Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 56
Bændurnir drukku og gestgjafinn með þeim,
þeir urðu tungumjúkir í tali og smjöðruðu hver
fyrir öðrum, gamli kölski varð ánægjulegri á
svip og sagði: „Þegar drykkurinn hefir meiri
áhrif á þá, verða þeir allir á okkar valdi“.
Þegar þeir hafa tæmt eitt glas enn, verða þeir
eins og refir, sem dilla rófunni hver framan í
annan, enn eru þeir að leita færis til að svíkja
hver annan, og bráðum verða þeir gráðugir og
grimmir eins og úlfar.
Bændurnir drukku meir og meir. Þeir urðu
sífellt háværari og klúryrtari og í staðinn fyrir
smjaðrið, voru þeir nú farnir að skamma hver
annan, þeir hrintu og spörkuðu og gáfu hver
öðrum pústra og húsráðandinn fékk sinn hluta
svikalaust útilátinn.
„Nú líkar mér að sjá“, sagði kölski, vertu
hægur, núna eru þeir eins og úlfar, en bráðum
verða þeir eins og svín.
Enn um stund héldu bændurnir áfram að
drekka, þeir voru orðnir alveg óðir, öskruðu
og grenjuðu, án þess að þeir vissu hvað þeir
voru að æpa, þegar þeir fóru, leiddust þeir all-
ir út á gangstéttina og gestgjafinn með þeim,
en þegar út kom, hnaut hann og féll endilang-
ur niður í skarnið.
Við þessa sjón varð gamli púkinn alveg frá
sér numinn af fögnuði. „Þú hefur leyst starf
þitt af hendi með mikilli prýði“. En hvernig
hefur þú farið að því að breyta bóndanum
svona mikið, spurði hann. •— Fyrst varð hann
lævís eins og refur, síðan grimmur eins og
úlfur og seinast viðbjóðslegur eins og svín.
Það var vandalítið, anzaði litli púkinn, ég
hefi ekkert gert annað en að sjá um, að hann
eignaðist mikinn auð. Hið villta dýrseðli hafa
allir í sér, en það brýzt ekki fram á meðan þeir
þurfa að hafa daglegar áhyggjur fyrir lífsvið-
urværi sínu, og þá öfunda þeir ekki heldur ná-
ungann, þó að honum vegni vel. En naumast
hafa þeir fengið gnægtir, fyrr en óhófssemin
og ágirndin hafa gjörsamlega náð tangarhaldi
á þeim. Og þegar þeir hafa slökkt guðdómsneist-
ann í víninu, brýst dýrseðlið fi'am. Þannig mun
það verða á meðan mennirnir halda áfram að
drekka vín í óhófi, eru þeir likastir villtum dýr-
um.
Gamli púkinn hrósaði þeim litla fyrir hygg-
indin, og gaf honum ekki einungis upn allar sak-
ir, heldur tilnefndi hann sem púkaforingja, er
gengi sér næst að virðingu og tign.
Lausl. þýtt.
Skólabræður
— Sæll og blessaður Mummi minn, góði gamli
skólabróðir, hvernig hefir þú það?
— Gott, þakka þér fyrir!
— En hvað það er nú langt síðan að við gömlu
bekkjarbræðurnir höfum liitzt ....!
— Jú, svo er nú það
— pú ættir bara að vita, livei'su oít ég liugsa með
sjálfum mér: Hvernig skyldi nú Mummi liafa það ..!
— Svo já ....?
— það var þó svei mér skennntilegur tími, sem við
sátum saman á skólabekknum ....
— Við sátum nú ekki saman á bekk!
— Nei, en við erum bekkjarbræður, ekki satt!
— Jú, það erum við.
— pað er svo samrýmandi .... og tengir mánn ævi-
langt, að hafa gengið saman i skóla! Nú ert þú orð-
inn virtur og vel stæður forstjóri, nú, en mér hefir
gengið ýmislegt á móti, og lítið sótzt á brattann, nú
og þrátt fyrir það sitjum við nú hér og spjöllum sam-
an cins og góðir gamlir vinir ....
— Eg er dálítið vant við látinn, svo ef þú vildir ....
— Góði Mummi, lofaðu mér að grúska svolítið í
minningunum! Manstu til dæmis — ég man það eins
og það liefði skeð í gær —■ þegar þú, í reikningstíma
hjá porbirni ....
— Ekki kenndi þorbjörn okkur reikning!
— Var það ekki? Jæja ég blanda þá eitthvað mál-
um. En þú stóðst upp, ósmeikur, og játaðir, að það
hefði verið þú, sem teiknaðir skopmyndina af kenn-
aranum á töfluna
— pað var ekki ég!
— Nei, það varst víst ckki þú, Mummi, sem gerðir
það, en einmitt þess vegna var það svo stórbbrotið af
þér að taka á þig sökina, og koma þannig öllum
bekknum hjá því að sitja eftir í klukkutíma ....!
—■ pað var ekki ég, sem stóð upp og játtvði, það
var Pétur Jónsson, og ef nvig minnir rétt, var það
líka hann scm átti teikninguna!
— Nú, varst það ekki þú, en það gæti nú samt
hafa verið þú, því að þú varst þá þegar farinn að
mótast af liugrekki og hreinskilni ....!
— Heyrðu nú, eigum við ekki að korna okkur að
einfnu?
— Efninu .... ?
—- Já, hvað er það mikið?
— Góði Mummi, þú átt það stundum til, að ganga
svo hiklaust til verks .... en það fer þér vel, það
var jafnvel farið að bera á þessu hjá þér i skóla,
manstu til dæmis í leikfimi, þegar ....
— Hvað mikið?
— Hundrað krónur!
— Ekki til að nefna ....!
— Góði Mummi rninn, ef þú bara í þetta eina skipti
gætir lánað mér hundrað krónur, til að komast fram
úr augnabliks vandræðum ....!
— Siðast átti þessu að vera lokið!
— pað er ómögulegt, Mummi. Svona ert þú ekki!
V í K I N G U R
56: