Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Page 16
Guðmundur Sæmundsson: Milli reginhamra Hvanndala- bjargs og Olafsfjarðarmúla geng- ur örstuttur fjörður til suðvesturs inn í hálendið vestan Eyjafjarðar. Þetta er Ólafsfjörður sem á þessari öld, a.m.k. eftir 1930, hefur verið ein jafnbesta þorskveiðistöð Norðanlands. Frá alda öðli hafa Ólafsfirðing- ar sótt sjóinn. Fiskveiðarnar voru stundaðar framan af sem hjáverk og aukageta bænda, þar sem landbúnaður var aðalatvinnu- greinin í Ólafsfirði fram yfir síð- ustu aldamót. í biskupasögum segir að Lár- entíus Kálfsson, Hólabiskup hafi árið 1350 stofnað prestaspítala að Kvíabekk í Ólafsfirði, af því að „þar þætti gott til blautfisks og búðarverðar“. Þessi tilvitnun gef- ur til kynna að á þeim tíma hafi skilyrði til búsetu verið harla góð í Ólafsfirði. Hólastóll hafði snemma mikil ítök í sjávarfangi Ólafsfirðinga. Við jarðamatið árið 1712 er Stóllinn eigandi þar að þréttán jörðum og er talið æskilegt að ábúendur sjö þessara jarða greiði landsskuldina að einhverju leyti í fiski og flytji að Staðar- skemmunni í Neðra-Haganesi, í Fljótum. Árið 1712 voru talin tuttugu og eitt býli í Ólafsfirði, en athyglis- vert er að aðeins eitt þeirra, Hól- kot, er í innansveitareign. Eig- endur eru prestsekkjan á Kvía- bekk og börn hennar. Sé litið yfir þróun byggðar í Ólafsfirði frá fyrri tíð, sést fljót- lega að þar hefur oltið á ýmsu um 16 búsetu og mannfjölgun. Við manntalið árið 1703 eru íbúar Ól- afsfjarðar eða Þóroddsstaða- hrepps, eins og byggðin hét til forna, 139 talsins. Rúmlega hundrað árum síðar eða við manntalið 1811 eru íbúar sveitar- innar orðnir 208 að tölu. Tuttugu VÍKINGUR Póstkortin tvö frá Ólafsfirði sýna vélbátana á firðinum á fyrstu útgerðarárum þeirra. Annað póstkortið mun vera úr franskri seríu O.EVRES DE MER, útg. í París 1910. Og hitt kortið mun einnig vera frá svipuðum tíma.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.