Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 39
Einstakt tækifæri — fyrir þá sem vilja vita af bílnum sínum á öruggum stað, meðan þeir eru á sjónum. Til sölu er einstaklingsíbúð 43 m2 með sér inngangi og stórum bílskúr 37 m2. Laus nú þegar. Verð kr. 220.000,- Útborgun 120.000,- Upplýsingar í síma 41622. hlutum. Starfsmenn Landhelgis- gæslunnar hafa í tilvikum verið fengnir til þess að framkvæma verkið. Allsstaðar annarsstaðar en hér á landi er það Landhelgisgæsla við- komandi lands sem ber ábyrgð á öllum leiðar- og siglingarmerkjum sem sjófarendur þurfa að nota. Og þar er hlutur siglingamála líka tekinn inn í dæmið. Aukið eftirlit Þegar skip koma til dæmis til hafna í Bandaríkjunum, kemur strandgæslan um borð og ræðir annað hvort við skipstjóra eða 1. stýrimann og fær upplýsingar um atvinnuskírteini fyrir skipstjóra, stýrimann og vélstjóra, athuguð eru sjókort, siglingatæki og olíu- dagbók, hvenær olía var síðast skilin. Einnig er ýmiss útbúnaður skipsins kannaður s.s. safnþró, en í Bandaríkjunum mega skip ekki losa saur eða annað úrgangsefni eftir að þau eru komin inn fyrir þrjár sjómílur. Séu skip ekki búin slíkri safnþró, hafa þau ekki leyfi til að skola niður úr salernum. Einnig er allur björgunarútbún- aður kannaður, lífbátar, bjarg- hringir og slökkvitæki, það er fylgst með því hvenær björgunar- æfingar hafa farið fram og fleira í þeim dúr. Þessir hlutir ættu allir að vera í höndum Landhelgisgæslunnar hér. Stéttarfélög sjómanna eru mjög óánægð með það hvemig farið er í kringum skráningu á skipum og lítið eftirlit haft með þeim hlutum. Það er sífellt verið að skrá menn sem ekki hafa réttindi. Þegar Landhelgisgæslan fer um borð í skip til að kanna veiðarfæri, ætti hún í leiðinni að athuga skrán- ingarskírteini og öryggisútbúnað bátanna. — En segjum sem svo að þessir hlutir yrðu látnir í hendur Land- VÍKINGUR helgisgæslunnar. Er þá nokkuð að gera fyrir Vitamálastofnunina? — Já, já, þeir hafa feykinóg að gera með hafnirnar. Þeir sjá varla fram úr því. Vitar hafa á undan- fömum árum verið að drabbast niður . . . þetta er til stórskammar og vansæmdar fyrir okkur. Til dæmis liggur Straumnesviti undir stórskemmdum. Að vísu var hann málaður í sumar, en það breytir litlu. Upphaflega er þetta stál- grindarviti sem síðan var forskal- aður. Og áður en hann var mál- aður, var ryðið alls staðar komið í gegnum steypuna, bara vegna vanhirðu. Ástandið á honum er hrikalegt svo ekki sé meira sagt. Stiginn upp í hann sem er einir tólf eða sextán metrar ... það veit enginn hvenær honum þóknast að hrynja. Og upp þennan stiga verða menn að fara til að sinna skylduverkum. Næg verkefni fyrir Árvakur Það er einmitt tímabært núna að gera róttækar ráðstafanir og fara yfir alla vitana frá grunni. Margir eru alveg á síðasta snún- ing. Ég hef ekki trú á því að stétt- arfélögin taki það í mál að þessir vitar verði lagðir niður. Og einmitt þama er óhemju stórt verkefni fyrir Árvakur, bæði við endur- byggingu vitanna og líka við að steypa þyrlupalla, sem yrðu til mikils hagræðis ef við hefðum af- not af þyrlu. Þá er hægt að setja menn í land þótt brim sé við ströndina. Áður fyrr urðu skipin stundum að bíða dögum saman vegna sjógangs svo að hægt væri að koma mönnum í land. Ef þyrlupallar yrðu útbúnir, væri það mál úr sögunni. Nú, það eru mörg önnur verk- efni sem Árvakur gæti tekið að sér. Ég tel bráðnauðsynlegt að styrkja Kolbeinsey innan tíðar, áður en þessi mikilvægi grunn- punktur hverfur alveg sjónum. Þetta er aðkallandi mál, sem stjómvöld verða að skilja. Ég þori að fullyrða að Kolbeinsey verður ekki ofansjávar um aldamótin, verði ekkert gert. Fyrir tveimur til þremur árum var mikið talað um 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.