Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Side 24
skipt í tvo 180 gráðu boga og loks taka Englendingar upp núverandi skiptingu eða 360 gráðurnar. 360 er merkileg tala því það er engin önnur tala sem jafnmargar tölur aðrar ganga uppí. Ég hugsa að talan 360 sé komin frá Babíloníumönnum ... að þeir hafi haldið að það væru 360 dagar í árinu og því séu gráðurnar á kompásinum eitthvað tengdar því. — Getur verið að einhver æðri speki sé bundin áttavitanum, t.d. trúmál, þar sem þetta er hringur og hringurinn er tákn guðdómsins? — Ég veit það nú ekki . . . ég hef aldrei heyrt minnst á það. Aftur á móti notuðu Kínverjar kompásinn fyrir hóróskóp .. . notuðu hann til spádóma. Hann glotti framan í mig — Jæja Konni, nú hefur þú runnið langt æviskeið þótt þú hafir kannski ekki alltaf skautað á upp- lýstum kongabrautum um dagana. Áður en ég kveð þig og þakka þér fyrir spjallið ætla ég að spyrja hvort þú getir ekki sagt lesendum blaðsins frá einhverjum minnis- stæðum atburði sem hefur hent Þ>g? — Jú. Það skemmtilegasta og jafnframt sérkennilegasta sem komið hefur fyrir mig, var þegar krabbinn stal af mér fölsku tönn- unum. Ég var að koma upp bryggjuna hérna fyrir neðan, búinn að vera að vinna lengi og orðinn slæptur; lifði á sígarettum og kaffi í þá daga. Svo er ekkert með það að ég þarf að hósta og hósta út úr mér tanngarðinum . . . hann bara fýkur út úr mér, niður um gat á bryggjunni og ofan í sjó. Ég sé hvar tennurnar lenda og hleyp upp eftir stiga ... ég ætlaði mér að ná þeim aftur því þetta voru fín- ustu tennur! Én þegar ég kem aftur með stigann þá er krabbi að skríða undan steini rétt hjá tönn- unum. Og ekki er að orðlengja það að hann læsir klónum utan um tennurnar og dregur þær inn í holuna sína. Það síðasta sem ég sá til hans var hvar hann glotti framan í mig! — Og þú hefur ekkert heyrt frá honum síðan? — Ekki múkk! Ég geri ráð fyrir að hann sé ánægður með tenn- urnar og þær fari honum vel, því maður segir gjarnan að þeir séu ánægðir sem ekkert láta frá sér heyra. Skip strandaði við Landeyjasand, Einhver uppboðsgesta spyr, þegar Einar Benediktsson var hvort hann muni vera í lagi. sýslumaður í Rangárvallasýslu. — Já ætli það ekki, segir Einar. Á uppboði, sem sýslumaður —Að minnsta kosti gátu þeir siglt hélt, var meðal annars seldur skipinu í strand eftir honum. áttavitin úr skipinu. ★ Drottin minn! Svo sporarnir eru til þess arna. 24 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.