Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 13
Dr. Gunnlaugur Þórðarsson: Frændur vorir Norðmenn og Jan Mayen í hádegiserindi 26. maí s.l. var bent á þann undirlægjuhátt, sem við höfum sýnt öðrum þjóðum á sviði utanríkismála og hve okkur hefur skort einurð til þess að halda fram rétti íslensku þjóðarinnar út á við. Var sérstaklega bent á þetta í sambandi við nýgerðan samning um Jan Mayen og vakin athygli á því, hver væri réttur íslensku þjóðarinnar í því máli og hvernig beita bæri þeim rétti. Það segir sig sjálft, að í svo stuttu erindi var ekki unnt að koma að öllum þeim atriðum, sem máli skiptir, né heldur að varpa ljósi á sögu málsins og aðdrag- anda þess. Því skal reynt að bæta úr því hér með. Það skal þó strax í upphafi tekið fram, að eyjan Jan Mayen ætti að réttu lagi að kallast Svalbarði, því það er nafnið, sem forfeður gáfu eyjunni þegar betur er athugað. Svo virðist sem Norð- menn hafi af vanþekkingu sinni fært það nafn yfir á Spitsbergen- eyjaklasann. Nafnið Svalbarði er greinilega nafn á aðeins einni eyju, en ekki á eyjaklasa eins og Spitsbergen- eyjaklasinn er. Hér verður fyrst vikið að land- vinningarstefnu Norðmanna á þessari öld, en þeir eru eina þjóðin á Norðurlöndum, sem staðið hef- ur í þess háttar baráttu á síðustu tímum og þá fyrst og fremst á kostnað hinna friðsömu granna sinna, Dana og íslendinga. Skal hér gerð grein fyrir með hvaða hætti Norðmenn náðu Spits- VÍKINGUR bergen undir sig og síðar svæði á Suður-heimsskautinu og vikið að deilu þeirra við Dani út af Austur-Grænlandi og loks Jan Mayen málinu. Forfeður okkar fyrr á öldum hafa vafalaust vitað um tilvist Spitsbergen, þó þá sé nokkuð á reiki. Árið 1604 uppgötvaði holl- enski könnuðurinn frægi Barents-eyjarnar og gaf þeim nafnið Spitsbergen. Nokkrum áratugum síðar lýsti Kristján fjórði yfir því, að Spitsbergeneyj- arnar heyrðu undir dönsku krún- una eins og Grænland, ísland og Norðurhöf. Síðan gerðist eigin- lega ekkert í málinu um aldaraðir, nema hvað ýmsar þjóðir, svo sem Bretar, Frakkar og Rússar fara að stunda þar veiðar, aðallega sela- og bjarndýradráp. Norðmenn gerðu út fyrsta leiðangur sinn til Spitsbergen 1790. Samningurinn við Spitzbergen Árið 1871 gerði sameinaða konungsríkið Noregur og Svíþjóð drög að því að leggja Spitsbergen undir norsku krúnuna, en mætti þá andstöðu Rússakeisara og var horfið frá þeirri ráðagerð um sinn. Eftir að ríkjasambönd Noregs og Svíþjóðar hafði verið leyst upp og Norðmenn höfðu fengið sinn eigin konung, var málinu fylgt eftir að nýju, það er með kröfur um yfirráð yfir eyjunum. Voru þá haldnir milliríkjafund- ir með þeim þjóðum, sem mestra hagsmuna áttu að gæta á þessum slóðum, á árunum 1910, 1912 og 1914. Kom fram á þeim fundum hugmynd um skiptingu eyjanna á milli Noregs, Svíþjóðar og Rúss- lands, en samkomulag tókst ekki og viðræður fóru út um þúfur, m.a. vegna fyrri heimsstyrjaldar- innar. Að lokinni fyrri heimsstyrj- öldinni og gerð samningsins 1918, hófust viðræður enn á ný, — nú í París —, milli Norðmanna og Bandamanna um stöðu Spits- bergen. Samkomulag tókst með þessum þjóðum og var samkomu- lag undirritað í París 9. febrúar 1920. Þrjú atriði þessa samnings voru þýðingarmest. Samkv. 1. og 2. gr. samningsins var öllum samningsaðilum, ríkjum og veiði- félögum heimilað að jöfnu að nytja eyjarnar efnahagslega. Tók þetta til fiskveiða og hvers konar veiða á eyjunum, iðnaðar og námugraftar. Öllum þjóðum heims stóð opið að gerast samn- ingsaðilar að fullgildingu samn- ingsins og hefur 41 ríki fullgilt samninginn til þess. Noregur get- ur ekki veitt neinu ríki meiri rétt en öðru og eyjarnar má ekki á neinn hátt nota í hernaðarskyni og óheimilt er að koma þar upp flotastöð. Þetta ákvæði er í sam- ræmi við þá stefnu, sem kalla má valdajafnvægi milli stórvelda. Hætt væri við, að því jafnvægi væri raskað, ef eitthvert af ttór- veldunum fengi að koma þar upp flotastöð. Sovétríkin neituðu í fyrstu að viðurkenna samninginn og mótmæltu gildi hans og stóð 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.