Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 61
Það myndi taka nærstödd her- skip a.m.k. klukkustund að koma áhöfn Curacao til bjargar, og á þeim tíma myndu mennirnir krókna í sjónum af kulda og vos- búð. Og hann bældi niður alla til- finningasemi og Queen Mary hélt áfram ferð sinni, rétt eins og ekk- ert hefði í skorist. Mennirnir í sjónum, sumir helsærðir, máttu sjá með eigin augum, að stórskipið hélt áfram ferð sinni og gerði ekkert þeim til bjargar, og von bráðar var Drottningin horfin. Það liðu næstum tveir klukku- tímar frá því að áreksturinn varð, þar til fyrsta hjálparskipið kom á vettvang. Það voru tundurspill- arnir Bramham og Cowdray. Þeir náðu mörgum, en flestir voru þá dánir. Tveir yfirmanna af Curacao komust af. Boutwood skipherra var annar þeirra og 99 menn af skipshöfninni björguðust, og þeg- ar þeir stigu á land í Londonderry, voru eþir látnir sverja að segja ekkert frá atburðinum, og vit- neskja um hann varð ekki heyrin- kunn fyrr en þrem árum síðar, í stríðslok, þegar flotamálaráðu- neytið krafðist bóta fyrir slysið og skaðann, af eigendum Queen Mary. Við hvem var að sakast? Það er athyglisvert, að við sjó- próf komust dómendur að því að bæði skipin áttu sök á því hvernig fór. Curacao var talið eiga sök á árekstrinum að tveim þriðju hlut- um, en Queen Mary að einum þriðja hluta. Það áhrifamesta við réttarhöldin var þegar Boutwood skipherra var spurður hvað Queen Mary hafi gert eftir áreksturinn, og hann hvíslaði eftir nokkra þögn: — Hún hélt ferð sinni áfram. — Var þetta rétt að farið hjá skipstjóra Queen Mary? spurði dómarinn. — Já, ég tel að svo hafi verið, VÍKINGUR svaraði Boutwood skipherra og nafn Illingworth skipstjóra hafði þar með verið hreinsað, en hann hafði hlotið talsvert ámæli fyrir að sigla burtu af slysstaðnum. Nauðsyn brýtur lög. Nú á tím- um er það einfalt mál að segja, að hann hefði átt að reyna að koma mönnunum til bjargar, en reynsl- an í kafbátahemaðinum hafði sýnt, að skip sem námu staðar, urðu oft fyrir óvinaárás, og drottningarnar tvær Queen Mary og Queen Elizabeth sigldu öll stríðsárin milli Bretlands og Bandaríkjanna og fluttu tugþús- undir hermanna yfir hafið, og án þeirra hefðu liðsflutningar frá Bandaríkjunum verið örðugleik- um bundnir. Hinn mikli sigl- ingarhraði stórskipanna sem siglud ein síns liðs, var þeirra ör- yggi. Kafbátarnir höfðu einfald- lega ekki hraða til þess að nálgast þau og skjóta á þau tundurskeyt- um. Það er því skoðun sérfræð- inga að óhugsandi hefði verið fyrir Queen Mary að nema staðar með um það bil 2000 manns um borð, þar af um 1100 hermenn. Ný þvottavél fyrir skip Komin er á markaðinn sérstök þvottavél fyrir skip, það er að segja þann hluta þeirra sem er undir sjávarmáli. Botnhreinsun er dýr, og tekur tíma, en með vélinni er unnt að botnhreins askip, sem liggur við bryggju eða við akkeri og tekur það aðeins fáeinar klukkustundir að hreinsa stærstu skip með þessu móti. Ghreinindi og gróður draga úr hraða skipa og því þarf botn- hreinsun helst að fara fram með vissu millibili. Venjan er sú að skip eru tekin í slipp, eða þurrkví til slíkrar hreinsunar, en til þess þurfa þau yfirleitt að vera tóm. Talsverður kostnaður er því sam- fara botnhreinsun. En nú er sumsé hægt að hreinsa botn skipanna á floti. Þvottavélin vinnur með miklum vatnsþrýstingi en auk þess eru burstar sem hreinsa skipsbotninn. Þvottavélin tekur fimm feta breitt belti fyrir í einu og getur hreinsað hundruð fermetra á klukkutíma. (Sjá mynd.) Það eru fyrirtæki sem selja og framleiða þvottavélar fyrir olíu- skip (tanka) sem nú hafa sett þetta tæki á markaðinn og mun það (enn sem komið er) einkum vera ætlað stærri skipum. 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.