Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 39
mark, sem Hafrannsóknastofnun- in lagði til að aflinn yrði tak- markaður við síðustu 3 árin (LHA skv. till. HAFRÓ). Lagði stofn- unin til að leyfilegur hámarksafli (LHA) yrði 290 þús. tonn árið 1977, 270 þús. tonn árið 1978 og 250 þús. tonn í ár. Leyfilegur há- marksafli hefur minnkað jafnt og þétt samkvæmt þessum tillögum, enda hefur þroskaflinn ávallt ver- ið talsvert meiri en tillögurnar hverju sinni. Ljóst er af þessu að stjórnun þorskveiðanna hefur verið allfjarri tillögum um „vís- indalega verndun fiskimiða land- grunnsins“ svo minnt sé á mark- mið landgrunnslaganna frá 1949. Árin 1977 og 1978 var tæpast fyrir hendi vilji hjá framkvæmda- valdinu til að ganga lengra í að takmarka þorskveiðarnar en raun varð á. Á hinn bóginn hafa stjórnvöld gefið yfirlýsingar um að takmarka þorskaflann á þessu ári við tæp 300 þús. tonn. Þrátt fyrir það hefur aflinn orðið tals- vert meiri en undanfarin ár eins og myndin ber með sér. Eins og vikið var að hér að framan hafa aflabrögð á vetrar- vertíð ráðið miklu um ársaflann síðustu 3 árin. Þorskveiðibönn þau, sem beitt hefur verið í vax- andi mæli, einkum gagnvart tog- urum, hafa ekki reynst nægilega áhrifamikil til að hafa afgerandi áhrif að þessu leyti. Auk heldur hefur stjórnun með þorskveiði- bönnum á togara nú fundið sín eðlilegu takmörk, þar sem þeir fiskstofnar, sem þorsksókninni hefur verið beint í teljast nú full- nýttir. Frekari þorskveiðibönn myndu því jafngilda algeru fisk- veiðibanni, ef haga á veiðum á þessum fiskstofnum í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofn- unarinnar. Um stjórnun næstu árin Með hliðsjón af því sem fyrr er sagt má telja ljóst, að þær stjórn- VÍKINGUR unaraðgerðir, sem beitt hefur ver- ið til þessa muni ekki draga úr þorskafla á næstu árum að marki frá því sem nú er, og er þá gert ráð fyrir að ástand þorskstofnsins verði svipað og undanfarin ár. Slíkt mat á ástandi stofnsins byggist á því að nú má búast við að árgangurinn frá 1976, sem tal- inn er sterkur, fari að veiðast í vaxandi mæli og taki við af minnkandi árgangi frá 1973. Gengið skal út frá þeirri for- sendu að stjórnvöld viðurkenni nauðsyn þess að draga úr þorsk- afla í því skyni að byggja upp þorskstofninn og ná úr honum hámarksafrakstri í framtíðinni. Þar með er ljóst að grípa verður til frekari takmarkana á næstu árum en verið hefur síðustu árin. Enn- fremur má telja að hér geti vart orðið um annað að ræða en ein- hvers konar beint aflakvótakerfi, þar sem stjórnun með sóknartak- mörkunum (veiðibönnum) hefur fundið sín eðlilegu takmörk eins og áður var lýst. Fyrsta spurningin sem vaknar er hvernig kvótakerfi eigi að beita: Heildarkvóta fyrir allt landið, mánaðarkvóta, kvóta á hvert skip eða eitthvert samband af þessum möguleikum? Við lauslega athugun virðist mánaðarkvóti án skiptingar milli landshluta eða skipa vera heppi- legasta lausnin, a.m.k. fyrst um sinn. Mánaðarkvóti er einfaldur í framkvæmd og, það sem mestu skiptir, hann er framkvæmanleg- ur við núverandi aðstæður. Helsta stjórntæki slíks kerfis yrði að lík- indum skammtíma veiðibönn byggð á upplýsingum um mán- aðarafla hverju sinni, en afla- skýrslur Fiskifélags íslands liggja nú fyrir 2—3 vikur eftir hver mánaðarmót og hugsanlega er einnig mögulegt að fá bráða- birgðaupplýsingar um afla sem næst vikulega. Mánaðarkvóti tryggir ennfremur tiltölulega jafna hráefnisöflun allt árið og einnig ætti að vera tiltölulega auðvelt að takmarka heildarafl- ann við fyrirfram ákveðið magn. Inn í slíkt fyrirkomulag mætti síð- an auðveldlega flétta ýmis ákvæði til að tryggja gæði aflans, s.s. ákvæði unt lengd veiðiferða eða meðferð aflans, svo nokkuð sé nefnt. Helsti ókostur heildarkvóta er, að hráefnisöflun verður mjög ójöfn sé miðað við reynslu fyrri ára. Síðustu 3 árin hefur þorskafl- inn í ágústlok verið 270—300 þús. tonn (sjá mynd). Aflakvóti á hvert skip er hins vegar mjög flókið fyrirbæri stjórnunarlega séð og vafasamt að slíkt fyrirkomulag sé framkvæm- anlegt á næstu árum. Auk þess er ástæðulaust að beita svo flóknu og sjálfsagt dýru stjórnkerfi ef ná má jafngóðum árangri með minni fyrirhöfn. Sé þannig gert ráð fyrir mán- aðarkvóta án tillits til landshluta eða skipa sem hentugasta stjórn- unarfyrirkomulagi er næst að at- huga hver sé eðlilegasta lausnin á slíku fyrirkomulagi, þ.e. hver kvótinn eigi að vera í hverjum mánuði. Neðri hluti myndarinnar sýnir þau gögn sem við er að styðjast varðandi aflakvóta hvers mánað- ar. Auk þess skal gert ráð fyrir að leyfilegur hámarksafli árið 1980 verði 270 þús. tonn, sem er í sam- ræmi við tillögu Hafrannsókna- stofnunarinnar frá ársbyrjun 1979 („Ástand nytjastofna á íslands- miðum og aflahorfur 1979“). Að vísu mun þorskaflinn á þessu ári fara um 80 þús. tonn fram yfir til- lögu Hafrannsóknastofnunarinn- ar. Þó ber ekki að líta á þessa tölu og hugleiðingar út frá henni, sem endanlega niðurstöðu, heldur að- eins sem skýringardæmi byggt á hugsanlegum möguleika. Eðlilegasta lausnin á mánaðar- kvótakerfi væri sú, sem tæki ann- 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.