Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 33
ungafræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun hefur tjáð mér að hann hafi eitt sinn séð slíkan blóðsjó í fjörupolli við Hafnames í suðurkjafti Fáskrúðsfjarðar. Þar reynist vera um sviflæga græn- þörunga að ræða með stórum rauðum blettum í frumulíkama s’ínum. Blóðsjávar varð vart í Keflavík rétt fyrir 1970. Menn frá Hafrannsóknastofnun fóru á vett- vang og tóku sýni. Reyndust hér skoruþörungar á ferð. Þar sem svo fáum sögum fer af þessu fyrirbæri hér við land væri gaman að heyra frá sjómönnum eða öðrum, ef þeir hefðu orðið varir við slíkt. Sér- staklega væri fróðlegt að heyra eitthvað frá Austfirðingum um blóðsjó, því hér á Hafrannsókna- stofnun hafa menn ekkert handa á milli (utan frásögn Ólavíusar) til að renna stoðum undir sannleiks- gildi nær 80 ára gamalla orða Ove Paulsens, og þá hvort þau eru enn í gildi. Maurildi Frumdýr nokkurt, náskylt skoruþörungum, er nefna mætti náttljós (eftir fræðiheitinu Nocti- luca), hefur þann eiginleika að geta gefið frá sér ljós. í myrkri og öldugjálfri týrir á ljósi einfrum- unga þessara og sjórinn eins og logar af gulgrænum glæðum. Þetta nefnist maurildi og er vel þekkt fyrirbrigði, t.d. í Norður- sjónum. Mér til undrunar komst ég að því að fræðibækur geta ekki um að þessi umrædda tegund hafi fundist hér við land. Þegar ég fór að hugleiða málið minntist ég þess ekki að hafa séð maurildi í sjó hér við land. Slíkt fyrirbrigði er þó ekki útilokað þótt náttljósið væri hér ekki að finna, þar sem nokkrar tegundir skoruþörunga gefa frá sér birtu, hvort sem þar er nú um að ræða eigið ljósfæri eða bakte- ríur, en slíkar skoruþörungateg- undir finnast hér við land. Annars er maurildi nokkuð vel þekkt VÍKINGUR fyrirbrigði hér á þurru landi ef svo mætti segja. Á hálfblautum (eða úldnum) þorskhausum eða fiski (skreið) má stöku sinnum sjá slík- ar daufar glæður. Þetta fyrirbæri nefnist einnig maurildi og munu hér á ferðinni bakteríur. Áður- nefnt frumdýr, náttljósið, getur myndað blóðsjó þótt ekki sé litur þess alltaf rauðleitur heldur stundum gulur eða brúnn. Fróð- legt væri að heyra frá sjómönnum um maurildi hér við land, ef þeir hafa orðið varir við slíkt. Eitraðir svifþörungar í skelfiski Eins og fram kom í umfjöllun um blóðsjó geta svifþörungar ver- ið eitraðir og eituráhrifa þeirra gætir eðlilega þeim mun meir sem fjöldi þeirra er meiri. Skelfiskur nærist að miklu leyti á svifþör- ungum. Hann síar þörungana úr sjónum með fíngerðum síum og í skeljum eru því alla jafna saman komið meira magn svifþörunga eða leifar þeirra heldur en er í sjónum umhverfis. Við Evrópu- strendur og víðar lifa skoruþör- ungar sem eru mjög eitraðir. Ef þeir hafa safnast fyrir í skeljum geta þeir valdið bráðum bana þess er neytir skelfisksins. Slík tilfelli eru sem betur fer mjög sjaldgæf, en valda oft mikilli skelfingu meðal strandbúa, er þau koma upp. Nokkur vafi leikur á því hvort þessar svifþörungategundir (skoruþörungar) hafi fundist hér við land. Náskyldar tegundir er hér að finna í miklum mæli svo þennan möguleika skal ekki úti- loka. Sé svo, að þessir eitruðu þörungar kunni að leynast hér, eru þeir sennilega mjög sjaldgæfir, og ástæðulaust fyrir þá sem neyta hér skelfisks að hafa áhyggjur af þessu. Menn skyldu þó varast að taka skelfisk svo sem krækling mjög nálægt byggð. í sjónum kringum skolpræsi kunna að vera varasamar bakteríur, og skeljarn- ar sjá um að safna slíkum óþverra saman í óholla blöndu. 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.