Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Qupperneq 37
krónur væru í hans höndum, að
það varð að halda honum. Hann
ætlaði bæði að baka þá og merja,
já, það var enginn endir á öllu því,
sem hann ætlaði að gera þegar
hann reyndi að slíta sig lausan til
að ná sér niður á nefndinni. Þótt
honum tækist ekki að leggja
hendur á mennina þá tókst hon-
um samt að segja þeim sína
meiningu, sem var sú, að hann
óskaði þess af öllu hjarta, að sá
dagur kæmi skjótt að þetta djöfuls
nafn, sem þeir hefðu sett á bátinn,
stæði fast í kokinu á þeim.
Rúmum níu mánuðum síðar
kom Hið siglandi veldið inn á
milli Bumsatanga og Völisbrekku.
Það freyddi fyrir stafni og small í
flöggum, svo flautaði hann og lá
kyrr og vaggaði á öldunni eins og
óþolinmóður kappsiglari. Jens
Fjallatind var kominn í Færeysk-
an búning.
— Það veit Guð, sagði hann,
að konungsskipið var eins og
dallur borið saman við þetta.
Það var haldin mikil móttöku-
hátíð. Balteus gamli skreið upp úr
körinni og fleygði frá sér báðum
prikunum og kom brosandi niður
á bryggju. Þeir skelltu tveimur
glösum af sjenever í hann og hann
lá eins og skata. Hann var sá fyrsti
sem féll í valinn. Seinna kepptust
þeir við að fara að dæmi hans,
lágu eins og flugur sáldraðir um
alla byggðina og hrópuðu húrra
löngu eftir að þeir misstu rænuna.
Stórtemplarinn kom líka niður
eftir, hann hafði ekki sofið um
nóttina fyrir tannpínu, og fékk
nokkur glös til að draga úr tann-
verknum. Honum létti þegar í stað
og þakkaði kærlega fyrir sig. Út-
gerðarstjórnin hafði hvorki deilt
né reiknað með þriðjungnum
þegar þeir pöntuðu sprúttið. En
þó flöskurnar væru margar voru
ræðurnar fleiri. Það voru ekki
bara þeir fullorðnu, sem stóðu á
fætur til að fagna þessu nýja
framtaki, sem yrði byggðinni til
VÍKINGUR
gagns og blessunar, smástrákarnir
létu sitt ekki eftir liggja, þeir máttu
ekki sjá svo stein að þeir príluðu
ekki upp á hann til að segja
nokkur vel valin orð um hafsins
gylltu snekkju, peningakassann,
milljónerann og gulljötuna.
— Hvað eigum við að gera við
alla peningana hans pabba? köll-
uðu þeir.
— Við skulum kaupa okkur
kúrekabuxur, kappakstursbíl,
þrjú tonn af Andrés Önd og
hundrað þúsund tonn af rjóma-
karamellum. Þannig töluðu strák-
arnir, þeir voru saklausir og fá-
kænir og áttu bara leikfangabáta
með hvítum seglum. Auðvitað hló
fullorðna fólkið að þeim og
krossaði sig upp á að það mundi
verja byggðina fyrir stóryrðum
þeirra. Það var svo miklu skyn-
samara en strákarnir, skál fyrir
því, húrra!
Myrkrið breiddi blæju sína yfir
Krabburð. Það kviknaði á einum
olíulampanum á fætur öðrum,
rafmagnsljós sáust ekki og það var
langt í næstu kosningar. En engu
að síður Ijómaði byggðin þetta
kvöld. Hið siglandi veldið var
baðað í draumabirtu, ljósavélin
malaði alla nóttina og það gerðu
húsin einnig, út um opna glugga
bárust brot af stemmum, dynur af
dansi og húrrahróp þar til dagur
rann.
Um hádegisbilið næsta dag var
farið í skemmtisiglingu. Menn og
unglingar komu kveðandi um
borð, dálítið slæmir til gangs, ein-
hver haltraði, annar hafði fengið
glóðarauga, fleiri höfðu fengið
skrámur hér og þar, en nú var það
allt gleymt, þeir kysstu og föðm-
uðu hver annan. Tveir strákar
höfðu fengið sér sæti upp á rad-
amum, þeir sátu þarna, snerust í
hringi og skellihlógu. Radarinn
brotnaði undan þeim, en Drottinn
minn, það var nú hægt að fá gert
við hann seinna. Einar hafði
fengið sér stóran vindil, hann vissi
þetta fullvel, en samt sem áður tók
hann strákana í gegn þegar þeir
komu niður á þilfar og lokaði þá
inni í myrkum geymsluskáp.
Hvert stefndi Hið siglandi
veldið? Stefnan var klár. Til
Grasagarðs. Það var ekki til að
halda sig til og sýna sig fólki. Vit-
leysa! Grasagarður var falleg
byggð, um það varð ekki deilt,
sumum þótti þar jafnvel fallegra
en í Krabburð, en þar er ekki síður
fallegt. Hún hafði falleg fjöll,
fallegan sand, og framar öllu
öðru, laglegt kvenfólk. Tarnovíus
stóð frammi á hvalbak og sagði,
að svo hefði það verið lengi sem
hann mundi, og það væri vel þess
virði að sjá það og hafa af því
gaman. Hið siglandi veldið kom
öslandi og stefndi á fullri ferð upp
í fjöruna svo það sullaði á skjól-
borðum, en þar var engan að sjá.
Jakob bóndi klifraði upp í vantinn
og æpti Jibbíjehí og skrækti eins
og indíánahöfðinginn Chinga-
kokk.
— Þeir þora ekki að láta sjá sig,
sagði Hanna Malena.
— Þær mega ekki vera að því,
sagði Albana, þær eru að baka
franskbrauð.
Einar gerði lúður úr lófunum og
hrópaði til lands:
— Svikarar og smámenni,
verði ykkur allt að meini! Þetta
skuliði fá fyrir Pétursmessuna!
Hið siglandi veldið renndi ekki
upp í sandinn, það fór ekki á
hliðina, heldur var því stýrt af
mikilli snilld fyrir utan sker og
boða og kom aftur til Krabburðar
eftir góða ferð og lagði að bryggju.
Hátíðinni var lokið og nú var
hversdagurinn framundan, grár
og litlaus. Það voru engin húrra-
hróp fyrir honum. Balteus gamli
skreið aftur í körina og hvíldi þar
sín lúnu bein.
— Báturinn skal á hámeri,
sagði Hanna Malena, ef hann fer
ekki á hámeri þá tek ég aftur
hlutafé mitt, þið getið gert það
sem ykkur sýnist.
37