Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Page 50
Aukið öryggi er g Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður Síðari hluti viðtals við Magnús Jóhannes- son, sigl- ingamála- stjóra Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri. 50 VÍKINGUR Hér kemur síðari hluti viðtalsins við Magnús Jóhannesson siglingamálastjóra, en fyrri hlutinn var í síðasta blaði. Því er ekki aö leyna að nokkur mistök urðu okkur á í sambandi við birtingu fyrri hlutans, við nefndum ekki að meira væri eftir og teikn- ingar, sem áttu að fylgja þessum hluta, voru prentaðar þá. En það sem mestu skiptir er að það sem Magnús hefur að segja hefur mikla þýðingu fyrir sjómenn og það kemst óbrenglað til skila. Við biðjumst velvirðingar á mistökunum. Ritstjóri. — Mig langar að skjóta hér inn einni spurningu. Á undanförnum árum hefur mjög margt verið gert í öryggismálum sjómanna; þykir þér vaxandi skilningur sjómanna á þessum máium, í Ijósi þess að allt er þetta gagnslaust nema sjómenn sjálfir fari eftir þeim reglum sem settar eru? „Ég er á því að vaxandi skilningur sé hjá sjómönnum á öryggismálunum og ég er sannfærður um að það hefur orðið breyting á hugsunar- hætti manna hvaö varðar þau mál. Ég er hinsvegar sann- færður um að sú breyting getur gengið til baka skyndi- lega ef ekki er ýtt á þessi mál og þeim ævinlega haldið vak- andi. Og, enda þótt margt hafi áunnist, er samt ýmislegt enn i ólagi sem veröur að kippa i lag. Dæmi um það eru slysa- skráningar. Auðvitað vilja allir að enga slysaskráningu þyrfti, það væru engin slys. En þau eiga sér stað því mið- ur og það er alveg nauðsyn- legt að skrá þau sem ná- kvæmast, svo hægt sé að vinna fyrirbyggjandi störf, læra af þeim slysum sem verða. Menn hafa það á til- finningunni hvar slysahættan er mest en þaö er ekki nóg. Skráningin verður að vera nákvæm, fjöldi slysa, hvar um borð þau eiga sér stað og við hvaða aðstæður, svo dæmi séu nefnd. Þaö var sett inní siglingarlögin i fyrra kvöö á skipstjóra aö gera þetta, en þvi miður er misbrestur á þvi aö þeir sinni þessari skyldu sinni. Eins vantar mikið á hvað varöar úrvinnsluna. Það er ekki nóg að sjómenn skili skýrslum ef ekki er unniö úr þeim. i þessum efnum tel ég að mikið verk sé að vinna." Eldvarnir og björgun- aræfingar „Eitt af því sem við ætlum að gera kröfur um er að menn framfylgi reglum um eld- varna- og björgunaræfingar um borð í fiskiskipum. Sigl- ingamálastofnun hefur látið útbúa leiöbeiningar fyrir sjó- menn. Við ætlum í fyrstu lotu að snúa okkur að skipum yfir 300 tonnum en færa okkur svo niður í minni skipin. Kröf- una um að björgunaræfingar séu haldnar mánaðarlega tel ég raunar vera óraunhæfa eins og málin standa í dag. Við höfum hugsað okkur að gera kröfu til þess þegar meira en fjórðungur áhafnar er nýr, þá séu gerðaræfingar, og eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Ef þessu verður ekki framfylgt munum við ekki gefa út pappíra fyrir skipið." „Síðan munum viö snúa okkur að minni fiskiskipunum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.