Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 53
ingum í nærur. Ennig bað hann um frjáls framlög. Ef menn gátu ekki látið dollara eða pund af hendi rakna þótti honum vænt um að fá smjör eða súkkulaði. Ef ekkert af þessu var til lét hann sér nægja nokkrar bjórflöskur. Vinur vor lóðsinn var trúaður maður og biblíufróður. Hann til- heyrði söfnuði sem hafði lesið það milli línanna í bíflíunni að Kristur væri fæddur í október og þá hélt hans fólk jól. I Nígeríu er fjöl- kvæni algengt og þá aðallega meðal múhameðstrúarmanna, sem eru í meirihluta í norður hluta landsins þar sem höfuðborgin Lagos er. í suður hluta landsins er kristni algengari. Lóðsinn hélt því fram að ekki væri stafur fyrir því í bíflíunni að fjölkvæni væri gegn vilja guðs. Hann sagðist að vísu aðeins vera giftur einni en bætti sér það upp með hjákonu. Börn hans voru í menntatækni- og há- skólum. Hvítur maður sem ég kynntist þarna sagði að hægt væri að kaupa hvaða prófgráðu sem væri. Það að nær annar hver mað- ur sem minnst var á í sjónvarpinu bar doktorstitil renndi stoðum undir þessa skoðun. Heilbrigðisþjónusta í Nígeríu er ekki upp á marga fiska. Að vísu má heita að bólusetning gegn ýmsum sjúkdómum sé almenn, en ef einhver fyrirmaður veikist alvarlega fer hann tafarlaust með næstu flugvél til London eða Sviss. Hvítir starfsmenn í Nígeríu hafa það í ráðningarsamningi sínum að veikist þeir skuli tryggingafélag vinnuveitenda sjá þeim fyrir fari með fyrstu vél til Norður-Evrópu. Ef slys ber að höndum eru tvær flugvélar búnar fullkomnum skurðstofum og með hjúkrunarlið, til taks í sitthvoru Afríkuríkinu á vegum sama tryggingafélags, til að hefja sig til flugs þegar beiðni kemur um aðstoð við skjólstæð- ing tryggingafélagsins. Við þurftum tvívegis að senda VÍKINGUR sjúklinga til læknis. í fyrra skipt- ið hlaut vélstjóri slæmt svöðusár. með hjálp eins líbanans var farið með hann til egyptsks kvenlæknis, en innfluttum egyptskum og ind- verskum læknum er betur treyst en innfæddum. Saumaði hún svo gisið og illa að stýrimaður eftir vikuveru á slysavarðstofu hefði átt að geta betur. Seinna þurfti að fara með mann til innfædds læknis vegna húðsjúkdóms. Hann var rangt greindur og fékk mað- urinn ranga meðhöndlun. Áður en lagt er í ferðir til Nígeríu er vissara að vera vel búinn sýklalyfjum, því þar er þörf fyrir þau en erfitt og dýrt að fá þau. Skipun hafnarstjórans var framkvæmd. Vig sigldum niður að Dawes-Eyju og lögðumst við akkeri. Héldum við sjóvökur og höfðum mann á bakka eftir myrkur. Þarna lágu um 10 skip. Eitt þeirra var júgóslavneskt og hafði verið þar síðan í apríl. Farmur skipsins var hrísgrjón sem eru dýr í Nígeríu. Þessi bið stafaði af tímabundnu innflutningsbanni sem jók eftirspurnina, og hækkaði verðið. Flestir þeir sem koma ná- lægt þessum farmi högnuðust því meir eftir því sem biðin var lengri. Á kvöldin komu stúlkurnar á bátum og buðu blíðu sína. Þó henni væri hafnað gáfu stúlkurnar sig ekki og komu aftur og sögðu þá: Make love not for money just for love and stockfish, sem út- leggst: Við elskum ekki fyrir pen- inga heldur vegna ástar og fyrir skreið. En allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir mórauðan lit fljótsins létu stákarnir það ekki á sig fá heldur syntu í kringum skipið og hentu sér til sunds af stefni og allt upp að dekki fyrir neðan brúar- dekk. Þar er um átta metra fall- hæð. engum varð meint, af heldur hresstust rnenn við baðið. Börn frá nærliggjandi þorpum sem virðast læra að halda á ár og synda áður en þau læra að ganga seldu okkur banana og léku listir sínar fyrir aftan skipið flesta daga. Dag einn þegar björgunartæki skipsins voru yfirfarin var tæki- færið notað og höfð róðrar- og seglaæfing. Rérum við eftir fljót- inu meðfram þremur húsaþyrp- ingum. í þorpi því er næst okkur var voru öll húsin stráhús og fremur hrörleg. í næsta þorpi voru hús ýmisst byggð úr stráum eða bárujárni og krossviðarplötum. í þriðja þorpinu sem var fjölmenn- ast voru öll húsin úr bárujámi og krossviði. Þar var einnig mest menningin. Sem sé öskuhaugar og tómar olíutunnur í jarðri þorpsins Fararstjóri leiðangursins: Sigurjón Sigurjónsson skipstjóri. (Mynd Þ.H.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.