Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 108

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 108
LAX. Niðursuða á laxi af tegundinni reds hefur dregist mikið saman, t.d. fer aðeins um 20% af reds veiddum í Alaska i niðursuðu. í byrjun ágúst var framleiðsla af niðursoðnum reds í Bandarikjunum 288.000 kassar (48 stórar dósir i kassanum) á móti 345.000 kössum á sama tíma á siðasta ári. í Kanada (British Columbia) var framleiðslan á sömu tegund 115.790 kassar en 312.195 á sama tíma í fyrra. Á þessu ári er gert ráð fyrir aö verð til út- flutnings á 48 '/2 dósum, þ.e. kassanum, verði til að byrja með 3690—3772 krónur. Verð á innanlandsmarkaði á 24 dósum stórum (ein- um kassa) af reds verði að minnsta kosti 4100 krónur og 12 dósa kassi af sömu dósastærð fari á 2255 krónur. Þetta verð þýðir 586 kr/kg í heildsölu en verð á ferskum laxi er um 361 kr/kg. Búast má við verðfalli eftir jól ef niöur- suðuverksmiðjur telja eftirspurn það litla að flutningskostnaður taki hluta af hagnaðinum. Kanadiskir framleiðendur ráða verði á tegund- inni pink. Ef reiknað er með að heildarfram- leiðslan verði 600.000 kassar, mest af þvi hálfdósir vegna mikilla birgða af 'A dósum, má ætla að 48 stykkja kassi af hálfdósum fari á 1435 kr. eða jafnvel minna enda þótt banda- riskir framleiðendur þurfi 1558 kr.. Búast má við aö kassinn af 24 stórum dósum af pink fari á 1230 kr. eftirjól. LÚÐA. Lúðuafli á vesturströnd Bandaríkjanna fór 900 tonnum fram yfir kvóta árið 1986. Veiðinefndin haföi sett mörkin við 30.000 tonn, en heildarveiðin varð hátt í 31.000 tonn. Birgðir af frystri lúðu hafa vaxið miðað viö árið 1985. í lok ágúst voru birgðirnar 9.500 tonn, aðeins minni en i júli þegar þær voru 10.500 tonn. í lok ágúst 1985 voru birgðir af þessum fiski aðeins 3.600 tonn. ALASKAUFSI. i byrjun hausts voru birgðir af Alaskaufsa að því er fregnir herma mjög litlar. Talsmaður Samands verksmiðjutogaraeig- enda i Alaska sagði að þaö heföi komiö sam- bandinu á óvart þegar eftirspurn varð meiri en framboð. Sambandið býst við að jafnvægi verði komið á milli eftirspurnar og framboðs áriö 1987 þegar ný skip bætast i flotann. Árið 1985 varö framleiösla bandarískra skipa alls 6.356 tonn af flökum. i árslok 1986 gerir sam- bandið ráö fyrir að flotinn muni framleiða 13.600 tonn af flökum. Samband verksmiöju- togaraeigenda í Alaska hefur gert stórt mark- aðsátak og m.a. komið Alaskaufsa á matseðil skólaeldhúsa en nú snýr það sér að sjúkra- húsum. RÆKJA. Landanir i öllum þrem rikjum Banda- rikjanna á vesturströndinni, þ.e. Kaliforníu, Oregon og Washington halda áfram að aukast og það gerir verð til sjómanna lika. Til og með júlí voru 1860 tonn komin á land i Kaliforniu, i Oregon voru þaö 10.000 tonn og i Washington 5600. Verð upp úr skipi var 54 kr/kg i júlí, en frá lokum þess mánaðar og fram í miðjan ágúst var veröið 59 kr. og hækkaði enn meir þvi um miöjan september náöi það 68 kr/kg. Mikið af eins árs gamalli rækju var í aflanum sem ætti að gefa vonir um góöan afla á næsta ári. Heildsölumarkaður er góður um þessar mundir og gefa heildsalar 429—447 kr/kg fyr- ir pillaða lausfrysta rækju. Fregnir herma aö veitingahús greiði um 80 kr. meira fyrir kiló- grammið. Rækja innflutt frá Noregi seldist á 447—475 kr/kg, en framleiöslu i Noregi er nú lokið á þessu ári. Norðmenn hafa reynt að fá rækju keypta á vesturströnd Bandaríkjanna en þaö hefur orðið til aö hækka veróið. Annað sem hefur orðið til að styrkja rækjumarkaðinn er áhugi veitingahúsakeðju á vesturströndinni á rækjusalati. McDonalds hefur til athugunar að nota rækju í framleiðslu sína og ef til vill hefur það haft áhrif á markaðinn. Innflutningur Norðmanna var 25% minni á þessu ári en í fyrra. UM MIÐJAN ágúst var aö þvi er fregnir herma markaður fyrir sockeye (smávaxin tegund af Kyrrahafslaxi) i hámarki. Japanir höfðu þá keypt allan þann lax sem þeir þurftu á aö halda í reyk. Laxinn var seldur Japönum á 235—285 kr/kg eftir stærö FOB Seattle. Gagnvart sölu á frystum laxi skiptir máli að birgðir á Japansmarkaöi eru það miklar að ekki er talið rúm fyrir meira en 25% af því sem markaöurinn tók við í fyrra. Þetta mun einkum valda mikilli sölutregöu á sockeye sem alltaf er í háum verðflokki. Tegundin silvers selst til Japans eins og er á 203 kr/kg FOB Alaska. Sama tegund selst til Evrópu á 190—217 kr/kg FOB á vesturströnd Bandarikjanna. Troll red kings (fiskurinn veiddur á slóða sem dreg- inn er á eftir veiðiskipi) selst enn þá illa i Evrópu eöa á 239 kr/kg CIF sem er 18 kr. of lítiö. I byrjun ágúst var verðið til sjómanna í Norður-Kaliforníu 189 — 194 kr/kg fyrir stóran troll king, 145 — 154 fyrir meðalstóran og 113 — 122 fyrir lítinn. Troll silvers gáfu sjó- mönnum 145—154 kr/kg fyrir stóran og 90—122 kr/kg fyrir litinn. í lok júli voru birgöir i Bandarikjunum af frystum laxi 8853 tonn, i lok júní voru birgðirnar 4722 tonn, en í júli á síð- asta ári voru birgðir alls 9534 tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.