Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 14
svo í nokkur ár, en loks árið 1924 gerðust Sovétríkin aðilar að sam- komulaginu. Þann 14. ágúst 1925 var fáni í fyrsta sinn dreginn að hún á Longyearbyen, sem tákn þess, að Spitsbergen heyrði undir Noreg. En eitt megin atriði samningsins var það, að Noregur hefði yfirráð yfir eyjunum, en samt máttu aðrar þjóðir nytja eyjarnar. Það er ein- mitt þetta atriði samkomulagsins, sem mér finnst að hefði getað verið fyrirmynd að samkomulagi milli íslendinga og Norðmanna um Jan Mayen. En komum að því síðar. I ræðu, sem Tryggvi Bratteli flutti í tilefni 50 ára afmælis norskra yfirráða yfir Svalbarði, eins og Norðmenn kalla Spits- bergen 14. ágúst 1975,lagði ráð- herrann áherslu á, að Norðmenn hefðu með samningnum 1920 fengið viðurkennd yfirráð yfir Svalbarði af tveimur megin ástæðum, sem í dag skipta enn máli. Önnur ástæðan var hið nána samband, er var milli Noregs og Spitsbergen. Ráðherrann sagði, að Norðmenn myndu annast og rækja framkvæmd samningsins með þeirri ábyrgð, sem sagan og aðstæður leggja þeim á herðar. — I lokaorðum fyrrgreindrar ræðu sagði ráðherrann að hvíldi ein- hvers konar ævintýrablær yfir þessari eyjaþyrpingu út í íshafinu, sumpart vegna þeirrar frásagna og mynda af náttúrunni, sem til eru þaðan, en ef til vill vegna þeirrar venju eða áráttu hjá manninum að leita út í óvissuna í baráttu við taumlaus náttúruöfl og á þann hátt að leita að innihaldsríkri til- veru. Eftir að maðurinn hefur fundið leið út í himingeiminn er jörðin okkar í vitund manna orðin miklu minni en áður og þá getur ferð til Svalbarða ekki lengur verið eins og ævintýri, út í hið óþekkta, voru lokaorð ráðherrans. Frydenlund utanríkisráðherra Noregs, sagði við sama tækifæri, að í heimi, þar sem annars væri mikið um árekstra og deilur, hefði lítil spenna ríkt um Spitsbergen og hlutdeild Noregs og ábyrgð væri að viðhalda friði — eða ró — á þessum svæðum. Það væri grund- vallar stefnumið í norskri pólitík og á því samhengi að stuðla að nýtingu náttúruauðæfa og auk- inna athafna á því sviði, en slíkt ætti að takast á friðsamlegan hátt, — þannig að komist yrði hjá milliríkjadeilum og árekstrum. — I fáum orðum sagt heyra Spits- bergen-eyjarnar undir Noreg, en eru samt samkvæmt Parísarsamn- ingnum frá 1920 í sameign margra þjóða. Suðurheimskautið Um síðustu aldamót tóku Norðmenn mjög að auka hval- veiðar sínar á Suður-heims- skautssvæðinu og í þeim heims- hluta hafa þeir lagt undir sig landsvæði og eru meðal 12 þjóða, sem skipt hafa Suðurheims- skautssvæðinu á milli sín. Svæði Norðmanna kallast Drottningar Maud-land. Norðmenn hafa tals- vert kannað þessar slóðir og hafnsvæðið þar og hafa þar verið VÍKINGUR 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.