Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 21
Fiskneysla okkar íslendinga minnkar Vestur á Granda, í verbúð 39, hittir Víkingur að máli Einar Ás- geirsson formann Fisksalafélags- ins. Hér hefur hann aðstöðu til að gera að fiski og verka til sölu í fiskbúð sinni. Einar rekur fiskbúð á Víðimel 35. Þegar blaðamaður kemur í verbúðina er verið að setja ýsuflök í reyk. Reykt ýsa er eftir- sótt vara. — Er ekki fiskur orðinn nokk- uð dýr vara, Einar? — Nei hann er síður en svo dýr fæða. Ég hef verið við þetta í tvö ár. Þegar ég byrjaði stóð stórlúða jafnhliða pylsum í verði, en nú eru pylsurnar orðnar langtum dýrari. Stórlúða kostar nú 1600 krónur kílóið, miðhlutinn. Fimm manna fjölskylda ætti að sleppa með 1200 grömm eða 1920 krónur. Ef þú keyptir nautagúllas mundi það kosta 7000 krónur sami skammt- ur. Mest selst á mánudögum — Er fiskur eingöngu hvers- dagsmatur? — Að mestu leyti já. Áður fyrr var aðal fisksalan á laugardögum, en nú þýðir ekki að hafa opna búð þá. Nú selst mest á mánudögum. Þó verðum við varir við að á föstudögum er keyptur dýrari fiskur en aðra daga, t.d. lúða, og við höldum að hann sé ætlaður í helgarmatinn. En hjá öllum þorra fólks er fiskur hversdagsmatur. Það er einkum yngra fólk sem kaupir dýrari fisk fyrir helgar. — Er fiskneysla að breytast? — Já það er alveg greinilegt. Fólk neytir fleiri tegunda en áður. VÍKINGUR Blöðin eiga sjálfsagt sinn þátt í því með mataruppskriftum — og svo svo hafa kannski samskipti fólks við útlendinga sín áhrif. Þetta er þó mismunandi eftir hverfum. í Vesturbænum þar sem ég er með fiskbúð selst allur fiskur, og fólkið leggur þar fisk til jafns við annan mat. En svo útvega ég 14—15 kjörbúðum fisk og þar seljast ekki nema ýsuflök. Fiskbúðum fækkar — En hefur salan aukist? — Nei, fisksalan hefur dregist saman. Gamlir fisksalar segja mér að salan í fiskbúðum hafi minnk- að um 40% á síðastliðnum áratug eða svo. Á móti þessu kemur að vísu að margar kjörbúðir hafa tekið upp fisksölu, og einnig hafa risið upp stór mötuneyti sem mik- ið nota fisk í sínar máltíðir, en ég tel þó vafalítið að fiskneysla hafi minnkað, en kjötneysla farið vax- andi. — Er þá ekki orðið erfitt að reka fiskbúðir? — Rekstrarkostnaður þeirra hefur aukist mjög mikið að und- anförnu jafnhliða minnkandi sölu. Bensínverðið hefur t.d. mjög mikið að segja hjá okkur. Á þessu ári hafa fjórar fiskbúðir á Reykja- víkursvæðinu hætt, ein í Breið- holti, ein í Árbæjarhverfi, tvær í Kópavogi og ein í Hafnarfirði. — Er unnt að snúa þessari þróun við? — Meinið er það að fisksalan er komin á miklu fleiri hendur en var. Frystihúsin hafa jafnvel — þegar harðnar á dalnum í útflutn- ingi — farið inn á þá braut að selja neytendapakkningar á innanlands markað. Eitt eða tvö fyrirtæki í 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.