Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Síða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Síða 51
óð fjárfesting allt niöur I 24 metra aö lengd. Og smátt og smátt nálgast kröfurnar um a.m.k. mánaö- arlega björgunar- og eldvarn- aræfingar i öllum skipum stærri en 24 m. „Skipaeftirlitið er viöa- mesta verkefni stofnunarinn- ar og þess eölis aö hún þarf stöðugt að vera á verði, m.a. vegna tækniþróunar og stöö- ugt nýrra viðhorfa i fiskveið- um og siglingum, til að sjá til þess aö slikar breytingar dragi ekki úr öryggi skipa. Dæmi um þetta, sem við höf- um rekið okkur á nú upp á síðkastið, er neyðarútgangar á fiskiskipum. Nokkuð hefur borið á því við skoðun að neyðarútgangar hafa verið lokaðir með því að veiöarfæri, gömul eða ný, hafa verið sett fyrir þá. Það er i sjálfu sér litið vandamál að láta fjarlægja þessar hindranir í þessum til- vikum, en það er til lítils ef sett er jafnskjótt fyrir neyðar- útganginn aftur. Aftur eru dæmi þess aö neyðarútgöng- um hefur hreinlega verið lok- að þegar framkvæmdar hafa verið breytingar á skipunum. i lögum er bannað að breyta skipum án þess að leitað sé eftir samþykki Siglingamála- stofnunaren sannleikurinn er sá að á þessu eru vanhöld. Þetta hefur þó lagast en bet- ur má ef duga skal. Menn láta byggja yfir báta sina, sem vissulega eykur sjóhæfni þeirra. Þessi lokun skipanna gerir aftur á móti auknar kröf- ur til þess að neyðarútgangar séu fyrir hendi og vel opnan- legir. Einnig verður að gera meiri kröfur til þess að eld- varnir um borð séu í góöu lagi og eldviðvörunarkerfi einnig. Þetta er dæmi um hvernig aukið öryggi á einu sviði kall- ar á aukið öryggi á öðru. Við höfum brugðist við þessu með því að vinna aö auknum eldvörnum um borð í fiski- skipunum. Á þessu ári verður sett eldviðvörunarkerfi i öll fiskiskip sem eru yfir 150 tonn að stærð. Á næsta ári á það svo að koma i öll skip undir 150 lestum og niður í skip sem eru 15 m löng. Eld- varnakerfið er þannig að það er tengt um allt skip og lætur vita uppí þrú ef eldur þrýst út. Þarna er um að ræða um 500 skip og það er gleöiefni hve vel þetta hefur gengið hingað til og hve skilningur útgerðar- manna á þessu er mikill.“ Fræðslubæklingar „Eitt af þvi sem við erum nú að vinna að er útgáfa fræöslubæklinga. Viö erum sannfærö um aö fræösla sem byggist á staðreyndum sé lykilþátturinn i auknu öryggi til sjós. Fyrsti fræðslu- bæklingurinn sem Siglinga- málastofnun gaf út var árið 1981 um gúmmibjörgunar- báta, bæklingur númer tvö er lækningahandbók og nú fyrir skömmu kom sá þriðji, sem fjallar um björgun úr köldum sjó. Fleiri bæklingar eru i undirbúningi. Þingmanna- nefndin um öryggismál sjó- manna lagði til fé i útgáfuna en fjárskortur er eitt okkar mesta vandamál, en ég von- ast eftir skilningi stjórnvalda i þessu máli. Aukið öryggi og fækkun slysa er góð fjárfest- ing. Norðmenn segja 22 þús- und störf á fiskiskipaflota sinum og slys um þorð i fiski- skipum kosti 350 miljónir norskra króna á ári, sem eru tæpir 2 miljarðar islenskra króna. Hjá okkur eru 5700 til 5800 störf á fiskiskipaflotan- um og ef við reiknum með hliðstæðri slysatíðni kosta slys um borð okkur um % miljarö króna. Það er þvi ekki lítill hagnaður að fækka þeim. Fjárfestingar í auknu öryggi & þjóðhagslegur sparnaður (Núvirði fjárfestingar) Norðmenn ætla nú með risa- átaki að fækka slysum um borð i fiskiskipum um % og það kostar stórfé, en þeir segja að það muni borga sig á um 5—6 árum. Hér er því mikið i húfi." Undanþágumálið — Hvernig hefur gengið að fá menn til aö sækja námskeiðin, sem undan- þágunefndin kom á, og fækka þannig undanþágum fyrir stjórnendur fiskiskipa? „Það hefur gengið nokkuð vel. Siðan námskeiðin fyrir skipstjórnarmenn og vél- stjóra hófust hafa 500 lokið prófi. Hafa Menntamálaráðu- neytiö og sjómannaskólarnir Fjárfestingar i auknu öryggi skila sér með góðum arði til samfé- lagsins. VIKINGUR 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.