. Síldariðnað- urinn er nú orðinn undirstaðan undir aðalat- vinnuvegunum í landinu, sjávarútvegi og land- búnaði, hér eiga því ekki við þau nýlendusjón- armið að hrófla upp einhverju til bráðabirgða, þótt það geti verið hagur af því rétt í svipinn. Þjóðarþrifin af þessum rekstri verða að byggj- ast á meiri og stanzlausri framleiðslu. Ég hefi enga löngun til að gera úlfalda úr mýflugu í sambandi við þessi mál, og því forð- ast að minnast á annað, en sem mér hefir fundist athugunarefni. Fyrsta lýsingin, sem ég heyrði af Raufarhafnarverksmiðjunni var: „að það væri eins og skrattinn hefði hróflað henni sam- an með öfugum klónum og síðan fleygt henni frá sér í bræði“. Þetta er auðvitað slúður. Hitt er flestum Ijóst, að húsakynni verksmiðjunnar á Raufarhöfn, eru langt frá því að vera eins fullkomin og til frambúðar eins og verkssmiðj- urnar á Djúpavík, Hjalteyri og sú sem verið er að byggja á Ingólfsfirði. Nú er eftir að vita hvað mikið hefir við þetta sparast, og er það fullkomið rannsóknarefni fyrir nefnd þá, sem verið er að tilnefna þessu og öðru til athugunar. 46 Brezkir tundurspillar á ferð í Miðjarðarhafi. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.