Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 26
Ib Wessman veitingamaður: Fiskur er aldeilis herramannsmatur Fiskur! Er það nú matur! Hversu oft hefur maður ekki heyrt þessi orð hér á landi, landi sem er umleikið hafi, hafi sem hefur veitt okkur af nægtabúri sínu um aldaraðir. Getur nokkur hugsað sér búsetu hér á landi án fisks og fiskneyslu, þar sem fiskveiðar Ib Wessman er matreiðslumaður að mennt. Hann er fæddur í Danmörku 1934, en fluttist barn að aldri til ís- lands og hcfur átt hér heima síðan. Ib lærði í Matreiðslu- og veitinga- þjónaskólanum, og var reyndar fyrsti nemandinn sem innritaðist í þann skóla 1954. Brautskráðist þaðan 1958. Hefur stundað framhaldsnám í Dan- mörku. Síðan 1957 hefur Ib Wessman starfað í veitingahúsinu Nausti, veit- ingamaður þar frá 1978. hafa verið lífæð þjóðarinnar frá upphafi Islandsbyggðar? Fiskur er ekki bara mánudagsmatur Næst mætti spyrja: Hvað höf- um við gert til þess að gera þessa undirstöðu fæðutegund okkar að- laðandi og lystilega? Því er til að svara, að fremur er það nú lítið. Mjög fáar af þeim fisktegundum sem hér veiðast eru notaðar af al- menningi og þær sem eru nýttar eru yfirleitt matreiddar fábreyti- lega. Þess vegna er kannski ekki óeðlilegt að fiskur skuli ekki vera meira metinn en raun ber vitni. Hjá þjóðum sem eiga erfitt með að ná í nýjan og ferskan fisk er gert mikið til að auka fjölbreytni í matargerð hans. Hjá sumum þjóðum er fiskur hátíðamatur, jafnvel fisktegundir, sem okkur finnst vera mánudagsmatur eftir kjötát helgarinnar. Holl og næringar- rík fæða Fiskur er hollur og næringar- efnarík fæðutegund. Sérstaklega er mikið af eggjahvítuefnum í honum, en aftur á móti lítið af fituefnum, nema í einstaka teg- undum, en þó ávallt hverfandi miðað víð þær kjöttegundir sem við neytum mest af. Hvað er hægt að gera til þess að fiskur verði há- tíðamatur? Hér er komið að hlut þeirra sem selja fisk og dreifa á hinn almenna markað. Jafnframt fjölbreyttu framboði þarf að stuðla að aukinni þekkingu um hvernig á að matreiða fiskinn á margvíslegri máta en nú er gert. Þannig mætti auka neyslu á þess- ari hollu fæðutegund. Ólíkar fisktegundir gefa tilefni til mismunandi matreiðslu. Vil ég nú lýsa stuttlega ýmsum aðferðum við að matreiða fisk og hvaða fiskur hentar hverju sinni. Fisk á að sjóða hægt Soðin ný ýsa eða þorskur hefur verið og er góður og gildur réttur. En það má matreiða þennan fisk öðruvísi en að setja hann í saltvatn og sjóða, og þá oftast í það mikið vatn að bragðefni fisksins eru soðin út í vatnið. Þess skal ætíð gætt við suðu á fiski að hafa vatn eða soð eins lítið og mögulegt er, og fiskurinn á að sjóða hægt, jafnvel á ekki að tala um suðu, því best er að matreiða fiskinn rétt við suðumörk. Sé um stór stykki að ræða eða heilan fisk, á alltaf að setja hann yfir í kalt soð eða vatn. Ef það er ekki gert springur fisk- urinn og verður ljótur og ólystug- ur á að líta. Við suðu á fiski, og þá sérstaklega fiskflökum alls konar, er mjög viðeigandi að nota krydd og kryddjurtir til bragðbætis, sér- staklega þó ef löguð er sósa úr soðinu. Glóðarsteikt smálúða og djúp- steiktur skötuselur — sælgæti Fisk má glóðarsteikja, og er þá notaður fiskur sem er feitur og fastur í sér. Til dæmis er glóðar- steikt smálúða sælgæti, ef rétt er að farið. 26 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.