Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 47
orðin mun umsvifameiri fyrirtæki og sá ég oft að eigandi bílsins ók á undan í fólksbíl, gjarnan með einkabílstjóra og sagði vörubíl- stjóranum til þegar þurfti að bakka og annaðist skipulagsstörf á staðnum. Nígerískir vörubílstjórar eru með eindæmum lélegir bakk- arar. Að hálfu innflytjenda hafði ísraelsmaður umsjón með losun- inni. Líbanir voru a.m.k. þrír til eftirlits og gullskreytti negrinn var mættur með hjörð aðstoðar- manna. Hver þessara aðila hafi sitt talningsfólk. Umboðsmaður skipsins var með losunarstjóra, „supervisor“ sem hafði sína teljara og eftirlitsmenn. Losunarstjórann kölluðum við apabróður vegna framkomu og reiginglegs göngu- lags. Innflytjandi hafði ráðið tvenns konar lögreglusveitir til þjófapössunar, en skreið er afar verðmæt vara í Nígeríu. Verka- menn gerðu sitt besta til að éta sig metta og reyndu að stinga inn á sig skreið. Þjófapassararnir stóðu sig eins og hetjur þar til þeir komust að raun um hvað skreiðin er góð á bragðið. Eftir það voru þeir mest í því að seðja sig. Eitt sinn kom ég að nánasta samstarfsmanni apa- bróðurs vera að éta skreið aftur á dekki. Skipaði ég honum að skila skreiðinni og koma sér fram á dekk. Vinurinn var þessu greini- lega vanur og svaraði afar yfir- vegaður: „Ég er ekki að stela, ég er að vinna.“ Apabróðir og hans menn heimtuðu að fá skrifstofu og að- stöðu og mat fyrir þrjá menn meðan unnið væri að losun. Vildu þeir fá annan hvom messan eða álíka vistarveru. En sú stefna hafði verið tekin í upphafi að hleypa þessu liði ekki inn í yfirbygging- una nema nauðsyn bæri til. Lét ég því taka bilaða þvottavél út úr þvottahúsi yfirmanna, klambra saman borði yfir vaskinn og setja lykteyðandi í niðurföllin. Afhenti VÍKINGUR ég vinunum skrifstofuna til af- nota. Þar voru síðan 1—2 menn mest allan daginn við einhvers konar útreikninga og skýrslugjörð, en Nígeríumenn slá jafnvel rússa út í eyðublað og skýrslugleði. Ólafur vikapiltur færði félögunum mat á plastdiskum öll mál og átu þeir allt sem borið var fyrir þá, jafnvel slátur. Svið voru ekki til um borð og því ekki hægt að bjóða innfæddum slíkan herramanns- mat. Það vakti athygli okkar fljótlega eftir komu hvað innfæddir voru lítið feimnir þegar þeir sinntu kalli náttúrunnar. Gengu þeir flestir með lítil pappaspjöld upp á vas- ann, sem þeir settu á jörðina þar sem þeir hugðust hafa hægðir. Var svona nokk sama hvar menn voru staddir, bara ef þeir voru ekki fyr- ir, þá leystu þeir niður um sig, at- höfnuðu sig, tóku síðan vasaút- gáfu af hreinlætiseyðublöðum sem flestir virtust ganga með, not- uðu það og hentu síðan öllu gumsinu í fljótið eða opin ræsin í bænum. Losunin gekk hægt fyrstu vik- una. Skortur á vörubílum, rigning og deilur milli innflytjenda, líban- anna og negrahöfðingjans ollu oft töfum. Negrinn stóð ekki við skuldbindingar sínar og stoppaði þá svisslendingurinn eða ísraels- maðurinn í umboði svisslendings- ins losunina. Þegar líbönunum tókst að útvega peninga var losun framhaldið. Þegar við komum til Port Har- court var umboðsmaður skipsins beðinn um að senda um borð skipshöndlara og sjá okkur fyrir ferskvatni. Daginn eftir birtist um borð maður sem kynnti sig sem skipshöndlara umboðsmannsins. Gerði matsveinninn hjá honum pöntun á kartöflum, grænmeti og ýnrsum þeim vörum er skortur var orðinn á um borð. Aðspurður um verð sagði vinurinn einungis að hann byði upp á mjög góð kjör því við værum alveg sérdeilis góðir viðskiptavinir. Þegar varan kom var hún yfirleitt ekki í því magni sem beðið var um og jafnvel ekki réttar tegundir. En þar sem vöntun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.