Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 51
Indverskt ævintýri Eina nótt, þegar tunglið skein sem glaðast yfir jörðina, sat hinn mikli vitri guð Krishna í djúpum hugsunum. Svo mælti hann: Ég hélt að maðurinn væri hin fegursta vera í heiminum, en það er ekki. Þarna sé ég lótus- blómið vagga sér í næturgolunni. Hversu langt- um fegra er það en allar lifandi verur. Ég get ekki þreytzt á að horfa á bikar þess, hvernig hann lýkst upp núna í hinum silfurbjörtu tunglskinsgeislum. Nei, það er enginn líkur því á meðal mannanna, sagði hann og stundi þung- an. Eftir litla stund hugsaði hann aftur: Hvers vegna get ég ekki skapað einhverja vemi, sem er það sama méðal mannanna, eins og lótusblómið meðal blómanna. Jú, ég vil skapa slíka veru til þess að gleðja jörðina og börn hennar. Ó, lótus, vertu lifandi kona og stattu hér frammi fyrir mér! Þá skalf vatnið, eins og þegar það titrar kring um svöluna þegar hún snertir það með vængjum sínum, nóttin varð bjartari, máninn varð fegurri, næturgalinn söng sína fegurstu tóna og allt varð aftur hljótt. Það var fullkomnað. Fyrir frarnan Krishna stóð lótusblómið í líki manrilegrar veru. Sjálfur guðinn undraðist fegurð hennar. „Þú ert blóm vatnanna“, sagði hann, ,,vertu nú blóm hugsana minna“. Og stúlkan fór að tala hvíslandi eins og hin hvítit lótusblóm tala, þegar sunnanvindurinn lcyssir þau, og sagði: „Herra, hví gerðir þú mig að lifandi veru ? Hvar býður þú mér nú að búa? Ég bið þig að minnast þess, að meðan ég var blóm titruðu blöð mín af ótta við hvern vindblæ. Ég óttaðist hið mikla regn, hina öflugu vinda, þrumurnar og eldingarnar. Þótt þú hafir boðið mér að verða að manrilegri veru, þá hefi ég þó haldið mínu Á vetrum er Siglufjörður kyrlátur bær, þak- inn mjallhvítum fannbreiðum og oft eru vetr- arkvöldin undra fögur, þegar norðurljósin varpa töfrabirtu yfir hin háu, snæviþöktu fjöll og stjörnubjartur næturhimininn er eins og glitrandi hvolfþak á traustum súlum. fyrra eðli, ég er hrædd við jörðina og allt sem á henni lifir. Hvar býður þú mér að búa?“ Krishna leit hinum alsjáandi augum sínum upp til stjarnanna. Hann spurði hana: „Viltu búa á fjöllunum?“ „Herra, þar er kalt og þar er snjórinri'. „Þá skal ég búa þér til krystalls- höll á mararbotni. Hin stóru skrimsli búa á mararbotni“. „Ég er hrædd við þau, herra“. „Viltu heldur búa á hinum óendanlegu slétt- um?“ „Ó, herra, vindar og byljir leika lausum hala á hinum óendanlegu sléttum!“ „Hvað á ég þá að gera við þig; í hellum búa hinir feimnu einsetumenn. Viltu búa í hellum langt í burtu frá glaum heimsins?“ Krishna sat á steini og studdi hönd undir kinn. Stúlkan stóð titrandi af ótta fyrir framan hann. En nú var farið að birta, og gullrium roða sló á skýin í austri og á sjóinn, og pálma- tVén og bambusskógana. Hinn bleiki hegri, hinn blái storkur og hinn hvíti svanur sungu niður við vatnið. í skóginum heyrðist söngur páfugl- anna, og hreimfagur kliður blandaðist saman við mannsröddu, eins og þegar perlur hrynja af streng. Krishna vaknaði af hugsunum sínum og sagði: „Það er skáldið Volamiki, sem er að heilsa sólaruppkomunni“. Þá opnuðu liljumar bikara sína og Volamiki sást koma á sjónum. En þegar hann sá mannblómið, hætti hann að leika. Skelin af perluskelfiskinum, sem hann hélt á, datt úr höndurn hans og sökk til botns. Hann stóð alveg grafkyrr og þegjandi eins og hirrn mikli Krishna hefði breytt honum í tré- drumb. Hinn mikli guð varð glaður þegar hann sá þessa einlægu aðdáun hans og sagði: „Vakn- aðu Volamiki, og talaðri1. Og Volamiki sagði: „Ég elska“. Hann mundi aðeins þetta eina orð. Þá brá gleðisvip yfir ásjónu Krishna og hann sagði: „Fagra mær! Ég hefi fundið stað handa þér til að búa í heiminum, stað sem þú skalt eiga — það er hjarta skáldsins“. Volamiki sagði aftur: „Ég elska“. Og hinn voldugi Krishna leiddi meyna með vilja sínum að hjarta skáldsins, sem var gagnsætt eins og krystall. Og mærin var björt eins og sumarnótt- in og hljóðlát sem Gangesfljótið, þegar það rennur hægt í farvegi sínum; hún gekk inn i V í KI N G U R 51.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.