Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 32
rúmsjó og vilja þá meina að ýms- um litbrigðum (grænleitur, ljós- leitur o.s.frv.) fylgi fiskigengd. Hvorutveggja getur staðist. Það er staðreynd að fjöldi svifþörunga (af mismunandi tegundum) gefur sjónum oft mismunandi litblæ. Fiskur hér við land gengur ekki beinlínis í þörungasúpu, en með henni vaknar oftast mikið líf rauðátu og annarra smærri dýra sem fiskur leitar svo í. Ekki þarf að taka fram að „óvenjulegur" litur á sjónum þarf ekki að vera af völd- um þörunga eins og t.d. eftir óveður, þegar sjórinn fær á sig annan litblæ vegna smá súrefnis- bóla sem hafa blandast yfirborðs- sjónum. Sjaldan er litur sjávar vegna þörunga (eða af öðrum orsökum) mjög afgerandi. Ekki þarf þó að deila um litinn þegar sjór verður rauður sem blóð. Mergð vissra svifþörunga sem eru rauðir að lit (eða hafa í sér rauðlit korn af ýmsum toga) getur orðið svo mikil í sjónum að hann verður nánast sem blóð á að líta. Slík fyrirbæri eru oftar en hitt bundin við frekar smá svæði. Erlendis er þetta sum- staðar mjög vel þekkt fyrirbæri og nefnist á ensku „red tide“. Þar getur slíkur blóðsjór fyllt heilu firðina eða nokkur hafflæmi og stundum eru á ferð eitraðir þör- ungar sem valda fjöldadauða hjá fiskum. Þá má geta þess að svif- þörungur af ætt blágrænþörunga ljær yfirborðssjó Rauðahafsins rauðleita slikju svo nafngiftin er ekki úr lausu lofti gripin. Eins og fram kemur hér á eftir eru svif- þörungar ekki í öllum tilfellum valdir að þessu fyrirbæri heldur stundum náskyldar lífverur sem teljast til dýraríkisins, þ.e. frum- dýr. Blóðsjór er þekkt fyrirbæri úr íslenskum sjó, en verður að teljast frekar sjaldgæft. Höfundur kann aðeins að nefna fáein dæmi um slíkt. í ferðabók Ólafs Ólavíusar segir höfundur bókarinnar frá slíkum blóðsjó, er hann, árið 1776, átti leið á bát út Mjóafjörð (eystri). „Svo var sjórinn dökkur að ár- arnar sáust varla þegar þeim var dyfið í hann . ..“, segir Ólafur. Það kemur fram í frásögn hans að hann gerði sér grein fyrir því að hér voru á ferð einhverjar smá- sæjar lífverur. Það kemur því ekki með öllu að óvörum er danski svifþörungafræðingurinn Ove Paulsen upplýsir í ritgerð um plöntusvif í íslenskum sjó, ritaðri rétt eftir aldamót (1904), að hann hafi séð blóðsjó í Seyðisfirði (eystra) og heimamenn segi slíkt fyrirbrigði ekki óalgengt þar um slóðir. Hinn danski vísindamaður tók sýni af fyrirbærinu og reynd- ust hér ekki á ferð svifþörungar heldur mergð smásærra frumdýra (Protozoa), og gerir hann því nánast skóna að þessi dýrahópur eigi ávallt hlut að máli er blóðsjór myndist við Austfirði, en ekki svifþörungar. Slíkt er þó aðeins tilgáta sem ekki þarf endilega að vera rétt. Karl Gunnarsson þör- Utgeröarmenn Vélstjórar Önnumst allar raílagnir og viögeröir í skipum og verksmiöjum Símar: 13309 og 19477 Gamla góða merkið TRETORN Merki stígvélanna sem sjó- menn þekkja vegna gæð- anna. Stígvélin sem sérstaklega eru framleidd með þarfir sjómanna fyrir augum. EINKAUMBOÐ JÓN BERGSSON H/F LANGHOLTSVEGI 82 REYKJAVÍK SÍMI36579 Fáanleg: Með eða án trésóla. Með eða án karfahlífar 32 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.