Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 23
Reykjavík lifa nú á því að fram- leiða fisk í neytendapakkningum. Þessi vara er mun dýrari, allt að því helmingi dýrari en fiskur úr fiskbúðum. — Gætu leiðbeiningar um meðferð á fiski og matreiðslu aukið söluna? — Fisksalafélagið er fámennt og bláfátækt. Kostnað við leið- beiningaþjónustu og auglýsingar yrðum við að taka af kaupinu okkar. En það er spurning hvað stjórnvöld vilja gera. Neysla á fiski hefur minnkað, en aukist á kjöti. Kjötið er niðurgreitt, en það er fiskurinn ekki. — Viljið þið láta niðurgreiða fisk? Sigurður Björnsson við kæliborð með lostætum síldarréttum. AHt að 30 tegundum á boðstólum — Nei. Það hefur verið reynt, og mér skilst að það hafi komið illa út. — Hvert sækja fisksalar í Reykjavík fiskinn? — Á haustin og veturna sækja þeir hann mikið suður á Reykja- nesskaga, í Keflavík og Sandgerði og til Grindavíkur. Það er sáralít- inn fisk að hafa hér í Reykjavík, ekki nema togarafisk, og hann er bæði dýr og lakari að gæðum en línufiskur. Núna í dag er fiskúr- valið heldur fábreytt. Þú sást 15 tegundir í búðinni hjá mér, en þegar nóg er að hafa geta þær komist upp í 30. — Hvað er vinnudagurinn langur hjá ykkur fisksölum? — Hann nær því að vera allur sólarhringurinn, þegar mest er að gera í hrognunum á veturna. Að meðaltali er hann frá hálfsex á morgnana og fram yfir kvöldmat. En maður slakar á einn til tvo tíma um miðjan daginn. Þetta er al- gengt. Erum við að læra að éta sfld? Á Reykjavíkursvæðinu eru starfandi þrjú fyrirtæki sem fram- leiða einkum niðurlagða síld á innanlandsmarkað. Þessum fyrir- tækjum er sameiginlegt að þau eru öll ung, og öll virðast þau eiga viðgangi að fagna, því salan fer vaxandi. Þessi fyrirtæki eru fs- lensk matvæli í Hafnarfirði, fs- lenskir sjávarréttir í Kópavogi og Síldarréttir í Reykjavík. Slldarflök lögð niður f krukkur í íslenskum matvælum. VÍKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.