Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Side 31
leiða súrefni og endurnýja súrefni umhverfis síns eins og jurtir á þurru landi. Erfitt er hins vegar að nota þessa mælingaraðferð á sjó úti, en súrefnismælingar þurfa einmitt að fara fram á vettvangi, svo geislakols-aðferðin er nú nær eingöngu notuð. Áðumefndar að- ferðir við plöntusvifsathuganir hafa það allar sameiginlegt að þær segja ekkert til um einstaka teg- undir. Smásjárathuganir einar gefa slíkt til kynna, og verða því oftast að fara fram samhliða til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir tegundasamsetningu svif- samfélagsins og breytingum á því frá einum tíma til annars. Framleiðnigeta íslenska hafsvæðisins í fyrstu grein var rætt nokkuð um fæðustigann (fæðukeðjuna) sem rís upp af fyrsta þrepinu, þ.e. frumframleiðslunni hjá plöntu- svifinu, svo og hin miklu afföll milli þrepa. Ekki er ástæða til þess að endurtaka það sem þar var sagt í smáatriðum. Þar var rætt um heimshöfin í heild og komist að þeirri niðurstöðu að magn fiskjar í höfum jarðar væri 2—5% af magni plöntusvifsins og er þá átt við árlega framleiðslu. Framleiðni svifþörunga á ís- lenska hafsvæðinu hefur verið mæld á þriðja áratug. Þórunn Þórðardóttir þörungafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem haft hefur þessar athuganir á hendi, hefur, út frá fengnum gild- um, reiknað út árlega meðalfram- leiðslu hafsvæðisins kringum landið innan 50 mílna. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að ársfram- leiðsla plöntusvifsins á þessu svæði sé um 92 milljónir tonna af lífrænum efnum. Með ákveðnum forsendum um nýtingu milli þrepa þýðir þetta árlegan afrakst- ur fiskjar á 3. fæðuþrepi (síld, loðna) upp á um það bil 8,2 mill- jónir tonna og 1,2—1,3 milljónir VÍKINGUR tonna af fiski á 4. fæðuþrepi (þorskur að hluta). Þess má geta í þessu sambandi að heildarafli ís- lendinga á sl. ári (ekki allur tekinn innan 50 mílna) var um 1,6 mill- jónir lesta, þar af loðna tæplega 1 milljón lestir. Blóðsjór, mjólkursjór í lok þessa pistils um plöntu- svifið þykir rétt að fjalla stuttlega um fáein forvitnileg fyrirbæri úr heimi svifþörunga. Kalk það sem kalkplötuþörungar safna í skjöld sinn er að sjálfsögðu hvítt sem annað kalk. Þar sem mikið verður um þessa þörunga geta þeir bein- línis litað sjóinn hvítan. Hér við land er fjöldi kalkplötuþörunga sjaldnast mjög mikill og ekki er vitað með vissu að slíkt fyrirbæri sem mjólkursjór hafi sést hér. Sögur um slíkan sjó hafa þó heyrst hjá sjómönnum og er æskilegt að menn létu Hafrannsóknastofnun- ina vita ef slíkt sæist svo hægt væri að rannsaka hvað ylli. í þessu sambandi má geta þess að sjómenn „þykjast“ oft geta greint mismunandi lit sjávar úti á 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.