Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Side 64
Tryggingastofnun ríkisins
hefur með höndum slysa-, elli-, örorku-, ekkna-, mæðra- og barna-
tryggingar — samkvæmt lögum um almannatryggingar.
Afgreiðsla fyrir:
Atvinnuleysls-
tryggingasjóð
Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins
Lffeyrissjóður
barnakennara
Lífeyrissjóður
hjúkrunarkvenna
Erfðafjársjóð
Lífeyrissjóð
Ijósmæðra
Byggingarsjóð
aldraðs fólks
Athygli fólks á ellilífeyrisaldri er
vakin á því, að lífeyrir hækkar um
ca. 8% fyrir hvert ár eftir 67 ára
aidur, sem lífeyrir er ekki tekinn,
allt að 72 ára aldri. Sá sem byrjar
töku lífeyris við 72 ára aldur fær
því 40% hærri lífeyri en sá, sem
tekur lífeyri frá 67 ára aldri.
Það sem mælir með frestun fyrir
þá, sem ekki þurfa beinlínis á líf-
eyrinum að halda er:
að hækkun er verðtryggð að því
leyti, að hún reiknast ofan á þá
lífeyrisfjárhæð, sem gildir, þegar
lífeyririnn er greiddur
að lífeyririnn er tekjuskattsskyld-
ur, sem varðar þeim mun meiru,
sem hann leggst við hærri tekjur,
að falli maður frá, sem hefir frest-
að töku lífeyris, nýtist réttur hans
til hækkunar maka á lífeyrisaldri,
sem hinn látni kann að skilja eftir
sig.
Það sem mælir á móti frestun, er
að lífeyrisþegi, sem ekki lætur
eftir sig maka, kann að falla frá,
áður en hann hefir notið hækkun-
arinnar.
Vandið val smurefna
Framleiðsla smurefna byggist á Við bjóðum einungis viðurkennd
samvinnu véla- og olíuframleið- smurefni, sem fullnægja ítrustu
enda. Smurþjónusta okkar byggist á kröfum um hagkvæmni og öryggi.
niðurstöðum slíks samstarfs.
Olíufélagið Skeljungur hf
ShelV Suðurlandsbraut 4, Reykjavík Sími: 38100
64
VÍKINGUR