Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 45
Guðmundur H. Oddsson þingforseti. að hér er um geysilegt öryggisat- riði að ræða, því eitt af frumskil- yrðum þess að öryggi sjófarenda sé tryggt er að fjarskiptin séu í lagi. Nauðsynlegt er, að Póst- og símamálastofnuninni verði gert kleift að fullnægja þeim kröfum, sem til hennar eru gerðar með nýjum lögum um tilkynninga- skyldu íslenzkra skipa frá árinu 1977, en þar segir m.a.: „Landssími íslands skal sjá um að strandstöðvar séu til staðar til móttöku þessara til- kynninga og áframhaldandi sendingar þeirra til eftirlits- miðstöðvar. Landssíminn skal einnig sjá um, að skipum á þeim haf- svæðum hér við land, sem búa við mjög slæm móttökuskil- yrði, verði bætt aðstaðan með uppsetningu nýrra strand- stöðva.“ Til áherslu þessum tilmælum sínum vill bingið vekja sérstaka athygli ríkisstjórnarinnar á því, að á fjárlögum ársins 1979 er ekki ein einasta króna til nýframkvæmda og/eða endurnýjunar strandar- stöðvakerfisins, enda þótt bryn þörf hafi verið. Þingið felur stjórn sambandsins að fylgjast náið með þróun og þeim breytingum sem eru að verða í staðsetningarkerfum skipa og kynna rekstraraðilum Loran C kerfisins þá milku þörf er íslensk- ur sjávarútvegur hefur á að út- sendingum verði haldið áfram. Þingið beinir því til skipstjóra að þeir sjái til þess hver á sínu skipi að gildandi lög og reglu- gerðir um báta og brunaæfingar séu í heiðri hafðar. Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til samgönguráðuneyt- isins og siglingamálastjóra að fylgst verði náið með framkvæmd framantaldra reglna með skoðun dagbóka og eftirlitsbóka. Ennfremur beinir þingið þeim tilmælum til siglingamálastjóra að árleg skoðun fari fram á reykköf- unartækjum og björgunarvestum, sbr. reglug. nr. 270 1975. Þegar bráðabirgðahaffærisskír- teini er gefið út, skal það aldrei gefið út nema til mjög skamms tíma. Þegar tíminn er liðinn skal stofnunin láta fram fara endur- skoðun. 29. þing F.F.S.Í. telur aðkall- andi að tekinn verði í notkun sjálfvirkur losunarbúnaður fyrir gúmbjörgunarbáta. Þingið skorar á samgönguráðu- neytið og Siglingamálastofnun ríkisins að hrinda þessu nauð- synjamáli í framkvæmd hið allra fyrsta. 29. þing F.FS.Í. beinir þeirri eindregnu ósk til sambands- stjórnar, að hún sjái til þess að ný vitalög verði afgreidd á næsta Al- þingi. Þingið beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnar sambandsins að fylgja eftir tillögum nefndar um öryggismál í Reykjavíkur- höfn. Þingið samþykkir að beina því til stjórnar sambandsins að hún athugi um hvort það samrýmist lögum eða reglum um öryggi skips og skipshafnar að ekki skuli hafð- ur næturvörður í skipum í höfn- um. Þingið vill vekja athygli skip- stjórnarmanna á mikilvægi þess að fullnægt sé tilkynningaskyldu VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.