Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 12
Stjórn Kvenfélagsins öldunnar. Talið frá vinstri, fremri röð: Fjóla Helgadóttir, Anný Hjartardóttir formaður, Ragnheiður Jónsdóttir. Aftari röð: I)agný Gunnarsdóttir, Svanhildur Snæ- hjörnsdóttir, Halldöra Jónsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Þær eru hýrar á svipinn þessar konur í öldunni, þótt reyndar sé verið að ræða fjárfestingarmál á félagsfundi. Fremst á myndinni sitja (f.v.): Sigríður Guðmundsdóttir (fyrrv. formaður), Lovísa Ólafsdóttir og Svava Pétursdóttir en aftar Margrét Guðmunds- dóttir (t.v.) og Lilja Sigurðardóttir. Stjórn Kvenfélagsins Bylgjunnar. Sitjandi: Hlín Guðjónsdóttir formaður (t.v.) og Sæunn Gunnarsdóttir ritari. Standandi f.v.: Jónína Jóhannsdóttir gjaldkeri, Kristín Sæmunds- dóttir varagjaldkeri og Guðmunda Magnúsdóttir meðstjórnandi. Á myndina vantar Ragnhildi Jónasdóttur varaformann og Gígju Guðjónsdóttur vararitara. þrjú sumur í röð. „Þarna dvöldust konurnar með börnin og spruttu af þessu mjög skemmtileg félags- leg samskipti. Mennirnir komu og lönduðu niðri á fjörðum og við fórum þangað að hitta þá, eða þeir komu í heimsókn til okkar.“ Kvenfélagið Aldan á eitt or- lofshús í Hraunborgum í Gríms- nesi á lóð sem félaginu var gefin, og svo hefur félagið styrkt barna- heimilið sem Sjómannadagsráð rekur á Hrauni. Helsta tekjulindin til að standa undir þessum og öðrum framkvæmdum er kaffi- sala. við skólaslit Sjómannaskól- ans og svo basar einu sinni á ári. Félagsgjald er nú kr. 1000 á ári. Kvenfélagið Bylgjan var stofnað 12. febrúar 1959 og er því degi yngra en Aldan. Stofnendur voru 39 og fyrsti formaður Guðrún Sigurðardóttir. Nú eru félagar 65 og formaður félagsins er Hlín Guðjónsdóttir. í Bylgjunni eru eiginkonur loftskeytamanna og reyndar ein kona sem er loft- skeytamaður að mennt og starfi, og mættu vera fleiri. „Það er reglulega indælt og notalegt að koma svona saman, eins og við gerum einu sinni í mánuði,“ segir Hlín. „Við förum líka í smáferðalag á hverju vori. Fáum okkur þá einhvers staðar að borða saman. Þessar ferðir eru mjög vinsælar. Svo höldum við jólatrésskemmtanir og í janúar ár hvert erum við með herrafund. Þá er eiginmönnunum boðið. Við viljum gjarna fá fleiri konur í félagið. Við höfum kannski ekki verið nógu duglegar að hvetja þær til að ganga inn.“ Félagsgjald í Bylgjunni er kr. 2000 á ári. Kvenfélagið Hrönn er félag eiginkvenna skipstjóra og stýri- manna á farskipum og á varð- skipunum. Félagið var stofnað 12. janúar 1949, og voru 30 konur á fyrsta fundinum. Fyrsti formaður félagsins var Sigríður Helgadóttir. Nú eru 160 konur í félaginu og formaður er Guðrún Einarsdóttir. „Yfirleitt eru svona 50—60 konur á fundunum hjá okkur hérna í Borgartúni,“ segir Guð- rún. Við höldum fund einu sinni í mánuði, eins og hin kvenfélögin, yfir vetrarmánuðina nema í janú- ar. Þetta verða sjö fundir á ári. Svo 12 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.