Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 10
sjómönnum sem til þekkja þarf
ekki að útskýra hvað það er
geysilega mikið öryggisatriði að
hafa loftskeytamann um borð. En
hjá útgerðarmönnunum ræður
peningasjónarmiðið. Þeir vilja
spara loftskeytamann í áhöfn og
inn í myndina hjá þeim kemur
líka sparnaður í tækjakosti um
borð í skipunum. Miklum fjölda
skipshafna hefur verið bjargað úr
sjávarháska á heimshöfunum m.a.
vegna þess að loftskeytamenn
skipanna hafa komið til skila
nauðsynlegum upplýsingum yfir
þúsundir mílna hafsvæði, þar sem
venjulegar talstöðvar ná ekki, en
slíkar staðreyndir vilja útgerðar-
menn ekki hlusta á.
Ef við lítum aðeins nánar á
Ameríkurútuna þá er það stað-
reynd sem ekki verður umflúin, að
sliglingaleiðin frá íslandi til Ame-
ríku er ein sú hættulegasta í heimi.
I veðravíti, ísingu og hafís hafa
orðið þar mörg sjóslys undanfarna
áratugi.
Veðurfregnir og ísfréttir varð-
andi siglingaleiðina til Ameríku
eru sendar á Morse. Þar af leið-
andi er það tómt mál um að tala
að venjulegir talstöðvarverðir nái
þeim upplýsingum. Hvernig
stendur á því að Bandaríkjamenn
og Kanadamenn nota Morse til
upplýsingamiðlunar m.a. í áður-
nefndum tilfellum? Jú, það er
einfaldlega vegna þess að reynsl-
an hefur sýnt öllum sem raunhæfa
þekkingu hafa á þessum málum,
að upplýsingar komast í yfirgnæf-
andi tilfellum til skila þegarnotað
er Morse, fremur en á tali. Við
notkun venjulegra talstöðva
(miðbylgju og metrabylgju) er
langdrægni þeirra margfalt minni
í lélegum skilyrðum en Morse
sendinga.
Tilkynningaskyldan AMVER,
sem bandaríska strandgæslan
framkvæmir, er miðuð við Morse
sendingar að öllu leyti, enda til
þess ætlast að öll skip sem erindi
eiga til Ameríku, eða sigla um
Atlantshafið, séu þátttakendur í
þeirri tilkynningaskyldu.
Það má líka benda á, að skip
sem aðeins eru búin miðbylgju- og
metrabylgjutalstöðvum eru eftir
atvikum sambandslaus við land í
3 til 5 daga á siglingaleiðinni til
Ameríku. Þessvegna er það hrein
og bein móðgun við sjómanna-
stéttina að ætla sér að bjóða þeim
að sigla skipum til Ameríku án
þess að hafa loftskeytamenn um
borð. Það er um seinan að naga sig
í handarbökin eftir að stórslys
hefur hent.
Satt að segja trúum við því ekki
að samgöngumálaráðuneytið vilji
vísvitandi minnka öryggi sjófar-
enda vegna áhrifa misvitra og
reynslulausra manna, sem hafa
peningasjónarmiðið eitt að
leiðarljósi og halda að á sjónum sé
alltaf sól og blíða, sagði Ólafur
Björnsson að lokum.
Innan tíðar er að vænta um-
sagnar frá samgöngumálaráðu-
neytinu um kröfur útgerðar-
manna og F.Í.L. Þegar hún er
komin verður vonandi ekki langt
að bíða þess að ný reglugerð um
loftskeytastöðvar í íslenskum
skipum sjái dagsins ljós.
En hvað sem því líður hlýtur
krafa sjófarenda að vera sú, að
öryggi þeirra sé ekki stefnt í hættu
að tilefnislausu; ef loftskeyta-
menn eiga að fara í land af öllum
íslenskum skipum undir 1600 brl.,
verður þar stigið stórt skref aftu-
rábak.
G.A.
Kort yrir VHF metrabylgjur, eða örbylgjur. Brotalínur sýna „dauða svæðin“. Samkvæmt
upplýsingum Landsíma fslands er gert ráð fyrir að reisa metrabylgjustöð á hafnamesi í
sumar sem þjóna á Papeyjarsvæðinu. — Svo hægt sé að loka hringnum við Húnaflóa á að
reisa móttökustöð í Austur-Núpi á Skaga. Sú stöð er á óskalista hjá Landsímanum á
þessu ári. — Móttökustöð á Kleifarheiði fyrir ofan Patreksfjörð, sem kcmst í gagnið í
vor, lokar svæðinu á Breiðafirði. — En eitthvað lengra verður þangað til Vopnafjarðar-
svæðið lokast með móttökustöð á Hellisheiði eystri.
10
VÍKINGUR