Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Page 108
LAX. Niðursuða á laxi af tegundinni reds hefur
dregist mikið saman, t.d. fer aðeins um 20% af
reds veiddum í Alaska i niðursuðu. í byrjun
ágúst var framleiðsla af niðursoðnum reds í
Bandarikjunum 288.000 kassar (48 stórar
dósir i kassanum) á móti 345.000 kössum á
sama tíma á siðasta ári. í Kanada (British
Columbia) var framleiðslan á sömu tegund
115.790 kassar en 312.195 á sama tíma í
fyrra. Á þessu ári er gert ráð fyrir aö verð til út-
flutnings á 48 '/2 dósum, þ.e. kassanum, verði
til að byrja með 3690—3772 krónur. Verð á
innanlandsmarkaði á 24 dósum stórum (ein-
um kassa) af reds verði að minnsta kosti 4100
krónur og 12 dósa kassi af sömu dósastærð
fari á 2255 krónur. Þetta verð þýðir 586 kr/kg
í heildsölu en verð á ferskum laxi er um 361
kr/kg. Búast má við verðfalli eftir jól ef niöur-
suðuverksmiðjur telja eftirspurn það litla að
flutningskostnaður taki hluta af hagnaðinum.
Kanadiskir framleiðendur ráða verði á tegund-
inni pink. Ef reiknað er með að heildarfram-
leiðslan verði 600.000 kassar, mest af þvi
hálfdósir vegna mikilla birgða af 'A dósum, má
ætla að 48 stykkja kassi af hálfdósum fari á
1435 kr. eða jafnvel minna enda þótt banda-
riskir framleiðendur þurfi 1558 kr.. Búast má
við aö kassinn af 24 stórum dósum af pink fari
á 1230 kr. eftirjól.
LÚÐA. Lúðuafli á vesturströnd Bandaríkjanna
fór 900 tonnum fram yfir kvóta árið 1986.
Veiðinefndin haföi sett mörkin við 30.000
tonn, en heildarveiðin varð hátt í 31.000 tonn.
Birgðir af frystri lúðu hafa vaxið miðað viö árið
1985. í lok ágúst voru birgðirnar 9.500 tonn,
aðeins minni en i júli þegar þær voru 10.500
tonn. í lok ágúst 1985 voru birgðir af þessum
fiski aðeins 3.600 tonn.
ALASKAUFSI. i byrjun hausts voru birgðir af
Alaskaufsa að því er fregnir herma mjög litlar.
Talsmaður Samands verksmiðjutogaraeig-
enda i Alaska sagði að þaö heföi komiö sam-
bandinu á óvart þegar eftirspurn varð meiri en
framboð. Sambandið býst við að jafnvægi
verði komið á milli eftirspurnar og framboðs
áriö 1987 þegar ný skip bætast i flotann. Árið
1985 varö framleiösla bandarískra skipa alls
6.356 tonn af flökum. i árslok 1986 gerir sam-
bandið ráö fyrir að flotinn muni framleiða
13.600 tonn af flökum. Samband verksmiöju-
togaraeigenda í Alaska hefur gert stórt mark-
aðsátak og m.a. komið Alaskaufsa á matseðil
skólaeldhúsa en nú snýr það sér að sjúkra-
húsum.
RÆKJA. Landanir i öllum þrem rikjum Banda-
rikjanna á vesturströndinni, þ.e. Kaliforníu,
Oregon og Washington halda áfram að aukast
og það gerir verð til sjómanna lika. Til og með
júlí voru 1860 tonn komin á land i Kaliforniu, i
Oregon voru þaö 10.000 tonn og i Washington
5600. Verð upp úr skipi var 54 kr/kg i júlí, en
frá lokum þess mánaðar og fram í miðjan
ágúst var veröið 59 kr. og hækkaði enn meir
þvi um miöjan september náöi það 68 kr/kg.
Mikið af eins árs gamalli rækju var í aflanum
sem ætti að gefa vonir um góöan afla á næsta
ári. Heildsölumarkaður er góður um þessar
mundir og gefa heildsalar 429—447 kr/kg fyr-
ir pillaða lausfrysta rækju. Fregnir herma aö
veitingahús greiði um 80 kr. meira fyrir kiló-
grammið. Rækja innflutt frá Noregi seldist á
447—475 kr/kg, en framleiöslu i Noregi er nú
lokið á þessu ári. Norðmenn hafa reynt að fá
rækju keypta á vesturströnd Bandaríkjanna
en þaö hefur orðið til aö hækka veróið. Annað
sem hefur orðið til að styrkja rækjumarkaðinn
er áhugi veitingahúsakeðju á vesturströndinni
á rækjusalati. McDonalds hefur til athugunar
að nota rækju í framleiðslu sína og ef til vill
hefur það haft áhrif á markaðinn. Innflutningur
Norðmanna var 25% minni á þessu ári en í
fyrra.
UM MIÐJAN ágúst var aö þvi er fregnir herma
markaður fyrir sockeye (smávaxin tegund af
Kyrrahafslaxi) i hámarki. Japanir höfðu þá
keypt allan þann lax sem þeir þurftu á aö
halda í reyk. Laxinn var seldur Japönum á
235—285 kr/kg eftir stærö FOB Seattle.
Gagnvart sölu á frystum laxi skiptir máli að
birgðir á Japansmarkaöi eru það miklar að
ekki er talið rúm fyrir meira en 25% af því sem
markaöurinn tók við í fyrra. Þetta mun einkum
valda mikilli sölutregöu á sockeye sem alltaf er
í háum verðflokki. Tegundin silvers selst til
Japans eins og er á 203 kr/kg FOB Alaska.
Sama tegund selst til Evrópu á 190—217
kr/kg FOB á vesturströnd Bandarikjanna. Troll
red kings (fiskurinn veiddur á slóða sem dreg-
inn er á eftir veiðiskipi) selst enn þá illa i
Evrópu eöa á 239 kr/kg CIF sem er 18 kr. of
lítiö. I byrjun ágúst var verðið til sjómanna í
Norður-Kaliforníu 189 — 194 kr/kg fyrir stóran
troll king, 145 — 154 fyrir meðalstóran og
113 — 122 fyrir lítinn. Troll silvers gáfu sjó-
mönnum 145—154 kr/kg fyrir stóran og
90—122 kr/kg fyrir litinn. í lok júli voru birgöir i
Bandarikjunum af frystum laxi 8853 tonn, i lok
júní voru birgðirnar 4722 tonn, en í júli á síð-
asta ári voru birgðir alls 9534 tonn.