Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Side 48
nýJUMGAR
Dælustýring með
hátíðni hljóðbylgjum
Fyrirtækið Danfoss fram-
leiðir nú stýribúnað fyrir dæl-
ur sem byggist á hátíðni-
hljóöbylgjum. Stýribúnaður
þessi nefnist EMULP og er
notaður fyrir sjálfvirkar dælur
og gerður fyrir 2 eða 3 hæð-
arfleti sem þá annaðhvort
setja dælu af stað eða
stoppa hana og stýra 1, 2
eða 3 dælum. Kosturinn við
að nota hátiðnihljóðbylgjur er
að hæðarmælingin fer fram
án snertingar við viðkomandi
vökva og þvi ekki hætta á að
efni úr vökvanum hlaðist á
nemann eða tæri hann, en
það er vel þekkt vandkvæði
þegar raftækni er notuð i
þessum tilgangi.
Mælingin með hátíðnihljóð-
bylgjum fer fram á þann hátt
að hljóðbylgjurnar eru sendar
EMULP sem stýrir dæl-
ingu meö hátíönihljóð-
bylgjum.
48 VÍKINGUR
að yfirborði vökvans og end-
urkastast þaöan til mælisins
sem mælir tímann frá því að
sendingin átti sér stað og þar
til endurvarpið kemur. Með
tímanum og hljóðhraðanum
fæst fjarlægðin til yfirborðs-
vökvans og þar með hæðin á
yfirborðinu. Tapist endurvarp
sem getur komið fyrir þegar
mikil froða er á yfirborði vökv-
ans stöðvast allar dælurnar
og fara ekki í gang aftur fyrr
en endurvarp næst. Hæð
vökvans í tanknum vex þá og
fjarlægðin frá mælinum
minnkar og því liklegra að
endurvarp náist, en gerist
það ekki mun yfirborðið ná
mælinum fyrr eða siðar, og þá
fara allar dælur i gang. Dælu-
stýring af þessu tagi hentar
vel fyrir vatnsveitukerfi og
hreinsikerfi fyrir skolp. Um-
boðsaðili fyrir Danfoss hér á
landi er Héðinn h.f. Seljavegi
2 Reykjavík.
Rafeindaskjár
fyrir hraðbáta
Bandariska fyrirtækið
Signet Marine Products
kynnir nýja gerð af rafeinda-
skjá fyrir hraöbáta. Skjár
þessi er fjölhæfur hvað snert-
ir framsetningu upplýsinga.
Notandinn getur ekki aðeins
valiö stærð stafa á skjánum
heldur einnig tegund upplýs-
inga sem hann vill fá á
skjáinn. Skjárinn er 4 tommu
og svo kallaður LCD skjár, en
röð stjórntakka er neðan viö
hann. Kerfi þetta kallast
Landmark og kynnir sjálft sig
þegar kveikt er á því með þvi
að á skjánum birtist „Halló,
ég er Landmark". Notandinn
er þvi næst spurður hvort
hann þurfi aðstoð; ef hann
ýtir á já-takkann fær hann á
skjáinn lista yfirýmsa mögu-
leika um aðstoð. Landmark
kerfið er hægt að tengja við
vegmæli, dýptarmæli og hita-
mæli. Ef aðeins er beðið um
eitt er það sýnt á skjánum i
stórum tölum sem ná þá yfir
næstum allan skjáinn. Ef
beðið er um tvennt samtímis
er önnur stærðin ofan til á
skjánum, hin neðan til. Hægt
er aö fá fernskonar upplýs-
ingar í einu á skjáinn, en þá
eru stafirnir hlutfallslega
minni en áður. Hraða allt að
50 sjóm. á klst. og dýpi allt að
60 m er hægt að sýna á
skjánum. Dýpi er einnig hægt
að sýna grafískt, en um leið
er þó alltaf dýpið einnig i töl-
um ásamt hitastigi. Skjárinn
er tengdur örtölvu sem er
tengdur hinum ýmsu upplýs-
ingalindum. Kerfið er hægt að
stækka eftirþörfum.
Prentari til nota á sjó
Dagar rafeindaleiðarbókar-
innar nálgast óðum eftir því
sem rafeindasiglingatækin
verða tölvuvæddari. Fyrir-
tækið Lokata hefur stigið eitt
skref i þessa átt með nýjum
prentara sem Racal-Decca
Marine markaðssetur. Prent-
arinn er hannaður fyrir teng-
ingu við Racal Decca MNS
2000, en má þó tengja hann
við önnur staðarákvörðunar-
tæki frá Racal-Decca svo og
samskonar tæki frá öðrum
framleiðendum. Auk þess má
nota prentarann við tölvu ef
hún er um borð. Prentari
þessi er sérstaklega til notk-
unar á sjó og er þessvegna i
álkassa sem hægt er að
festa á vegg eða borð. Hann
er fyrir 12 eða 24 volta jafn-
spennu. Ef hann er tengdur
við MNS 2000 fær hann ork-
una frá því tæki. Þegar prent-
arinn er tengdur gervitungla-
móttakara prentar hann ekki
aðeins út dagsetningu, tima
og staðarákvörðun heldur
einnig upplýsingar um tunglin
sem notuð voru svo meta
megi nákvæmni staösetning-
anna. Tengdur MNS 2000
fást prentaðar margvislegar
upplýsingar auk decca, loran
og omega staðarlína. Upplýs-
ingar um leiðarpunkta (way-
point) fást einnig prentaöar
út. Vegna vaxandi tölvuvæð-
ingar um borð er þessi prent-
ari fær um að prenta margs-
konar aðrar upplýsingar en
hér á undan hafa veriö nefnd-
ar. Hann hefur RS232,
RS423, NMEA 0180 Com-
plex og Centronics tengingar
(interfase) sem gerir fært að
tengja þennan prentara við
flestan rafeindabúnað.