Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Page 53
Ræða sr. Jóns Thorarensen, við minningarathöfn um shipverja á Texti þessara minningarorða minna er úr Orðskviðum Salómons 10. kap., 7. vers og hljóð- ar þannig: „Minning hins réttláta verður bless- uö“. Baráttan á hafinu er samofin sögu íslend- inga. Land vort fannst forðum vegna þess, að til voru djarfir og þróttmiklir menn, sem lögðu út á hið opna haf, þótt skip þeirra væru ófullkomin. Síðan land vort byggðist hefir á- vallt sjómennska íslendinga verið bezti vottur þess, að hér væri gróandi þjóðlíf. Á söguöld- inni var þetta augljóst, þegar forfeður vorir önnuðust sjálfir öll ferðalög yfir hafið. Allt frá dögum Gamla-sáttmála og til síðasta tugs hinnar nítjándu aldar, lá þjóð vor í sárum, hvað efnahag og framfarir snerti, því að þá lá leið íslendinga ekki út á hafið. Svo er það rétt fyrir og eftir síðustu aldamót, að hin íslenzka endur- reisn hefst. Og allt það, sem gert hefir verið mest og bezt hér á landi síðan, er beint eða ó- beint runnið frá þeim ávöxtum, sem íslenzk útgerð og íslenzk sjómannastétt hefir skapað. Allt annað er lítilf jörlegt eða jafnvel hégómi í uppbyggingu þessa lands, samanborið við það, og bliknar alveg hjá þeim grettistökum, sem íslenzkir sjómenn hafa lyft, hjá þeim auð og þeirri blessun, sem þeir fyrst og síðast hafa fært þessari þjóð. Þessvegna er íslenzk sjó- mannastjett heilög stétt í mínum augum, og það mun sannast enn betur í framtíðinni, að mesti gæfuvegurinn fyrir þessa þjóð er sá, ef hún vill hugsa um framtíð sína, að láta alltaf íslenzka sjómenn sigla á fríðum, góðum og traustum skipum, sem beri því vitni, að þjóð- inni sé ekki sama um, hvaða farkost þessir úrvals synir hennar og uppáhaldsbörn hafi á VÍKINGUR b.v. Jóni Olaíssyni sjónum. Það eru svo margar framkvæmdir í landi, sem mega frekar verða útundan, af því að þær eru bæði ómerkilegri og ónauðsynlegri. Frá mannanna sjónum er sjómennskan eitt hið göfugasta og réttlátasta starf, sem bent, verður á. Þar er ekki verið að taka frá öðrum eða vinna á annara kostnað. Þar er aðeins farið eftir orð- um frelsarans, er hann forðum mælti við Símon Pétur: „Legg þú á djúpið“, og Símon svaraði og sagði: „Meistari, eftir þínu orði vil ég leggja netin“. Og ég er viss um, að í sálum flestra sjómanna mun þessi heilaga hugsun hrærast, að samkvæmt Drottins boði og fyrirheitum leggi þeir út á sjóinn, því þaðan fái þeir þau auðæfi, sem ekki eru frá mönnum tekin, heldur af Guði gefin og af honum einum veitt;Þess vegna eru sjómennirnir í starfi sínu réttlátir þjónar, sem flytja úr hinum dularfullu djúpum Guðs miskunnar, réttláta og fríða björg á land. Og þegar heimilin íslenzku hafa fengið ástvini sína heila og hrausta heim eftir söluferð í f jar- lægu landi, þar sem þeir hafa frá öllu góðu og farsælu að segja, þá á það vel við fyrir ástvini þeirra og alla íslendinga að minnast orða biblí- unnar og segja: Eins og kalt vatn er dauðþyrst- um manni, svo er góð fregn af fjarlægu landi. En því miður eru stundum ekki þessar góðu fregnir fyrir hendi. Oft fáum vér líka fregnir um margvíslegar hættur sjófarenda, margt það sem staðfestir orðin, að milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál. Eitt hið síðasta, mesta og sárasta áfall er þjóð vora hefir hent., er það að verða að sjá á bak þeim úrvalshópi af ungum vaskleikamönn- um, er ásamt hinu nýja og fríða skipi sínu, Jóni Ólafssyni, hafa ekki komið aftur. Þetta er 03

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.