Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 37
AFLI (Þús. tonn) þORSKAFLI ÍSLENDINGA 1977-1979 EFTIR MÁNUÐUM OG í HEILD Gera má ráð fyrir að bilið minnki þó enn það sem eftir lifir ársins þannig að heildaraflinn gæti orðið um 340 þús. tonn eða um 20 þús. tonnum meiri en 1978 og um 10 þús. tonnum meiri en 1977. Eins og að líkum lætur eru sveiflukennd aflabrögð á vetrar- vertíð ekki tilviljun. Að öllum lík- indum ræður bágborið ástand hrygningarstofns þorsksins hér mestu. Meðan hrygningarstofn- inn er jafn lítill og verið hefur undanfarin ár, ráðast aflabrögð að verulegu leyti af styrk þess ár- gangs, sem til fyrstu hrygningar kemur hverju sinni. Veiðarnar síðari hluta ársins byggjast á hinn bóginn að mestu leyti á tiltölulega ungum og ókynþroska fiski og VÍKINGUR þessi síðustu ár. Stjórnun veiðanna síðustu árin Margvíslegum stjórnunarað- gerðum hefur verið beitt á síðustu árum þorskstofninum til fram- dráttar, og má skipta þeim að- gerðum í 2 flokka eftir tilgangi þeirra: í fyrsta lagi eru aðgerðir sem miða að því að bæta nýtingu stofnsins, þ.e. að draga úr smá- fiskadrápi. Aðgerðir af þessu tagi eru m.a. stækkun möskva í botn- vörpu og flotvörpu og svæðalok- anir um lengri eða skemmri tíma á uppeldisstöðvum þorsksins. Ótví- ræður árangur hefur orðið af þessum aðgerðum og eiga góð í öðru lagi eru síðan aðgerðir, sem miða að því að draga úr þorskafla með því að minnka sókn fiskiskipanna í þorskstofninn. Hér er um að ræða tímabundin þorsk- veiðibönn, sem beitt hefur verið í vaxandi mæli síðustu 3 árin. Mjög erfitt er að meta árangur þessara aðgerða. Þorskveiðibönn togara hafa einnig haft það markmið að beina sókn togara í fiskstofna eins og karfa, ufsa og grálúðu, sem ís- lendingar hafa ekki nýtt til fulls til þessa. Að þessu leyti hefur náðst mjög góður árangur þar sem veiðar á þessum tegundum eru nú sem næst í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar. Á myndinni er sýnt það há- 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.