Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 61
„Við þökkum þér fyrir hjálp- ina.“ „Ég þakka fyrir mig,“ sagði Óskar og fann að nú var hann kominn í jólaskap. „Og mundu nú að ná þér í kærustu áður en það verður of seint.“ „Já,“ sagði Óskar, brosti og kinkaði kolli. „Bless og gleðileg jól.“ „Gleðileg jól.“ Óskar vafði treflinum um háls sér og gekk út í snjókomuna. Snjór hafði hrúgast á birkitrén í garðin- um og sveigt greinarnar. Óskar gekk í gegnum garðshliðið og lokaði því án þess snjórinn hryndi af því. Á gangstéttinni voru hans fótspor. Við útihurðina stóð hvítur bekkur og hann minntist þess hve oft hann hafði leikið sér í þessum garði á sumrin á meðan Jóna var að bjástra í garðinum með moldarryk á hönskum. Allt í kring var ljós í gluggum og á svölum í bakhúsi voru bláar og hvítar ljósaperur. „Ef ég hefði ekki skreytt tréð þá hefði ég ekki farið í jólaskap," sagði hann við sjálfan sig. Óskar flýtti sér heim; hann átti eftir að pakka einni jólagjöf. Snjóflyksurnar settust í hár hans. Kunningi okkar í Breiðholtinu leitaði læknis við magaverk. Læknirinn skoðaði hann og sagði honum að koma eftir viku með sýni af saur. Að viku liðinni kom kunninginn til læknisins með fulla fötu af saur. Læknirinn brást illa við og sagði að það hefði verið óþarfi að koma með svona mikið. —- Já, sagði hinn. Þú hefðir átt að heyra hvað fólkið í strætó sagði. Af hverju fengu Arabar olíuna en írar kartöflurnar? — Ég veit það ekki. — írar fengu að velja fyrst. Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið. GÚMMIBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjagötu 9 Örfirisey Sfmi 1401Q VÍKINGUR 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.