Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 59
Gestur Kristinsson: Tvísýna Mikið andskoti er kalt. Þetta var fyrsta hugsunin á þessum degi, sem var rðkrétt og studdist við staðreyndir. Þegar ég vaknaði til að hlusta á eitt-veðrið, hafði ég opnað tækið, en spáin og lýsingin höfðu einhvem veginn farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Það var kannske engin furða því landlega hafði verið í marga daga og ekkert minnkunarmót sjáanlegt kvöldið áður. Það var heldur engin nýlunda, að veður- fræðingur sjónvarpsins hafði forðast að setja vindpílur á Vest- fjarðamiðin eins og oft áður. Ég hafði einnig með ákefð og af ástríðu plægt og sáð Adamsakur um kvöldið, í fullkomnu kæru- leysi um, hvort af því leiddi van- getu til að róa daginn eftir. Veðurþulan bauð góða nótt og var svo traustvekjandi í áherzlum sín- um að ég greip símann til að ræsa. Eins og oftast kom talsónn, allt á tali. Eftir nokkrar tilraunir og ýmiss konar hugleiðingar um símaþjónustuna, fékk ég réttan són, og innan stundar var búið að kalla út allt liðið, landmenn og sjómenn. Þá lá víst fyrir að koma sér í föt, það gekk bærilega, og kaffisopi ásamt sígarettu, kláruðu að vekja af manni værðarslénið, svo það síaðist inn í vitundina sem bláköld staðreynd, að ég var að fara á sjó. Þegar ég kom út í dyrnar, blés hvass vindur úr ANA og hríðar- kófið var svo mikið að vart grillti í næstu hús, þetta var þó ekki ofankoma, heldur skafrenningur, því upp úr kófinu sá í stjörnu- bjartan himin. Þá skýrðist þetta VÍKINGUR með kuldann, en útlitið, — eins og oft áður, tvísýnt. Hvað skal gera? Þessi spuming vaknar alltaf í tvísýnu. Þá er að vega og meta, með og móti. í gegnum hugann fljúga minn- ingaleiftur um: veður, útlit, afla, atvik og atburði. Þetta raðast svo upp í heillega mynd, nokkuð margbrotna í fyrstu. Síðan er hún einfölduð, strikað út og bætt inn í eftir þörfum, þó er alltaf dregið fram meira af hinu jákvæða. Veiðimennskan er svo sterkur þáttur í eðlinu, að til þess að full- nægja veiðiþörfinni, og komast á sjó, er oft litið fram hjá ýmsum mikilvægum staðreyndum. Stundum kemur þetta manni í koll, stundum ekki og áhættan kitlar, á þessu sviði eins og öðrum. Á leiðinni niður að höfn, varð ég þess var, að mínir menn voru komnir á kreik. Mér sýnist sem færðin muni reynast landmönn- unum erfið við að aka lóðunum, því víða hefur dregið í skafla og sjálfsagt mun kófið takmarka út- sýni bílstjórans. Vi/S höfnina er kuldalegt um að litast, jakahröngl um allan sjó, at- hafnasvæðið þakið snjó, bátarnir fannbarðir og lunningafullir af snjó, það marrar og brestur í freðnum endum og stundum syrtir svo að, að almyrkt verður, þó hafnarsvæðið sé vellýst. Allt gengur samkvæmt venju, þó talsvert dragist í tímann að komast af stað. Það þarf að moka snjó, bóma og blakkir eru freðnar, falir fannbarðir, vélin gengur óreglulega fyrst í fall, það drynur hátt í spilinu, olían er ísköld og kokkurinn á í erfiðleikum ineð að fá líf í kabyssuna fram í. Balarnir sveiflast aftur af bíl- pallinum og eru settir inn í skýlið, það ætti ekki að vera úldið á þeim núna — allt freðið í einn stump. Örugglega þarf að sprauta í þá þegar farið verður að leggja, en vel að merkja. Smúlslangan er kolfreðin og verður að stinga henni ofan í mótorhús. Innan stundar er losað, aftur- endi, forendi, það er keyrt í springinn, báturinn skellur nokk- uð fast í garðinn og snjór og klaki hrynja alls staðar. — Það hefur birt upp hríðarkófinu. — Við snúum í höfninni og brátt horfir út fjörðinn. Þegar kemur út á vitann mætir okkur frískur vindur af NA og þung alda úr sömu átt. Ekki er það nú of gott. Aftur byrjar baráttan við tvísýnuna, en um nóg hafði verið að hugsa í sambandi við brottförina, nú hefur hægst um og þá byrjar það. Hvert á að fara, hvar fæst fiskur, hvar verður sæmilegt veður, hvernig er fallið, er stórstreymt, hvar halda togar- arnir sig, eru fleiri bátar á ferð? Þessum spurningum þarf að svara ásamt mörgum fleiri. Hug- urinn er í önnum, þó á ytra borð- inu sé allt slétt og fellt, og jafnvel að manni hrjóti gamanyrði af vör við nærstadda, og tvíræð saga sé vel þegin. Maður lítur í gamlar dagbækur, almanak, og útvarps- tækin suða með tilheyrandi braki og brestum. Til að byrja með er látið horfa á Skálavíkina, hún hefur löngum 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.