Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Qupperneq 39
hamar, sem þeir hafa suður í Höfn
hefði næstum molað Hið syngj-
andi veldið.
— Pabbi segir að hamarinn sé
fallinn, hrópaði einn með stíflað
nef og hrúður á hnjám. Pabbi
segir að báturinn komist ekki út
aftur.
— Það ætti ekki að leyfa
Hafnarmönnum að eiga svona
hamar, æpti annar.
— Hafnarmenn hafa aldrei
getað smíðað neitt.
— Þetta hlýtur að vera svaka
þungur hamar, sagði sá þriðji,
hann hlýtur að vera fleiri tonn.
— Það hlýtur að vera, kallaði
sá fjórði, þeir segja að öll brúin sé
brotin og hvalbakurinn líka.
— Hörmulegt að það skuli vera
hægt að eyðileggja svona mikið
fyrir einni byggð, sagði sá fimmti,
og ég sem var farinn að hlakka til
að fá öll Andrésblöðin.
Þetta voru ill tíðindi, samt ekki
svo slæm að ekki væri hægt að lifa
þau af. Verri voru fréttirnar, sem
bárust tveimur vikum síðar, að
Grasagarðsmenn hefðu keypt Hið
siglandi veldið.
— Nú er aðeins eitt eftir, sagði
Tarnovíus, að leggjast út af og
geispa golunni.
En eiturbikarinn var enn ekki
tæmdur. Dag nokkurn spurði
Jakob bóndi Hönnu Malenu
hvort hún vissi hvaða nafn Hið
syngjandi veldi hefði fengið.
Hanna Malena hristi höfuðið.
— Fríða! sagði Jakob bóndi
brosandi, eins og honum þætti
þetta fyndið.
— Á ég að stafa það fyrir þig,
F-R-í-Ð-A, Fríða.
Hanna Malena varð orðlaus,
það stóð allt fast í hálsinum á
henni, en Jakob bóndi hélt áfram
brosandi og stafaði þetta nýja
nafn fyrir fólkið, og sagan endur-
tók sig, menn komu ekki upp orði.
Grasagarður keypti bátinn.
Engar ræður voru fluttar þegar
hann kom þangað, enginn hróp-
VÍKINGUR
aði húrra, þeir bara átu sín
franskbrauð með góðri lyst og allt
gekk þeim í haginn.
í Krabburð var ekki hræðu að
sjá, það var eins og allir hefðu
tekið Tarnovíus á orðinu. Það var
bara rekamaðurinn Sámal Mathí-
as, sem gekk í súldinni fram með
bökkunum í leit að stóra rekan-
um, sem hann hafði löngum
Nýlokið er við smíði á nýstár-
legu fiskiskipi í Noregi, en það
hefur nýverið farið í reynsluferð.
Þetta skip er 70 feta langt og
heitir STOTTVAERINGEN og
það er blanda af línuveiðara og
nótaveiðiskipi.
Að vísu má segja sem svo, að
það sé ekki nýtt að nótaveiði og
línuveiðar séu stundaðar á sama
skipinu, en þarna er að finna ýmsar
merkilegar nýjungar og vænta
menn rnikils af þessu skipi, sem
dreymt um að fá, en aldrei fundið.
Af og til fór maður með hjólbörur
í gegnum bæinn og yfir brúna, þar
sem brotni plankinn lá og hafði
legið allt frá þeim tíma er Tarn-
ovíus vappaði um tún og engi, lít-
ill drengur með leikfangabát og
brunnar tennur.
(þýð. Jón Bjarman)
ætlað er til veiða langt frá landi.
Það voru opinberir aðilar sem
hönnuðu þetta nýja norska fiski-
skip í samvinnu við þekkta skipa-
smíðastöð í Noregi. Meðal bún-
aðar eru sjókældar fisklestar.
STOTTVAERINGEN er búið
520 hestafla Caterpillarvél.
íbúðir eru fyrir átta manna
áhöfn, og það er búið breskum og
japönskum fiskileitar- og siglinga-
tækjum.
39
Ný fiskiskipagerð
frá Noregi