Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Page 27
Sparisjóður Kristján Steinsson ráðinn starfsmaður. Þá var og sam- þykkt að um haustið yrði tek- in upp sú starfstilhögun að einn maður starfaði allan daginn, ein stúlka allan dag- inn og ein stúlka frá kl. 13 . Um haustið, þann 16. okt- óber, var samþykkt að bjóða nýjum starfsmanni, Hallgrimi G. Jónssyni, vinnu frá kl. 13 þar til afgreiðslu og uppgjöri væri lokið að kveldi. Hóf hann þar með langan starfsferil hjá sparisjóðnum og er nú spari- sjóðsstjóri. En þann 4. mars 1964 lét Tómas Guðjónsson af störfum sem umsjónar- maður sparisjóðsins og við þvi starfi tók Kristján Steins- son og fékk hann titilinn sparisjóðsstjóri. Húsnæðismálin Þann 23. mars 1969 var á aðalfundi rætt um að byggja hús með V.S.F.Í. og F.F.S.Í.. Var það hugsað sem félags- miðstöð til frambúðar fyrir þessa aðila. Sparisjóðurinn og félögin yrðu þá til húsa á sama stað, sem þótti mjög heppilegt. Snemma sumars kom formaður sparisjóðsins, Jón Júlíusson, aö máli við Örn Steinsson formann Vélstjórafélags íslands og benti á að lóð væri hægt að fá undir félagsheimili skammt frá Héðinshöfða. Á fundi í Vélstjórafélagi íslands var ákveðið að skrifa stjórn sparisjóðsins og F.F.S.i. og athuga hvort áhugi væri á því að sækja um þessa lóð. Svo fór að það var gert og fengu þessir aðilar 5 þúsund fer- metra lóð og byggðu þar hið glæsilega hús sitt. Húsnæði sparisjóðsins að Bárugötu 11 var orðið alltof litið, sökum þess að hann var í örum vexti. Árið 1971 flutti spari- sjóöurinn starfsemi sina að Hátúni 4a en þar hafði fengist 189 fermetra húsnæði. Það var svo þann 4. nóvember 1977 að sparisjóöurinn flutti í núverandi húsnæði sitt að Borgartúni 18 en þá hafði all- ur tækja- og vélakostur hans verið endurnýjaður. Á því 6 ára timabili, sem sjóðurinn starfaði i Hátúni 4a sexföld- uðust innistæðurnar í sjóðn- um og námu 770 milljónum króna þegar sjóðurinn hóf starfsemi sina í eigin hús- næði að Borgartúni 18. Útibúsdraumar Vegna sifelldrar aukningar á viðskiptum hefur sparisjóður- inn haft hug á að útvikka starfsemi sina. Hefur áhugi þvi lengi verið á þvi að opna útibú en öllum umsóknum hefur verið hafnað, þar til nú að opnað hefur verið útibú að Siðumúla 1. Það voru fyrst og fremst ný lög um banka og sparisjóði sem urðu til þess að hægt var að opna útibú. í þessum nýju lögum segir aö opna megi útibú en það skil- yrði fylgir að fasteignir þær sem notaðar eru undir starfsemina megi ekki nema hærri fjárhæð en 65% af eig- in fé sparisjóðsins. Þessum skilyrðum fullnægir Spari- sjóður vélstjóra. Á árinu 1965 tók sparisjóður- inn upp vélabókhald og frá 1977 hafa allir sparisjóös- reikningar verið tölvuunnir. Á árinu 1984 var tæknivæðing- in enn aukin en þá festi spari- sjóðurinn kaup á fullkomnum tölvubúnaði, sem tengdur hefur verið reiknistofu bank- anna. Þá hefur hraðbanka verið komiö upp, sem starfar allan sólarhringinn, þannig að Sparisjóður vélstjóra er i dag jafn vel tæknivæddur og frek- ast er kostur hjá banka eða sparisjóði. Viðskitpavinir við af- greiðsluborðið geta virt fyrir sér útsýnið yfir Sundin og fjöllin þar fyrir norðan, en sé kuldalegt út að líta má alltaf orna sér við hlý- legt viðmót starfsfólks sparisjóðsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.